Hefur þú prófað að fara í hreinsun? 

Þú hefur líklega heyrt þetta orð áður, hreinsun. 

En það eru til svo margar útgáfur af hreinsunum, djúshreinsanir, föstur, alls konar kúrar og mitt uppáhalds, matarhreinsun. 

Í matarhreinsun erum við ekki að svelta líkamann, takmarka neyslu á mat eða fasta, heldur erum við að taka út ákveðnar fæðutegundir í ákveðinn tíma. Á meðan á hreinsun stendur  aukum við magn af ávaxta, grænmeti, hnetum, fræjum og baunum í mataræðinu okkar til að styðja við líkamann í úthreinsun af úrgangsefnum. Á meðan fær hann hvíld á fæðu eins og m.a unnum matvörum, mjólkurvörum og kjöti, ásamt mat sem inniheldur glúten, sykur og koffín.

Það sem mér finnst svo spennandi við svona hreinsanir er að fólk kynnist líkama sínum upp á nýtt og upplifir orku og vellíðan sem það vissi ekki að það gæti upplifað. Það uppgötvar jafnvel viðkvæmni gagnvart matvörum sem það vissi ekki að það hefði.

Fleiri ávinningar af matarhreinsun sem þú gætir upplifað: 

  • Meiri orka
  • Betri svefn
  • Sterkara ónæmiskerfi
  • Betri melting
  • Betra jafnvægi og vellíðan
  • Heilbrigðari húð, hár og neglur
  • Þyngdartap
  • Reynsla og lærdómur gagnvart mataræði og eigin líkama

Þrátt fyrir að við nefnum að einn ávinninganna við hreinsunina sé þyngdartap, þá viljum við alltaf reyna að hvetja fólk til þess líta framhjá því og einblína frekar á reynsluna út frá eigin vellíðan og að kynnast eigin líkama betur

Í Október erum við í Valkyrjunum að fara saman í gegnum 5 daga matarhreinsun og mig langaði að bjóða þér að vera með

Hérna sérðu eina girnilega uppskrift sem verður á matseðlinum 


Kúrbítsnúðlur 

-3 skammtar

  • 4-5 stórir kúrbítar (e. zucchini)
  • ½ -1 bolli kasjúhnetur – láttu þær liggja í bleyti yfir nótt
  • 1 paprika – litur að eigin vali
  • 1 tsk túrmerik EÐA 1 þumall rifin fersk túrmerik rót 
  • 1 msk karrý
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1 bolli kókosmjólk EÐA möndlumjólk
  • Smá steinselja
  • Salt og pipar
  • Val: 1 þumall rifin engiferrót

Aðferð:

  1. Spíralskerðu eða notaðu mandólínjárn fyrir kúrbítana – ekkiflysja þá. Leggðu svo kúrbítsnúðlurnar í stóra skál.
  2. Fyrir sósuna: Í blandara skaltu blanda saman kasjúhnetunum, túrmerikinu, karrýinu, salti, kókosmjólk, hvítlauksgeiranum og rifnu engiferinu. Blandaðu þar til sósan er orðin mjúk og kekkjalaus.
  3. Helltu sósunni yfir kúrbítinn í skálinni og blandaðu vel.
  4. Skerðu niður paprikuna og dreifðu yfir ásamt steinseljunni áður en þú berð réttinn fram.

 


 

Ég veit ekki með þig, en mér finnst þetta ótrúlega girnilegt og gott. Allar uppskriftirnar eru sérstaklega valdar til þess að hámarka næringu, styðja við heilsu og að sjálfsögðu þurfa þær að vera góðar og girnilegar 🙂 

Ef þig langar til þess að vera með og taka þátt í lifandi heilsusamfélagi í leiðinni, þá hvet ég þig til þess að skrá þig í dag og ná þér í 3 mánuði af Valkyrjuefni í leiðinni. 

 

Dagskrá síðustu mánaða hefur ekki verið af verri endanum, sjá eftirfarandi:

Hugarfar:  📿

Við skoðum hvernig daglegt hugarfar þú þarft að hafa til að ná árangri, fjöllum um sjálfstraust og hvernig þú getur fengið meira af því og skoðum sögurnar sem þú ert að segja sjálfri þér en halda mögulega aftur af þér.

Mataræði:  🥗

Þú færð fjölbreyttaruppskriftir og fræðslu um hvernig þú getur notað næringarríkt hráefni til að skapa fullkomna máltíð. Við köfum djúpt ofan í skipulag og gefum okkar bestu ráð svo þú getir sigrað vikuna þína. Þú færð leiðbeiningar frá A-Ö um hvernig þú getur haldið hina fullkomnu sumarveislu, fræðslu um próteinríka fæðu sem gleymist oft, tveggja vikna veganplan, kennslu um frjósemismataræðið, bætiefni og fleiri uppskriftir. 

Líkami: 🏃

Endalaust af góðum HIITFIT æfingum sem ég nýti mér daglega. Auk þeirra fylgja upphitanir, teygjumyndbönd, æfingar fyrir einstaka hluta líkamans eins og rass, core, efri og neðri líkama. Barnvænar æfingar, útiæfingar og svo margar fjölbreyttar hugmyndir til að hreyfa líkamann heimavið. 

 

Taktu af skarið í dag, skráðu þig og vertu ástfangin af líkama þínum og lífi  

Þangað til næst…

 

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi 

og HiiTFiT teymið