Er það ekki draumur okkar allra að eiga langt og heilsusamlegt líf, sjá börnin okkar vaxa og dafna, ná árangri, vera stolt og hamingjusöm, hafa orku og tíma til þess að njóta saman og allra þeirra bestu hluta sem lífið hefur upp á að bjóða?
 

Hvað vilt ÞÚ gera?     Hvað vilt ÞÚ sjá og upplifa?     Hver vilt ÞÚ vera? 

 

Það er nefnilega ALLT hægt! En til þess þarf maður að huga að heilsunni og passa upp á sjálfa sig, andlega og líkamlega. Þú átt það svo mikið skilið!

Maður lagar víst ekki heilsuna eftir á, en hvar sem maður er staddur getur maður breytt einhverju örlitlu til batnaðar strax í dag svo skrefin á morgun verði betri og auðveldari en ella! Og vittu bara til, það eru svo ótal jákvæðir hlutir sem fylgja með í kjölfarið!

Leyfðu þér að finna bjartsýnina og setja sjálfa þig í forgang þar sem þú stendur við þau loforð sem þú gefur sjálfri þér. Fáðu trú á sjálfa þig, vertu stolt og settu þig í sama sæti og þú setur þína nánustu. Þú átt það nefnilega líka skilið!
 

 

Upplifðu það að taka skref í átt að draumnum þínum á degi hverjum í stað þess að pína þig áfram og neita þér um hluti. Skrefin eru tekin út frá sjálfsumhyggju, þú ert með hausinn með þér í liði og þú elskar lífsstílinn þinn. 

Þú veist með vissu hvað þinn líkami þarf á að halda og hvað þú þarft að gera til þess að hugsa vel um hann. Þú upplifir sjálfsöryggi í því sem þú ert að gera og veist að þær ákvarðanir sem þú tekur eru þær réttu fyrir þinn sérstaka líkama.

Í dag er þetta kannski draumsýn, en ég get lofað þér því að þetta þarf ekki alltaf að vera bara draumur…

 


 

Ég var alltaf að basla við að koma hreyfingunni í almennilega rútínu, byrjaði og hætti ótal oft í ræktinni, var óviss með hvað ég ætti að borða, var full af hugsunum sem unnu gegn sjálfri mér og reif mig niður hvað eftir annað. Innst inni hafði ég ekki trúna á sjálfa mig. Ég trúði því ekki að draumurinn gæti orðið að veruleika þó svo ég óskaði þess. Ég myndi aldrei geta breytt þessum hlutum í alvörunni.

 

Ég prófaði til dæmis allt það sem ég hélt að myndi virka. Ég keyrði mig áfram í ræktinni mörgum sinnum í viku, prófaði allar tegundir próteindufta, próteinstykki, keypti mér allskonar ný pre-workout sem áttu víst að galdra fram árangur og ótrúlegar brennslutöflur.Þrátt fyrir allar þessar galdraleiðir virtist ekkert hjálpa mér. Þegar ég lít tilbaka í dag sé ég að allar þessar lausnir voru í raun að vinna gegn mér, ef eitthvað var.

 

Ég ofhugsaði endalaust hvað ég ætti að borða og var með kaloríutalningu á heilanum. Allt var annaðhvort svakalega óhollt og fitandi eða grennandi en á þessum tíma var ég ótrúlega vansæl og var ekkert að færast nær markmiðunum mínum eða draumsýninni sem ég þráði. 

 

Sem betur fer vaknaði ég loksins upp frá þessum vítahring og fór að leita betri leiða. Ég leitaði að leiðum sem gerðu mér kleift að njóta lífsins á meðan og sem ég gæti lifað með til frambúðar. Ekki einhverju sem ég myndi byrja á og gefast síðan upp eftir nokkrar vikur. Lausnin þyrfti því að að vera allt öðruvísi en þeir hlutir ég hafði reynt áður, og allt önnur en þessi hefðbundna sem við heyrum frá flestum einkaþjálfurum. Og sem betur fer fann ég hana eftir langa leit. 

 

Þessi nýja leið var sprottin frá sjálfsumhyggju og nærandi sjónarmiðum en ekki hamlandi baráttu við innra sjálfið og svelti. Þetta var leið sem einblíndi á vellíðan og aukna orkufrekar en hvað sé grennandi og halda að hamingjan stígi í takt við dvínandi kílógrammatölu á vigtinni.

Núna vil ég að ÞÚ fáir að upplifa það sama – að finna ÞÍNA lausn! 

 

 

Lausnin er ekki að ganga fram af líkama þínum með margra klukkustunda púli, hefta matarinntöku dagsins eða borða og drekka eingöngu diet vörur til þess að takmarka kaloríuinntöku dagsins. 

 

Við þurfum að byrja á grunninum og breyta hugsunarhættinum. Við þurfum að byrja að elska og hugsa um líkama okkar eins og frábæra farartækið sem hann er. Það er hann sem gerir okkur kleift að njóta lífsins. Leika við börnin okkar, ferðast til útlanda og upplifa nýja menningu, hlaupa upp fjallið og njóta útsýnisins eða ganga úti í náttúrunni og hlusta á kyrrðina. Ef við hugsum ekki vel um hann mun koma að því að eitthvað hætti að virka. 

 

Ég vil að minn líkami endist eins lengi og hægt er og mun ég gera allt sem ég get til þess að styðja við það. 
 

 

– Hvað með þig?

– Ert þú að gera allt sem þú getur til þess að vera til staðar fyrir sjálfa þig, þína drauma og markmið, og þau sem standa þér næst? 

 

Fyrir utan þig sjálfa eru það nefnilega þau – börnin þín, maki og nánasta fjölskylda sem hagnast mest þegar þú mætir sem orkumiklalífsglaða og hrausta útgáfan af sjálfri þér.

 


Nú gætu sumar verið að hugsa:
  • „Ég hef ekki tíma
  • „Ég get aldrei breytt neinu til langs tíma hjá mér hvort sem er“
  • „Ég hef alltaf verið í yfirþyngd og verð alltaf þannig, það er í genunum
  • Tímapunkturinn fyrir svona breytingar er ekki alveg réttur núna, en pottþétt seinna“
  • „Þetta er of dýrt

 

Ég skora á þig að endurskoða þessar hugsanir aðeins – því þær eru alls ekki sannar!

 

– Með réttri forgangsröðun og góðu skipulagi er alltaf hægt að hliðra til og finna tíma fyrir sjálfa sig!

 Með því að breyta grunnhugsuninniviðhorfunum og ákveða að ætla að vinna í sjálfri sér eru jákvæðar breytingar ALLTAF mögulegar!

– Gen ákvarða ekki að fullu hver þú ert eða hvernig þú lítur út. Þú gætir hinsvegar verið með sterkari tilhneigingu til þess að bæta á þig eða líta út á ákveðinn hátt, en það er alltaf hægt að vinna gegn því með réttu vali!

– Ef tímapunkturinn er ekki réttur núna, hvenær þá? Það er ólíklegt að hinn fullkomni tími komi nokkurn tímann og því er mikilvægt að hugsa þannig að hvert einasta litla skref sem þú tekur í dagveldur því að þú ert aðeins nær þínum markmiðum á morgun. Ef þú tekur eitt lítið skref á hverjum degi, bara eftir þinni getu og tíma, þá verðurðu komin á talsvert betri stað að ári, er það ekki?

– Og er 32.900 kr. virkilega ekki þess virði ef þú hefur hugsanlega fundið eitthvað sem endist þér út lífið og eykur lífsgæðin þín til muna? Fyrir eitthvað sem bætir andlega og líkamlega heilsu, eykur sjálfsöryggi og vellíðan og breytir viðhorfi þínu gagnvart heilbrigðum lífsstíl? Því að mínu mati er það ómetanlegt

 

Ég hef eytt hundruðum þúsunda, ef ekki milljónum, í námskeið, menntun og þjálfun til þess að efla heilsuna mína og vellíðan, og ég sé ekki eftir krónu. Ég bý að þessu alla ævi!

smáa letrið hér er auðvitað það að mörg stéttarfélög niðurgreiða líkamsrækt og þjálfun fyrir félagsmeðlimi sína, svo endilega athugaðu hvort þú eigir ekki rétt á endurgreiðslu frá þínu stéttarfélagi 🙂

 

Skráningin er hafin í Sterkari á 16 en það námskeið verður ekki haldið aftur fyrr en á næsta ári.

 

Ef það er einhver partur af þér sem vill taka af skarið og vera með þá hvet ég til þess að hlusta á þessa innri rödd og gefa þér þessa mikilvægu gjöf!

 

Sterkari á 16 þjálfunin verður mun flottari og persónulegri en nokkru sinni áður! Við María Lind munum vinna náið með þér og passa upp á að hver ein og einasta muni finna hvernig hún færist nær sínum persónulegu markmiðum!

 

 

„In the end, we only regret the chances we didn’t take“

 

Við byrjum á föstudaginn!! Smelltu HÉR og vertu með!