Þorbjörg er Valkyrja vikunnar

Þorbjörg Kristjánsdóttir, Valkyrja þessarar viku, er með hárgreiðslustofu í Vík og starfar einnig við heimaþjónustu þar sem hún býr í Mýrdalnum. Hún nýtur þess að slappa af með fjölskyldunni en hún er í sambúð og á einn sjö ára son.

Á milli þess sem hún hefur hendur í hári flestra Mýrdælinga, stendur hún í ströngu í eldhúsinu, en eitt áhugamála hennar er eldamennska og bakstur, og finnst henni afskaplega skemmtilegt að breyta uppskriftum og sérstaklega gera þær aðeins hollari.

 

Afhverju HiiTFiT þjálfun?

Áður en ég byrjaði í HiiTFiT snemma árs 2017 hafði ég í mörg ár hreyft mig mjög lítið. Mig langaði því til að byrja að hreyfa mig reglulega og hafði lengi leitað að æfingum sem hentuðu mér. Það heillaði mig strax hvað æfingarnar hjá Söru tóku stuttan tíma en skiluðu samt miklum árangri.

 

Útiæfing með syninum í góða veðrinu

Hverjar eru helstu jákvæðu breytingarnar sem þú hefur fundið fyrir eftir að þú byrjaðir í þjálfun hjá HiiTFiT/Valkyrjunum?

Mér líður almennt miklu betur! Ég er meðvitaðri um hvað ég borða og er alltaf með fasta æfingadaga í hverri viku. Eftir að ég setti upp þannig plan hefur gengið miklu betur að standa við markmiðin um að gera æfingarnar. Svo hafa þessar frábæru hugaræfingar hjá Söru hjálpað mér mikið.

 

Hverjir eru þínir uppáhalds ávinningar sem þú hefur upplifað með þjálfuninni?

Eftir að ég byrjaði hjá HiiTFiT upplifi ég miklu meiri orku og styrk. Svo hef ég líka sett mér það markmið að vera með betra skipulag í sambandi við matinn. Ég geri til dæmis matseðil fyrir vikuna og þá eru minni líkur á að ég leiti í eitthvað óhollara.

 

Þinn uppáhalds æfingastaður?

Mjög einbeitt við hliðarteygjur og myndatökumaðurinn að standa sig vel

Minn æfingastaður er stofugólfið, en þegar veðrið er gott þá fer ég út og geri æfingu í garðinum. Þess á milli fer ég út að hlaupa.

 

Ertu með einhver æfingatips sem hafa reynst þér vel?

Það virkar best fyrir mig að gera æfingu um leið og ég vakna en það er langbesta byrjunin á deginum! Ég fæ mér svo sítrónuvatn eftir á og borða morgunmat einni til tveimur klukkustundum eftir æfinguna.

 

Eru einhverjar æfingar sem þér finnst  erfiðari en aðrar og þarft að aðlaga?
Split-jump er æfing sem mér finnst erfið, en hún er samt öll að koma til! Það eru aðallega hoppin í henni sem mér hafa fundist krefjandi.

 

Handstaðan er í uppáhaldi hjá Þorbjörgu þessa dagana

Er einhver æfing í sérstöku uppáhaldi?

Ein af mínum uppáhaldsæfingum eru burpees! Það var svo gaman að komast yfir hjallann frá því að finnast hún leiðinleg vegna þess að hún var svo erfið, yfir í að geta hana vel. Nýjasta uppáhaldið er síðan handstaðan, mikill sigur hjá mér að geta hana loksins.

 

Hvaða áhrif hefur HiiTFiT-þjálfunin haft á mataræðið þitt?

Eftir að ég fór að hreyfa mig svona reglulega þá sæki ég frekar í ávexti sem millimál og finnst mér til dæmis epli með möndlusmjöri alveg ótrúlega gott millimál. Svo er nú alltaf til eitthvað gott dökkt súkkulaði í búrinu þegar sykurlöngunin segir til sín.

 

Hvað myndir þú segja við stelpur og konur sem eru búnar að vera að hugsa um að breyta lífsstíl sínum en eiga erfitt með að taka fyrsta skrefið?

Settu sjálfa þig í fyrsta sætið! Ef þú hugsar vel um sjálfa þig þá geturðu gefið meira af þér til fjölskyldu og vina!

 

 

Viltu vera með í Valkyrjusamfélaginu?

Smelltu HÉR!