HiiTFiT teymið

Markmið HiiTFiT er að hjálpa konum verða sterkari, hraustari og lifa heilbrigðu og hamingjusömu lífi. Saman setjum við niður raunsæ skref og sköpum heilbrigðan lífsstíl sem þú elskar í gegnum námskeið og lifandi samfélag og vegum HiiTFiT.

Við hjálpum þér að gera hreyfingu aðgengilega og eitthvað sem þú getur gert hvar og hvenær sem er, án þess að kaupa þér kort í ræktina eða að það taki of mikinn tíma frá þér.

Sara Barðdal

stofnandi HiiTFiT er móðir, ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi frá Institute of Integrative Nutrition og viðskiptafræðingur frá HR. Í dag býr hún í Sonderborg í Danmörku ásamt tveimur drengjum og manni. Hún stofnaði HiiTFiT með það markmið í huga að allir hafi tækifæri á að upplifa þá vellíðan og kraft sem fylgir hreyfingu og að sinna heilsunni. Síðustu ár hefur kviknað brennandi áhugi hjá Söru að læra allt um kraft hugans og muninn hjá fólki sem nær árangri og þeim sem gera það ekki. Sara elskar allt sem tengist andlegri og líkamlegri heilsu ásamt því að skrifa, deila og hvetja aðra í gegnum vinnu sína hjá HiiTFiT.

,,Að vera hraustur, fullur af orku og gleði er eitt af því dýrmætasta sem við getum upplifað í okkar lífi” segir Sara. Þegar móðir hennar Söru greindist með krabbamein fyrir 2008 skall það á henni að heilsa okkar skiptir öllu máli.

“Þér hefur verið gefinn einn líkami og þú þarft að hugsa vel um hann til þess að geta lifað lífinu til fulls með ástvinum, því um leið og heilsan er farin getur verið erfitt að snúa aftur.,,

Sylvía

er einkaþjálfari sem er búsett á Spáni með maka og 5 ára brosmilda syni sínum. Hún starfar einnig á heilsu retriet í Albir og er menntaður ferðamálafræðingur og mikil áhugamanneskja um allt sem tengist heildræna nálgun á heilsu. Sylvía elskar náttúruna og útivist, fjölbreytta hreyfingu eins og jóga og crossfit, hollan og gómsætan mat, hugleiðslu, uppbyggjandi bækur, podcasts og að iðka núvitund.

Sylvía er stuðningsfulltrúi hjá HiitFiT en það er fátt sem gleður hana jafn mikið eins og að sjá aðra blómstra. Ferðalagið byrjaði með heilsu hugans, fljótlega eftir fylgdi mataræðið og svo hófst fyrir alvöru hreyfingin og hefur mjög margt breyst síðan þá, “Hugur, líkami og sál” er hennar mottó og vill hún vera hluti af því að hjálpa öðrum gera breytinga, og styðja konur í að sjá tækifærin og möguleikana sem í þeim býr!

Heiða Dís

er ljósmyndari og margmiðlunarhönnuður. Hún býr í Grindavík með fjölskyldu sinni og rekur ljósmyndastofuna Stúdíó Dís í Hafnarfirði. Henni finnst gaman að dansa í zumba, teyja sig í yoga og sinna hugleiðslu og andlegri heilsu.

Hjá HiiTFiT sér Heiða Dís um uppsetningu og hönnun á stafrænu markaðsefni. Sinnir heimasíðunni hiitfit.is með innsetningu á efni sem Sara og Sylvía hafa svo skemmtilega sett saman bæði til stuðnings og fróðleiks fyrir þær duglegu og flottu konur sem eru að hefja nýjan lífstíl með HiiTFiT.