Hugsaðu um bestu vinkonu þína. Þið hlæið saman, upplifið nýja hluti saman, deilið gleðistundum saman og hlustið á hvora aðra, og svo er hún líka bara eitt símtal í burtu þegar þú þarft á stuðningi eða styrk að halda.

Mér líður svolítið eins og ég hafi eignast heilan hóp af dásamlegum konum með þessa eiginleika eftir að ég kynntist Valkyrjunum.

Við styðjum hver við aðra í átt að markmiðum okkar og gleðjumst saman yfir stórum sigrum og litlum. Saman erum við svo sterkar og ávallt hægt að treysta sig á stuðning inni í hópnum þegar maður á erfitt með að koma sér af stað, vantar pepp eða ráðleggingar.

Það er þessi mannauður, þessar frábæru, sterku konur, sem gera þetta samfélag svo dýrmætt. Og það er svipuð tilfinning og maður ber til sinna vinkvenna sem eru til staðar fyrir mann þegar á þarf að halda.

Stundum líður manni nefnilega eins og maður sé einn þrátt fyrir að vera umkringdur fólki. Það eru ótal hlutir sem maður vill ná að framkvæma, upplifa og markmið sem maður vill ná, en oft virðast þetta eingöngu vera draumar þar sem endalínan er svo óralangt í burtu. Kannastu við þá líðan að finnast allir í kringum þig vera að gera það gott? En svo sit ég ein hérna og ætla alltaf að byrja á morgun…

Að finna kraftinn hjá Valkyrjunum, og upplifa að maður er ekki einn er alveg ómetanlegt. Að deila saman sigrum og niðurtúrum, að upplifa að það séu fleiri að díla við nákvæmlega sömu hindranirnar er svo merkilegt og gott. Og það gefur manni kraft.

Þóranna er 38 ára og á fjögur börn. Eftir meðgöngurnar fjórar glímdi hún við aukakílóin og átti á sama tíma erfitt með að finna tíma til þess að hreyfa sig reglulega. Þá fann hún fyrir mikilli fæðingardepurð en hefur nú, með stuðningi Valkyrjanna, breytt hugarfarinu algjörlega.

Nú hlakkar hún til að hreyfa sig reglulega og finnur hvaða jákvæðu áhrif það hefur á andlegt og líkamlegt heilbrigði. Meira vatn og meira grænt hefur auk þess valdið því að kílóin hrynja af, og hún er öll orðin straumlínulagaðri, að sögn eiginmanns síns.

Stella er 38 ára og á þrjú börn og mjög upptekinn eiginmann. Hún lét sjálfa sig sitja á hakanum í langan tíma og fann hvernig heilsan fór að halla undir fæti þrátt fyrir að hafa mikinn áhuga á íþróttum og vera sjálf sjúkraþjálfi. Hún tók sig nokkrum sinnum á en sprakk á limminu við að ætla sér um of í einu.

Í Valkyrjunum hefur hún tekið hugaræfingarnar föstum tökum og finnst nú mikilvægast að gefa sér tíma og njóta þess sem maður er að gera. Hafa gaman að æfingunum, hugsa vel um sjálfa sig og lifa í núinu. Það hefur skilað sér í því að hún er mun jákvæðari gagnvart sjálfri sér á allan hátt og búin að setja hluti á dagskrá sem henni fannst óhugsandi í byrjun.

Hún er búin að taka stóra ákvörðun varðandi sinn framtíðarferil sem sjúkraþjálfi og er nálægt hlaupamarkmiði sínu sem hún setti sér í vor.  

Smelltu HÉR til að lesa meira um Stellu

Sigurrós Sandra er 33 ára og á þrjú börn. Hún býr á Grundarfirði og segir sjálfa sig hafa verið frekar lokaða persónu sem drakk kók á hverjum degiog hafði varla smakkað avókadó áður en hún byrjaði í þjálfun hjá HiiTFiT. Hún hafði reglulega dottið niður í þunglyndi sem háði henni talsvert og hún átti mjög erfitt með, en regluleg hreyfing, hugaræfingar og hollt mataræði með Valkyrjunum hefur alveg snúið andlegu líðaninni við og upplifir hún nú miklu orkumeiri, sterkari og jákvæðari.

Það var einnig stórt skref út fyrir þægindarammann að bjóða sig fram á lista í sveitastjórnarkosningunum í vor og dýrmæt reynsla fyrir Sigurrósu.

Hreyfing er orðin ómissandi partur á degi hverjum og ef hún skellir ekki í æfingu tekur hún í það minnsta 150 hnébeygjur, hvar á landinu sem hún er,  eða skoppar á trampólíninu með börnunum sínum.

Smelltu HÉR til að lesa meira um Sigurrósu Söndru!

Fríða er 33 ára læknir sem hefur verið í fæðingarorlofi síðustu mánuði en fyrir á hún þriggja ára dóttur. Hún vildi nýta tækifærið og koma hreyfingunni í rútínu áður en hún sneri til náms og vinnu aftur, og finnur að hún er öll léttari á sér nú, bæði andlega og líkamlega.

Áður var hún alltaf að bíða eftir að hamingjan kæmi með lækkandi tölu á vigtinni en hugaræfingarnar hafa gert það að verkum að hún finnur mestan ávinninginn koma með auknu sjálfstrausti og að elska líkamann eins og hann er í dag.

Vellíðanin sem kemur með hreyfingunni sé það sem sé hvað eftirsóknarverðast því þá finnur hún drifkraftinn ti þess að skella í æfingar og taka til í mataræðinu.

Smelltu HÉR til að lesa meira um Fríðu

Valkyrjurnar eru á fjölbreyttum aldri og á mjög mismunandi stöðum í lífinu. Þær eru til dæmis lögfræðingur, læknir, kennari, hjúkrunarfræðingur og félagsráðgjafi svo fátteitt sé nefnt.

Einhverjar eru í fullu starfi, sumar í fæðingarorlofi, einhverjar búnar að stunda íþróttir allt sitt líf á meðan aðrar eru öryrkjar og enn aðrar að ná sér eftir aðgerðir.

Allar eiga það sameiginlegt að vilja forgangsraða heilsu og heilbrigðum lífsstíl ofar í sínu lífi, og styðja við aðrar að gera nákvæmlega það sama!

Þær hafa allar haft sína tinda til að klífa í upphafi og komist svo langt með stuðningi hinna og ótrúlegri þrautseigju, sem ég veit að þú átt til í þínu farteski!

Leyfðu stelpunum að veita þér innblástur og byrjaðu að skipuleggja þína leið í átt að markmiðunum þínum!

Heilsukveðja,

María Lind

 

 

Smelltu HÉR til að vera með í Valkyrjusamfélaginu!

Pin It on Pinterest

%d bloggers like this: