Ég er móðir, ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi frá Institute of Integrative Nutrition, viðskiptafræðingur frá HR.Untitled design (17) copy Ég vil að allir upplifi þá vellíðan og kraft sem fylgir hreyfingu og heilsu. Ég vil hjálpa þér að gera hreyfingu aðgengilega og eitthvað sem þú getur gert hvar og hvenær sem er, án þess að kaupa þér kort í ræktina eða að það taki of mikinn tíma frá þér, því ég veit að þú ert upptekin og hefur mörgu að sinna.

Að vera hraustur, fullur af orku og gleði er eitt af því dýrmætasta sem við getum upplifað í okkar lífi. Þegar að móðir mín heitin greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum skall það á mér að heilsa okkar skiptir öllu máli. Þér hefur verið gefinn einn líkami og þú þarft að hugsa vel um hann til þess að geta lifað lífinu til fulls með ástvinum, því um leið og heilsan er farin getur verið erfitt að snúa aftur.

Eftir að ég átti son minn fór ég að leita leiða til þess að koma mér aftur í form í fæðingarorlofinu. Þar sem ég hafði ekki alltaf tök á að fara út og æfa á ákveðnum tímum fór ég að prófa mig áfram heima. Það hentaði mér mjög vel og ég náði miklum árangri. Ef það er eitthvað fyrir þig, þá langar mig að hjálpa þér að setja heilsuna í forgang með því að koma hreyfingu og góðum siðum inn í rútínuna þína. En mitt markmið er að hjálpa fólki verða hraustara og komast í betra form, á skemmtilegan og einfaldan máta og minnka þannig líkurnar á lífsstílstengdum sjúkdómum. Byrjaðu hér að neðan með því að skrá þig á póstlistann og fáðu reglulega sendar uppskriftir, æfingar og fleiri heilsu hollráð

 

Pin It on Pinterest