Þetta er ótrúlega einföld og góð blómkálssúpa sem krefst lítils undirbúnings!
Hún er kremuð og mettandi þrátt fyrir að innihalda engar mjólkurvörur – eða aðrar dýraafurðir ef út í það er farið!
Súpan er svo ekki verri daginn eftir ef þú ert svo heppin að eiga afgang!

 

Innihald:

2 msk kókosolía
2-3 hvítlauksrif
1 stór blaðlaukur
1 grænmetisteningur
½ tsk múskat
2 dósir kókosmjólk
1 lítið blómkálshöfuð í bitum
1 l vatn
salt og pipar

 

Aðferð:

  1. Skerðu blað- og hvítlaukinn fínt niður og steiktu í potti með kókosolíunni þar til laukurinn er orðinn mjúkur og hálfgegnsær.
  2. Bættu við restinni af innihaldsefnunum og leyfðu öllu að malla í pottinum í um 30 mínútur – eða þar til blómkálið er orðið mjúkt.
  3. Maukaðu súpuna með törfrasprota þar til hún er orðin silkimjúk – þú getur einnig valið að setja hana í blandara eða matvinnsluvél og blanda hana þar til hún er mjúk og kekkjalaus. Smakkaðu súpuna til með salti og pipar.
  4. Þegar súpan er tilbúin getur þú valið að toppa hana með smá graslauk og skvettu af sýrðum rjóma en einnig er gott að hafa ferskt brauð og ólífuolíu með.
    (Athugaðu að súpan er ekki lengur vegan ef þú bætir sýrða rjómanum við).

Verði þér að góðu!

 

** Uppskriftin er úr maíefni Valkyrjanna

 

 

Vilt þú vera Valkyrja? Smelltu HÉR og kynntu þér málið!