Ég gerði þessa uppskrift á snappinu mínu (sarabarddal) um daginn og hún sló alveg í gegn þannig ég vildi endilega fá að deila henni með þér ef þú misstir af henni.

Hún er ótrúlega fljótleg, og það þarf ekkert að elda, bara henda saman í skál og njóta. Það er hátt hlutfall af próteini og góðri fitu, þannig þú munt upplifa þig sadda í langan tíma eftirá og orkumikla.

Annar kostur við þennan rétt er að hann er ódýr og þú getur búið til 2 máltíðir þegar þú kaupir í hann, þar sem þú notar aðeins 1/2 af hverju í hvert skipti.

 

Hveitilaust “spagetti” með avókadó sósu

  • 1/2 kúrbítur
  • 1/2 avókadó (ég nota litlu í netunum)
  • 1/2 dós túnfiskur
  • 3 tsk grænt pestó (mæli með sykurlausa frá Sollu)

Val: sólþurrkaðir tómatar og/eða ferskir kirsuberjatómatar

  1. Rífðu kúrbítin niður í ræmur
  2. Stappaðu avókadó-ið með túnfisknum og pestó-inu og blandaðu svo kúrbíts spagettí-inu saman við.
  3. Toppaðu með tómötum

Þetta er frábær hádegis- eða kvöldmatur ef þú ert að flýta þér eða hefur lítinn tíma til þess að elda, ég vona að þú prófir og líkir vel.

Ég vildi einnig láta þig vita að þjálfunin “Sterkari á 16” er að hefjast núna á föstudaginn. En þar færð þú ennþá fleiri uppskriftir ásamt fræðslu og stuðning við þitt mataræði.

Ef þú upplifir oft sykurlanganir eða ert með mikla nartþörf þá get ég hjálpað þér að losna við þær, svo að það verði ekkert mál fyrir þig að fylgja heilbrigðu mataræði til frambúðar.

 

“Þjálfun er frábær, sé sko ekki eftir að hafa skráð mig í þetta! Engin löngun í neitt óhollt sem ég eiginlega trúi ekki!  – Dóra Hrund Gunnarsdóttir

Mér líður svo miklu betur og sykurlöngun svo sáralítil. Þetta er snilld! Takk kærlega fyrir æðislegt námskeið og að hjálpa mér af stað!” – Kolbrún Ósk Eyþórsdóttir

 

Ef þig langar til þess að hætta að basla með mataræðið og finna þitt jafnvægi, eitthvað sem þú heldur út, án boða og banna þá er þetta þjálfun fyrir þig.

Fyrri þátttakendur tala um að losna við allar langanir og sykurþörf og byrja að sækja í hollan og næringarríkan mat í staðinn. Það er svo miklu auðveldara að fylgja heilbrigðum lífsstíl þegar sykurpúkinn á öxlinni er farinn og þú getur komist í gegnum daginn án þess að detta niður í orku eða pína þig áfram.

Þú færð uppskriftir og tillögur að uppsetningu fyrir daginn ásamt möguleikanum á að skila inn matardagbók fyrir enn meiri stuðning.

Ef þig langar að verða sterkari, orkumeiri og komast í form, þá er þetta fullkominn tími til að byrja. Ekki leyfa þér að bíða lengur, byrjaðu árið í meira andlegu og líkamlegu jafnvægi.

 

Smelltu hér til að sjá hvað er innifalið og tryggðu þér sæti

 

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

ps. Ef þú ert með einhverjar spurningar, ekki hika við að senda línu á sara@hiitfit.is