„Hæ hæ! Ég heiti Hrund og er 39 ára. Ég bý í Vík í Mýrdal en er frá Hafnarfirði“.

Hrund hafði hugsað sér að flytja til Danmerkur haustið 2008 eftir að hafa unnið í banka í Hafnarfirði síðan 1999. Áður en hún lagði land undir fót skrapp hún í smá heimsókn til vinkonu sinnar í Vík: „Þegar ég hafði verið í þrjá daga hjá vinkonu minni var ég búin að segja já við að kenna í grunnskólanum þar, stökk semsagt alveg út í djúpu laugina“.

Árið 2010 kynntist hún manninum sínum í Vík og eignaðist hún í leiðinni þrjá fóstursyni. Fyrir fjórum árum bættist svo ein lítil snót í hópinn: „Það er í raun hægt að segja að þessi vika sem ég ætlaði að vera í Vík sé orðin svolítið löng“. Hún heillaðist af kennarastarfinu og hóf í framhaldinu nám í Háskóla Íslands við kennaradeildina en hún er einmitt að leggja lokahönd á meistararitgerðina sína þessi misserin. Þrátt fyrir mikið annríki passar hún upp á að gefa sjálfri sér tíma: „Ég elska að hjóla, skokka og spila badminton þó svo að ég hafi lítinn tíma haft fyrir badminton í sumar. Ég elska að vera með vinum og fjölskyldu og að ferðast hefur alltaf verið eitt af mínum áhugamálum. Eftir að ég kynntist HiiTFiT er hreyfing einnig orðin eitt af mínum uppáhaldsáhugamálum“.

 

Afhverju HiiTFiT þjálfun og hvernig hún breytt þinni daglegu rútínu?

 

Ég hafði prófað allskonar megrunarkúra en þeir virkuðu aldrei. Ég endaði alltaf á sama stað. Eftir að ég kynntist HiiTFiT og Valkyrjunum þá breyttist líf mitt og mér hefur aldrei liðið jafn vel og mér líður í dag.

Ég rakst á HiiTFiT auglýsingu á Facebook og ákvað bara að láta slag standa og prófa þetta. Fyrstu tveir mánuðirnir voru samt erfiðir. Mér fannst ekkert vera að gerast en hélt samt áfram. Hlustaði bara á Söru sem sagði mér að halda áfram og árangurinn myndi koma, og það var alveg rétt hjá henni.

Ég elska æfingarnar ykkar, félagsskapinn, utanumhaldið og allt saman hjá HiiTFiT – ég hugsa að ég geti aldrei verið án ykkar!

Ég er búin að missa 35 kíló með HiiTFiT! Og ég skil ekki hvar ég gat falið öll þessi kíló á mér. Mér var alltaf illt í bakinu áður fyrr því ég er með tvö brjósklos sem hafa ítrekað valdið miklum verkjum. Ég hafði mörgum sinnum farið í sterasprautur í lífbeinið, verið á Reykjalundi, alveg eins og gamalmenni en samt svo ung. Ég hélt ég myndi aldrei geta farið á fjöll, skokkað og hjólað eins og ég elska mest.

En viti menn, það gerðist kraftarverk eftir að ég kynntist Söru og hennar frábæra hópi. Ég get þetta allt í dag og síðastliðinn maí skellti ég mér með mömmu minni og mágkonu til Danmerkur til að keppa í þríþraut. Og vá ég gat það! Þvílíkt sem ég var stolt af okkur! Ég átti að synda, hjóla og skokka og þegar ég kom í mark þá táraðist ég, ég var svo stolt af sjálfri mér. Þetta hefði ég ekki getað gert áður en ég byrjaði hjá HiiTFiT.

Stolt, þreytt og ánægð að þríþraut lokinni vorið 2018

Og það eru fleiri hlutir sem ég er búin að æfa mig í, til dæmis að standa á höndum! Ég get það núna en hef ekki getað gert það síðan ég var barn. Ég elska að geta gert æfingarnar hvenær og hvar sem er innan dyra sem utan.

Takk elsku þið <3

Í dag elska ég að hreyfa mig. Ég hef einnig bætt mig mikið hvað varðar mataræðið þar sem ég hef alveg tekið glúten út og passað sykurinn, en ég reyni að forðast hann eins vel og ég get. Auðvitað koma dagar sem ég leyfi mér þessa hluti en það er ekki á hverjum degi. Ég er bara allt önnur manneskja!

 

 

Besti æfingastaðurinn?

Ég byrjaði alltaf að æfa inni í tölvuherbergi en þurfti fljótlega að færa mig upp í svefnherbergið mitt þar sem ég rek gistiheimili á neðri hæðinni. Alltaf þegar ferðamaður var innritaður í herbergið fyrir neðan þurfti ég að passa hoppin og þess háttar svo ég færði mig á endanum upp á efstu hæðina. Ég elska líka að skella mér í hjólatúr eða út að skokka og taka æfingu í leiðinni bara einhversstaðar úti í náttúrunni.

 

Hvaða æfingatips hafa reynst þér vel?

Ég elskaði alltaf boostin en þori varla að segja frá því að ég fékk pínu ógeð á þeim svo nú er ég að prófa mig áfram. Það er þó einn drykkur sem ég drekk oft á dag og það er vatn með smá eplaediki. Mörgum finnst hann ógeðslegur en ég elska hann! Einnig fannst mér alltaf gott að byrja daginn á kaffibolla en eftir að ég kynntist ykkur hjá HiiTFiT þá hef ég skipt morgunkaffinu út fyrir dásamlegan bolla af heitu vatni með engifer, sítrónu og cayenne pipar. Í dag elska ég líka að borða salat með fullt af kínóa. Ég hafði ekki hugmynd um hvað kínóa var áður fyrr, en í dag get ég ekki verið án þess.

 

Uppáhalds æfing…og æfingin í sístu uppáhaldi?

Uppáhaldsæfingin – ekkert mál!

Ég hef ekki náð að byrja að elska burpees ennþá, en hver veit nema það komi síðar. Ég elska að standa á höndum, það hélt ég aldrei að ég gæti en ég fer létt með það í dag! Og öll hoppin, mér finnst þau mjög skemmtileg í dag en átti erfitt með þau áður fyrr. Kannski er góð ástæða fyrir því, en áður en ég kynntist ykkur þá gat ég aldrei verið í brjóstahaldara. Mér fannst það bara óþægilegt svo ég var alltaf í íþróttatopp, frekar hallærisleg. En eftir að ég grenntist á ég ekki á hættu að skalla mig á mínum eigin brjóstum.

 

 

Aðalbreytingarnar í mataræðinu?

Ég tók fimm daga matarhreinsun eitt vorið. Ég átti alveg svolítið erfitt með það fyrst því ég varð virkilega veik en eftir á leið mér sko miklu betur í mínu eigin skinni. Síðasti dagurinn í hreinsuninni var til dæmis mjög góður! Svo eins og ég nefndi áður hef ég náð að sleppa öllu glúteini og mestöllum sykri einnig. Ég leyfi mér þó alveg stundum og á mína nammidaga þar sem það fyrirkomulag hentar mér vel. Eftir að ég lærði að það eru engin boð og bönn þá gengur þetta vel, ef maður er alltaf að banna sér hitt og þetta, springur maður að lokum!

Ég hef einnig náð að koma nýjum og hollari valkostum inn í mataræðið mitt. Ég hefði til dæmis aldrei trúað því en ef mig langar í nammi þá hef ég fengið mér döðlur. Síðan kynntist ég líka sykurlausu nammi og leyfi mér það stundum en annars sker ég niður ávexti og grænmeti til að narta í. Það gera nú margir grín að mér þegar ég segi að mig langi í eitthvað sukk og fer og sker niður blómkál.

 

Hvernig hefur Valkyrjulífið haft áhrif á fólkið í kringum þig?

Þegar ég kynntist ykkur í HiiTFiT og fór að hreyfa mig reglulegar og hóf að breyta mataræðinu þá fannst mér einna skemmtilegast að ná að draga foreldra mína með mér. Ég var farin að mæta heim til þeirra á snemma á morgnanna og við tókum æfingar saman, það var æðislega gaman. Dóttur minni, sem er 4 ára, finnst æði þegar mamman byrjar að hreyfa sig. Þá hreyfir hún sig annað hvort með mér eða leggst á mig eða undir mig, sem er þá bara extra áskorun!

Annað sem ég tek eftir er að ég var hálf spéhrædd við að fara í sund og vildi það helst ekki. Þessa spéhræðslu hef ég alveg losnað við og nú elska ég að fara í sund. Það eru allir þessir litlu hlutir sem ég elska. Til dæmis byrjaði ég allt í einu að hoppa í síðasta jólaboði og náði frænkum mínum með mér í svaka stuð og gleði, svona hlutir eru svo skemmtilegir.

 

Hugaræfingarnar?

Ég elska að taka hugaræfingu þegar mér líður kannski eitthvað illa eða kem mér ekki í æfingu.

 

 

Hvaða hindranir hafa staðið í vegi þínum en þú komist yfir?

Hrund áður en hún breytti lífsstílnum sínum með HiiTFiT

Þegar ég var að byrja að taka til í mataræðinu mínu fannst mér erfitt að að einbeita mér að hollri fæðu á meðan restin af fjölskyldunni hélt bara áfram sínu striki. Það var sérstaklega erfitt í vorhreinsuninni en ég komst yfir það. Maðurinn minn hefur aðeins smitast líka, hann er til dæmis farinn að borða kínóa og aðeins meiri hollustu en áður fyrr.

Ef ég lendi á hindrun, þá hlusta ég á hugaræfingu eða skoða kommentin hjá stelpunum á Facebook. Það gefur manni orkuboost að sjá hvað þær eru duglegar. Oft hefur mig langað að skríða beint upp í sófa en þá opna ég Snapchat eða Facebook skoða hvað þessar yndislegu Valkyrjur eru duglegar og hoppa í gang.

 

Hvað myndir þú segja við stelpur og konur sem eru búnar að vera að hugsa um að breyta lífsstíl sínum en eiga erfitt með að taka fyrsta skrefið?

Ég mæli með að allar konur sem ekki hafa prófað HiiTFiT, Sterkari á 16 eða Valkyrjurnar, slái til við næsta tækifæri og verði með! Þetta breytti mínu lífi svo mikið til hins betra. Það er erfitt að byrja en ávinningurinn í lokin er besta tilfinning í heimi. Ég mæli með mataræðinu og hreyfingunni sem er í boði og svo ég tali nú ekki um stelpurnar sem eru í hópnum, við erum eins og stór og hraust fjölskylda <3 

Í byrjun var ég samt mjög óþreyjufull og fannst þetta ganga svo hægt en með þolinmæðinni og þrautsegjunni kom þetta svo. Áður fyrr var ég alltaf að fylgjast með vigtinni og var alltaf svo stressuð hvort kiló væri farið eða ekki. En eftir að ég hætti að fara daglega á vigtina þá gerðist bara eitthvað, kílóin hrundu af mér og sentimetrarnir fylgdu með.

Ekki hika við að prófa þjálfun hjá HiiTFiT – þér á eftir að líða mun betur andlega og líkamlega. Sara og María Lind eru alltaf til taks fyrir þig ef þig vantar eitthvað eða ert hreinlega að gefast upp. Eftir að ég kynntist þeim þá hefur líf mitt orðið svo miklu betra! Mér líður vel á meðal fólks og mér líður vel í mínu eigin skinni!

 

Uppáhalds HiiTFiT minningin?

Í dag er ég ófeimin við að skella í æfingu úti, hvar og hvenær sem er! Svo upplifi ég það reglulega að vera einhversstaðar með dóttur minni og frænku, og á meðan þær að leika eða busla er ég sjálf farin að gera einhverjar æfingar eða standa á höndum. Eitt skipti var ég að gera æfingu í garðinum og kom sjálfri mér svo mikið á óvart! Maðurinn minn varð heldur ekki minna hissa þegar hann sá að ég var farin að nota þvottasnúruna til að hanga, lyfta mér upp og fara í hringi. Ég hef ekki getað lyft mér svona upp í mörg ár!

Takk fyrir mig <3

 

 

Við byrjum á föstudaginn!! Smelltu HÉR og vertu með!