STERKARI

Á 16

Ertu komin með nóg af því að byrja og hætta í ræktinni?

Viltu finna eitthvað sem þú nýtur þess að gera og skapa lífsstíl sem endist?

Upplifir þú oft tímaleysi og að hreyfingin detti upp fyrir?

Ef þú vilt taka heilsuna í gegn og koma þér í form með öðrum hætti en þú hefur reynt áður vil ég hvetja þig til að vera með í mánaðar þjálfuninni Sterkari á 16Ef þér finnst þú hafa lítinn tíma til að sinna heilsunni, hreyfingu eða sjálfri þér þá er þetta þjálfun fyrir þig.

.

Er ekki komin tími til þess að prófa eitthvað nýtt, eitthvað sem virkar fyrir þig?

Hvenær settirðu sjálfa þig síðast í forgang?

Viltu verða sterkari, komast í form og líða vel?

Er erfitt að byrja og vantar þig hvatninguna?

Viltu eiga gæðastundir með börnunum eftir vinnu og njóta þess?

Upplifir þú þreytu og orkuleysi?

Hefurðu ekki tíma fyrir 1-2 klukkustunda líkamsrækt á dag?

Líkami og hugur!

Ég skil þig svo vel, þetta er einmitt það sem ég upplifði þegar ég byrjaði mitt heilsuferðalag. Ekki örvænta! Það eru aðrar leiðir til en að keyra sig áfram í ræktinni sex sinnum í viku til þess að komast í form og líða vel. 

Eftir að ég átti eldri son minn fór ég að leita leiða til að hreyfa mig reglulega í fæðingarorlofinu. Ég hafði ekki alltaf tök á að fara út og æfa á ákveðnum tímum fór ég að prófa mig áfram heima. Það kom mér mjög á óvart hversu ótrúlega góðum árangri var hægt að ná með stuttum og kröftugum æfingum á stofugólfinu heima.

 

Þessar æfingar hélt ég síðan áfram að þróa og skapaði þannig Sterkari á 16. Þar set ég líkamlega og andlega heilsu í forgang án þess að missa dýrmætan tíma frá börnunum eða öðrum mikilvægum verkefnum dagsins. Og ég vil endilega aðstoða þig við að koma hreyfingu, hollu mataræði og andlegri vellíðan inn í þína rútínu með Sterkari á 16 þjálfuninni.

„Góð eftrfylgni og flottar hugaræfingar“

Fyrir þjálfun var ég þreytt, orkulaus og með mikla sætindalöngun. Mér leist vel á Söru sem þjálfara og að geta æft heima og ákvað því að skella mér. Æfingarnar í Sterkari á 16 voru mjög flottar og vel upp byggðar. Eftirfylgnin er mjög góð og hugaræfingarnar flottar. Ég finn að Söru er ekki sama hvernig mér gengur, hún gefur góð svör og er hvetjandi.

Í dag langar mig ekki í nammi og passa að næra líkamann jafnt og þétt yfir daginn. Ég finn styrktarmun, sérstaklega í lærum og rassi og finn meiri löngun til að hreyfa mig. Ég á eftir að sakna þess að hafa ekki peppið frá Söru

Sólveig Friðriksdóttir

„Frábær, hvetjandi og nýstárleg. ekkert mál!“

Fyrir þjálfun var ég hreyfingarlaus.is. ég upplifði tímaleysi, orkuleysi og leti. Vinkona og starfsfélagi benti mér á Sterkari á 16 og mig langaði að prófa vegna þess að mér leist vel á þjálfarann. Ég upplifði þjálfun á mjög jákvæðan hátt! Engar þvinganir, bara jákvæð og hvetjandi viðbrögð hjá þjálfara.

Ég sá að það er ekkert mál að hreyfa sig daglega. Þarf ekki að vera flókið né taka langan tíma. Æfingarnar voru krefjandi og skemmtilegar og stuðningurinn mjög góður. Uppsetningin var frábær og nýstárleg og mér fannst best hvað æfingarnar tóku ekki langan tíma og hægt var að taka tvær í einu ef maður var í stuði

Ösp Ásgeirsdótir

„Komst loksins af stað og lærði fullt“

Fyrir Sterkari á 16 var ég í ágætu líkamlegu formi en hafði ekki æft markvisst í u.þ.b. tvö ár. Ég gaf mér ekki tíma í amstri dags til að æfa. Mig langaði að prófa þar sem mér leist vel á að geta gert æfingar heima. Það að vera með í svona prógrammi gefur líka ákveðið aðhald sem ég þarf á að halda.

Upplifunin var mjög góð. Mér fannst best hvað æfingarnar krefjandi, skemmtilegar og fjölbreyttar og að maður getur gert þær heima án mikils búnaðar. Líka gott að fá áminningar og hvatningu frá þjálfara í tölvupósti og á Facebook. Ég komst loksins af stað og lærði fullt af nýjum æfingum sem ég get notað í framtíðinni.

Elsa Guðný Björgvinsdóttir

„Þarf ekki að djöflast í ræktinni í 90 mín 5x í viku, fékk alveg jafn mikið útúr þessu“

Fyrir Sterkari á 16 kom ég mér ekki af stað að hreyfa mig. Ég hef aldrei prófað að æfa heima, en fannst þetta algjör snilld þar sem þetta var bara 16 mín og akkurat enginn afsökun til að gera þetta ekki, maður getur alltaf fundið 16 mín á hverjum degi.

Mér fannst þetta frábærar æfingar, allar, og ég sá að það þarf ekki að djöflast í ræktinni í 90 mín 5x i viku 🙂 Ég fékk alveg jafn mikið út úr þessu og því fannst best hvað þetta voru mjög skemmtilegar æfingar, stuttar, krefjandi og utanumhaldið mjög gott

Hulda María Ásgeirsdóttir

,,Ég er sterkari, uppfull af hvatningu og vissu um eigin getu. Ég veit núna að ég hef bara víst tíma til að gera æfingarnar. Sterkari á 16 gaf mér tæki og tól til að gera æfingarnar heima, sem passar mér mjög vel. Það er ekki hægt að ætla að taka til í lífsstílnum, nema taka til í hausnum á sér fyrst. Eftir stend ég með sterkari líkama og óbilandi trú á mína eigin getu og vissu um að ég geti náð markmiðunum mínum. Takk fyrir frábært námskeið og æðislegan stuðning. Þið hafið breytt lífi mínu“

Katrín Lilja Jónsdóttir

„Þetta var snilld“

Fyrir Sterkari á 16 var ég á erfiðum stað og ekki með nennið á hreinu. Mig langaði að prófa því þjálfun virkaði skilvirk og góð fyrir fólk með takmarkaðan tíma sem langar að æfa á sama tíma og sinna fjölskyldu og heimilisrekstri. Ég upplifði þjálfun mjög vel, það var mikil fjölbreytni og æfingarnar voru krefjandi, skemmtilegar og aldrei eins. 

Stuðningurinn var mjög góður og Sara hugsar vel um fólkið og var virk sjálf. Uppsetningin var glæsileg og þetta var snilld! 

Kolbrún Jónsdóttir

Hvað er innifalið í Sterkari á 16?

 • 20 nýjar æfingar sem þú getur gert hvar og hvenær sem er, án tækja og tóla á 16 mín
 • Matseðill með mínum uppáhalds uppskriftum og tillögur að daglegu matarplani
 • Hellingur af hollráðum og fræðslu um mataræði
 • Vikuleg verkefni og kennsluupptökur til að vinna með andlegu hliðina og hausinn
 • Markmiðaskjöl og önnur skjöl sem halda utan um árangurinn
 • Fjórar mismunandi upphitanir ásamt myndböndum
 • Myndbönd af öllum æfingunum
 • Ótakmarkaður stuðningur frá okkur í gegnum tölvupóst yfir tímabilið
 • Yfirferð frá HIITFiT teyminu á hugarverkefnum og aðstoð
Hverjir eru ávinningarnir?
 • Aukakílóunum fækkar/aukakílóin fjúkaog þú færð aukna orkuí staðinn
 • Þú öðlast nýja sýn á heilbrigðan lífsstíl og hreyfingu
 • Hugsanir þínar verða heilbrigðari og styðja betur við þig sjálfa
 • Þú upplifir meira jafnvægi og öryggií daglegu lífi
 • Líkami þinn verður sterkari og þú kemst í betra form
 • Andlega líðan þín blómstrar
 • Þú færð aukinn tíma til að sinna fjölskyldu, vinum og áhugamálum
 • Hreyfingin verður hluti af þinni rútínu og lífsstíl
 • Þú verður sjálfsöruggari,jákvæðariog bjartsýnni
 • Þolið þitt eykst og þú upplifir meiri líkamlega og andlega vellíðan
 • Þekking þín varðandi heilsu og heilbrigði eykst til muna

Fyrir hverjar er Sterkari á 16?

Sterkari á 16 er fyrir þig ef:
 • Þú vilt styrkja þig á skömmum tíma og fá stuðning til að byrja
 • Þig vilt laga mataræðið og fá meiri orku
 • Þig langar að komast í betra form og horfa stolt í spegilinn
 • Þú gerir þér grein fyrir því að þú þarft að vinna með hugann
 • Þig langar að vinna með sjálfa þig, setja þér stefnu, skýr markmið og ná þeim
 • Þú hefur lítinn tíma til þess að hreyfa þig en langar að koma hreyfingu inn í rútínuna
 • Þig langar að styrkja þig alhliða og stuðla að betri heilsu
 • Þig langar upplifa meiri orku, hreysti og vellíðan
 • Þig langar að prófa eitthvað nýtt og hafa gaman í leiðinni
 • Þú ert heilbrigður einstaklingur yfir 18 ára

Sterkari á 16 er EKKI fyrir þig ef
 • Þú ert með undirliggjandi sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, of háan blóðþrýsting eða annað sem þýðir að þú þurfir á nánu eftirliti að halda
 • Þú ert að fara keppa í fitness og þarft að einangra vöðvahópa
 • Þú ætlar að taka þátt í maraþoni og þarft að þjálfa við meðal álag til lengri tíma
 • Þú glímir við mikil meiðsli og/eða getur ekki framkvæmt mikið af æfingum
 • Þú hefur aldrei æft áður og þarft á persónulegri þjálfun að halda
 • Þú ert ekki tilbúin að breyta neinu hjá sjálfri þér og ert að leita að skyndilausn

Ef þú ert efins um að Sterkari á 16 henti þér, sendu þá okkur línu á hiitfit@hiitfit.is og við getum fundið út úr því saman.

Ég hef sett þekkingu mína, hjarta og sál, í Sterkari á 16 þannig þú fáir sem mest út úr henni og hægt er. Ég er handviss um að ef þú fylgir skrefunum og vinnur vinnuna þá munt þú uppskera svo margfalt til baka. Stuðningurinn í Sterkari á 16 stendur yfir í mánuð en þú hefur aðgang að heimasvæðinu áfram þannig þú getur endurtekið heimaæfingarnar, hugaræfingarnar og skoðað öll gögnin aftur og aftur.

ATH Black Friday tilboð 29. nóv – 2. des

 

Við verðlaunum þær sem eru ákveðnar í að taka þátt og bjóðum uppá glæsilega skráningarbónusa sem mun hjálpa þér að komast af stað, fá hugann með þér í lið og vera tilbúin að hefja glæ nýtt ferðalag í áttina að heilbrigðari lífsstíl sem þú elskar!

 

Með skráningu í Sterkari á 16 færðu ókeypis mánuð í Valkyrjunum og öllu sem því fylgir, ásamt 3 vikna persónulegum stuðningi frá HIITFIT teyminu að verðmæti 18.900 kr. !

Þú getur tekið Sterkari á 16 á þínum eigin hraða og átt allt efnið inná heimasvæðinu þínu áfram þrátt fyrir að persónulegum stuðningi sé lokið.

 Tryggðu þér sæti í dag og byrjaðu ferðalagið þitt!

Viltu frekar millifæra? Ekkert mál, smelltu hér fyrir upplýsingar

„Ég efaðist um að ég gæti þetta, en loksins kláraði ég!“ Fyrir þjálfun upplifði ég mikið tímaleysi og átti erfitt með að redda pössun. Mig langaði að upplifa meir vellíðan í líkamanum en ég var mjög efins um að ég gæti þetta en ákvað svo að slá til og sé ekki eftir því, því loksins kláraði ég! Mín upplifun af þjálfun er mjög góð, þetta eru geggjaðar æfingar sem rífa púlsinn vel upp. Andleg og líkamleg líðan er svo miklu betri og ég finn fyrir vellíðan þegar ég horfi í spegil og er sátt við sjálfan mig.

Mér fannst best að geta gert þetta heima á þeim tíma sem hentar mér, svo er frábært hvað þær taka lítinn tíma, maður á alltaf að geta fundið sér 30 mínútur yfir daginn fyrir sjálfan sig.

Sara María Davíðsdóttir

“Fjölbreyttar æfingar og mjög góður stuðningur”

Fyrir þjálfun hafði ég ekki æft markvist síðan mömmuleikfimin hætti síðasta sumar, ég hafði þyngst, var þreytt og verkjuð og fannst aldrei rétti tíminn til að byrja hvorki í ræktinni né breyta mataræðinu og ég upplifði mikinn tímaskort. Ávinningar úr þjálfun eru verkjaminni skrokkur, sef betur og mikið auðveldara að vakna á morgnana og stuðningurinn er mjög góður. 

Það besta við þjálfun eru fjölbreytni æfinga og stigvaxandi erfiðleikastig, góð og persónuleg eftirfylgni á Facebook, Finnst annars þessar æfingar æði! Gott að taka bara stuttan tíma en ná samt að svitna helling!! Mun halda þessu áfram og er búin að draga kallinn með í þetta líka

Fríða Guðný Birgisdóttir

„Dásamlegt að gera þetta heima og á svona stuttum tíma“

Fyrir þjálfun hafði ég ekki hreyft mig að ráði síðan börnin fæddust. Matarræðið ekki alveg eins gott og ég vildi hafa og ég upplifði tímaleysi nr 1,2 og 3. Mig langaði að prófa Sterkari á 16 því það hljómaði eins og draumur að geta komið sér í form með því að gera æfingar heima í stofu og ekki þurfa að senda börnin í pössun.

Þjálfun var flott í alla staði og ég upplifi meira sjálfstraust, vellíðan og meiri styrk. Æfingarnar eru krefjandi, skemmtilegar og góðar og stuðningurinn mjög góður. Dásamlegt að geta bara gert þetta heima og hvað þetta tekur stuttan tíma.

Guðrún Steindórsdóttir

“Best hvað þetta tók stuttan tíma, var skemmtilegt og vel haldið utanum mann”

„Fyrir þjálfun Hreyfði mig lítið sem ekkert og upplifði orkuleysi eftir vinnu. Ég var orðin of þung og langaði að fara að hreyfa mig, en þar sem að ég er mikið ein heima með börnin þá hentar mér ekki að fara í ræktina (vil ekki setja þau i gæslu eftir langan leikskóladag) svo þjálfun var fullkomin fyrir mig, þarf ekki að fara út úr húsi eða redda pössun fyrir börnin.

Eftir þjálfun upplifi ég svo miklu meiri orku og meira þol og ég finn hvað ég er orðin mun sterkari! Mér líður svo miklu betur og sykurlöngun svo sáralítil. Æfingarnar eru krefjandi og skemmtilegar og stuðningurinn mjög góður. Mér fannst best hvað þetta tók stuttan tíma, var skemmtilegt og vel haldið utanum mann, þetta er snilld!Takk kærlega fyrir æðislegt námskeið og að hjálpa mér af stað!“ 

Kolbrún Ósk Eyþórsdóttir

“Hefði aldrei trúað því að fjarþjálfun gæti hjálpað mér svona mikið”

Fyrir þjálfun var ekki nógu dugleg að drífa mig á stað og fann oft einhverja afsökun til að vera bara heima. Var alltaf þreytt og ég fékk mér að borða það sem var einfalt og auðvelt að grípa í og alltaf fékk ég samviskubit sem braut mig ennþá meira niður. Ég var orðin þreytt á sjálfri mér og ég vissi að ég þyrfti eitthvað til að koma mér á stað og halda mér einbeittri.

Ég hefði aldrei getað trúað því að fjarþjálfun eins og þessi gæti hjálpað mér svona mikið. Þetta var mjög þægilegt þar sem maður fær leiðbeiningar um bæði æfingar og mataræði og tala nú ekki um hvatninguna sem hélt manni gangandi.. Ég hefði aldrei getað trúað því að fjarþjálfun eins og þessi gæti hjálpað mér svona mikið. Þetta var mjög þægilegt þar sem maður fær leiðbeiningar um bæði æfingar og mataræði og tala nú ekki um hvatninguna sem hélt manni gangandi.

Guðrún Hjartardóttir

„Úr sófakartöflu í íþróttaálf, er ný og betri kona“

Fyrir þjálfun var ég mjög illa stödd, 103 kg hreyfði mig lítið sem ekkert borðaði mikið af sætindum og óhollum mat og borðaði oftast hömlulaust. Alltaf þreytt og með verki um allan líkamann. ég var alltaf á byrjunarreit, alltaf að ná góðum árangri og springa svo eins og blaðra og eyðileggja allt, aftur og aftur.

Ávinningar eftir þjálfun eru betri andleg líðan, jákvæðni og STYRKURFullt af nýjum siðum, breytt mataræði, breyttar svefnvenjur, breyttist úr sófakartöflu í íþróttaálf, breytt hugarfar, engin boð og bönn og ekkert ónýtt sem sagt ný betri og breytt kona! 8 kg farin á tæpum 2 mánuðum. Mér finnst best að finna hvað maður styrkist fljótt og hvað andlega hliðin léttist. Ég geri þetta á mínum forsendum, mínum hraða og með mínu lagi og það virkar og mér líður vel.

Hólmfríður Birgisdóttir

“Þetta er svo mikið frelsi, bara frábært”

Fyrir þjálfun var ég á byrjunarreit, ekki hreyft mig sl 1 1/2 ár og andleg heilsa eftir því og orkuleysi, mataræði í óreglu og mikil sykurlöngun. Ég upplifði mikið tímaleysi og á erfitt að fara í ræktina.

Þannig þessi þjálfun var bara eins og hönnuð fyrir mig! Stuttar æfingar sem ég get gert hvar sem er, þarf ekki að fara í ræktina. Í Hiitfit veit ég að hverju ég geng, veit að ég mun klára æfinguna áður en ég byrja og það er hvetjandi. Æfingarnar eru virkilega fjölbreyttar og taka vel á.

Í dag er betri líðan, meiri styrkur, ég er farin að passa betur í fötin mín. Orka og úthald betra og mataræðið mun betra. Það besta við þjálfun voru stuttar æfingar, tékka mig inn-hvatning, Facebook hópurinn, umræðurnar og videó af öllum æfingunum.

Það er svo mikið frelsi við það að æfa heima! Það er enginn að horfa á þig, skiptir engu þótt maður sé í ósamstæðum íþróttafötum, ég æfi þegar ég hef tíma.. Þetta er bara frábært !“ 

.

Thelma Dröfn

“Áhugaverð og öðruvísi nálgun” Fyrir þjálfun var ég í mjög slæmu formi líkamlega sem var farið að smita yfir í andlegu hliðina. Gat ekki gert marga hluti sem mig langaði til. Líkamlega formið var farið að setja strik í reikninginn þegar kom að ungri dóttur minni.

Mér þótti þessi nálgun áhugaverð og öðruvísi, maður notaði alltaf afsökunina„æhj ég hef ekki tíma til að fara í gymmið“ en þarna gat maður ekki sagt það. Bara smella dýnu á gólfið heima og bretta upp ermar.Tekur enga stund og púlsinn keyrist fljótt og vel upp. Mér þykir líka afskaplega gott að sjá loksins einhvern sem leggur ekki bilaðslega áherslu á fæðubótarefni og próteindrykki.

Eftir þjálfun var ég ánægðari með sjálfa mig – stoltari af mér sjálfri. Fyrir það að hafa tekið þetta skref (að skrá mig í þjálfun) og eins eftir hverja æfingu, að hafa drifið mig af stað og spriklað smá.Það sem stendur uppúr er hvað Sara hélt vel utanum hópinn, tjékkar inn á hverjum degi og hvetur okkur áfram. Aldrei lengi að svara fyrirspurnum, Thumbs up með það. Mjög flott prógram.

Hólmfríður Pálmarsdóttir

„Mér finnst ég kunna og vita miklu meira, Þetta var frábært! Takk“

Þessi þjálfun er sviti, sviti, svitabað og hefur heldur betur verið algjör snilld og ég er svakalega ánægð með minn árangur. Æfingarnar voru alveg magnaðar. Algjör snilld að fá svona faglega aðstoð við að gera æfingarnar.

Svo finnst mér líka ómissandi að vera partur af hóp, maður er ekki EINN og alltaf spennandi að byrja á nýrri viku. Þjálfarinn skiptir líka miklu máli og er Sara svakalega klár og flink í því sem hún er að gera, hún er einlæg og metnaðarfull og virkar mjög drífandi/hvetjandi manneskja sem hefur mikið að segja þegar maður er að drattast á lappirnar:)  Þetta er persónuleg og góð þjálfun og flott að fá fróðleiksmolana og hugaræfingarnar meðfram æfingunum.

Eftir þjálfun upplifði ég aukna orku, aukinn kraft, meiri gleði og áræðni. Í viku 4 var ég allt í einu farin að koma hlutum í verk á kvöldin sem að gerðist nánast aldrei.

Sendi þér innilegar þakkir fyrir frábært námskeið, nú hef ég öðlast innsýn inn í hvað hægt er að gera til að halda sér í formi og auka eigin getu. Mér finnst ég kunna og vita miklu meira heldur en ég gerði og treysti mér í rauninni alveg til að halda þessu áfram á eigin vegum. Þetta var frábært! Takk <3

Dagbjört Drífa Thorlacius