Ætlar þú að grilla í sumar? 

 

Hefur þú pælt í hvað þú ætlar að velja á grillið? 

 

 

 

Að halda grillveislu þarf nefnilega ekki að þýða flæðandi feitar sósur, hálfbrenndar pylsur, sveitta hamborgara eða aðra óhollustu.

Það eru svo ótal hollir valkostir þegar kemur að því að velja matinn á grillið og hvet ég þig til að skoða hvort þú getir ekki lágmarkað hluti eins og unnar kjötvörur, hvítt brauð og sykur í grillveislum sumarsins – og í raun bara alltaf! 

Innihald:

Marinering:

  • ¾ bolli balsamik edik
  • 1 tsk hvítlauksduft
  • 2 msk hunang
  • 2 msk ólívuolía
  • 2 tsk ítölsk kryddblanda – inniheldur blöndu af þurrkuðum kryddjurtum: basilika, oregano, rósmarín, marjoram, graslaukur, timían, salvía, chili flögur, t.d.
  • gróft salt
  • nýmalaður svartur pipar

4 bein- og skinnlausar kjúklingabringur
4 sneiðar ferskur mozzarella ostur – ein fersk meðalstór mozzarellakúla, skorin í sneiðar
4 avókadósneiðar – hálft til heilt avókadó skorið í sneiðar
4 stórar tómatskífur – eða einn til tveir minni tómatar í skífum
2 msk söxuð fersk basilika
balsamik síróp

 

Aðferð:

1. Hrærið saman öllum innihaldsefnunum sem eiga að vera í marineringunni og smakkið til með salti og pipar.

2. Leggið kjúklingabringurnar í form og hellið marineringunni yfir. Leyfið því að bíða og marinerast í um 20 mínútur.

 3. Leyfið grillinu að ná meðalhita áður en þið setjið kjötið á það. Mjög gott er að nota grillhitamæli – eða kjöthitamæli sem þolir notkun á grilli – til þess að kjúklingurinn verði mjúkur og safaríkur. Grillið kjúklinginn þar til hitamælirinn sýnir 76-77 gráðu hita.

4. Raðið mozzarella ostinum, avókadóinu og tómatskífunum á hverja kjúklingabringu fyrir sig, lokið grillinu og leyfið ostinum að bráðna í 2 mínútur.

5. Takið bringurnar af grillinu, stráið fersku basilikunni yfir og toppið svo með nokkrum dropum af balsamik sírópsdressingunni í lokin.

Berið fram á fallegu fati og njótið vel! 

 

Þessi uppskrift er alveg ótrúlega góð og allir gestir grillveislunnar voru sjúklega ánægðir með matinn. Ef þú ákveður að prófa réttinn mæli ég með að þú gerir stóran skammt af fersku salati til að bera fram með, býrð til góða sósu úr sýrðum rjóma og uppáhaldskryddinu þínu og velur gott meðlæti af eftirfarandi lista:

 

Aspas
Eggaldin
Maís
Kúrbítur
Tómatar
Fylltir sveppir
Laukur – pakkaður í álpappír

 

 

 

Skerðu grænmetið í sneiðar eða bita, penslaðu með ólívuolíu og kryddaðu með salti og pipar, og jafnvel uppáhaldskryddinu þínu. Svo skellirðu grænmetinu á grillið

 

 


Sem krydd geturðu einnig notað:

– Ferskan hvítlauk eða hvítlaukskrydd

– Papriku krydd eða smoked papriku krydd

– Sítrónubörk og sítrónupipar

 

 

 

Ég vona að þú prófir uppskriftina! Þú mátt endilega láta mig vita hvernig smakkast! 

 

 

Viltu fleiri hollar og góðar sumaruppskriftir?

Smelltu hér til að vera með í Valkyrjusamfélaginu!