Ég skapaði Valkyrjurnar svo þú gætir náð þínum markmiðum á raunhæfan hátt. Ég veit að tíminn er oft naumur en það þarf ekki að taka langan tíma á degi hverjum að hugsa vel um heilsuna. Valkyrjusamfélagið heldur þér svo við efnið og kemur þér enn lengra og ég trúi því með öllu hjarta að ef þú skuldbindur þig til þess að gera vinnuna og gefst ekki upp, muntu finna þína lausn að heilbrigðum lífsstíl sem þú elskar – þú leggur ekki í langt ferðalag ein og stuðningslaus.

Sara Barðdal, ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

Af hverju við hugsum um heilsuna..

Það er afmælisvika hjá HIITFIT alla vikuna, þar sem Sara náði 32 ára aldri í gær 😉 Fjúddí fjúdd!! Við stelpurnar hjá HIITFIT höfum svo sannarlega verið að fara í gegnum stormasamt og alls konar áskoranir í persónulega lífinu okkar þetta árið. En við erum...

read more

32 ára í dag! 3+2 = 5 lexíur ársins

Ég á afmæli í dag! Ég er þakklát fyrir enn annað árið, lærdóminn og vöxtinn sem hefur átt sér stað. Mér finnst alltaf gott að líta aðeins til baka yfir síðastliðið ár til þess að taka inn það sem hefur átt sér stað, þetta góða og þetta erfiða. Það er...

read more

Fáðu tól til að styrkja varnirnar þínar hér…

Núna skiptir öllu máli að styrkja sínar innri varnir, ónæmiskerfið þitt er það sem mun hjálpa þér að berjast gegn öllum óboðnum gestum, þannig ég hvet þig til þess að hugsa extra vel um sjálfa þig næstu vikurnar (og helst áfram). Ég tók saman nokkur ráð og...

read more

Leyndarmálið hennar Sylvíu þjálfara

 Öll erum við með hugsanir og viðhorf sem vinna gegn markmiðunum okkar. Ég og Sylvía höfum mikið verið að skoða takmarkandi viðhorf og ég mátti til að spyrja hana hver hennar væru. Það kom mér nokkuð á óvart að henni finnist hún ekki hafa tíma til að...

read more

Ókeypis masterclass í markmiðasetningu

Áttu stundum erfitt með að ná markmiðunum þínum? Ég held að við getum allar sagt JÁ við þeirri spurningu.Meira að segja í dag, þá klikka ég stundum á mínum, en málið er að ég veit nákvæmlega af hverju það gerist. En það var alls ekki alltaf þannig. Ég átti...

read more

Lofaðu að gera EKKI þessi mistök um áramótin…

Vonandi hafa jólin verið yndisleg hjá þér og fjölskyldunni þinni.  Núna styttist heldur betur í ný tímamót, nýr áratugur er að hefjast.  Hefurðu staldrað við og litið yfir síðustu 10 ár? Sérðu hvað þú hefur gert mikið á síðustu 10 árum?  ,,Við ofmetum oft...

read more

Tilkynning: Uppfært og betra samfélag!

Í dag er ég ótrúlega peppuð því það er loksins komið að því að ég geti deilt með þér því sem við höfum verið að vinna að!  En í dag opnaðist fyrir glænýtt heimasvæði og uppsetningu hjá Valkyrjunum!!  Valkyrjurnar hafa verið í sífelli þróun frá byrjun og var upphaflega...

read more
Instagram post 17901400957517074 🎈Við bjóðum þér að vera með þér að kostnaðarlausu🎈

🎈LIVE æfingar

🎈Hugaræfing

🎈Samfélag og stuðningur

🎈Fyrirlestur

🎈Heimaæfingar

🎈Hugleiðslur

Mánudaginn 24. ágúst hefst fjörið og stendur yfir í viku! 

Skráðu þig núna og ekki missa af neinu 🥳🎈
Instagram post 17927033737419924 Við hefjum innan skamms skráningar í nýjan KICKSTART hóp Valkyrjanna! 😍 Hefur þú áhuga? ⠀
80% þeirra sem skrá sig segja að það hafi verið útaf áherslunni á andlega hlutann sem þær velja HIITFIT. Það gleður okkur ótrúlega mikið að heyra því við vitum að þetta er n.r 1, 2 og 3 þegar kemur að langtímabreytingum. Heilbrigður lífsstíll er nefnilega langhlaup en ekki spretthlaup og því er mikilvægi að vinna saman með huga, líkama og sál. Ert þú tilbúin að byrja haustið með fókus og nýrri forgangsröðun? Sendu okkur DM ef svo er...⠀
Ef þú þekkir einhverjar sem gætu haft áhuga, láttu þær líka vita
Instagram post 18067127476230368 Við erum alltaf að upplifa mini ævintýri, ef við leggjum okkar fókus þangað 🥳

Það þarf ekki endilega að breyta miklu til að upplifa lífið á annan hátt. Stundum þarf bara að breyta okkar fókus og taka eftir þvi sem við nú þegar höfum og erum að upplifa. 😊

Þetta hefur verið einn af okkar fókus í sumar með Valkyrjunum, við Sara og yndislegu konurnar i samfélaginu okkar höfum verið að bæta inn mini ævintýrum og taka eftir þeim ævintyrum sem við þegar erum að upplifa.

Þetta bæði kennir okkur, leyfir okkur að upplifa meiri núvitund og ekki síst meiri gleði 😍

Ert þú að upplifa mini ævintýri þetta sumarið? 😁🙏
Instagram post 18074488141211641 Við Sara erum einstaklega heppnar og þakklátar fyrir hvor aðra, við kynntumst i gegnum Skype i lok ars 2018 þegar okkar vinnuleiðir lágu saman 🙏🥳

Ekki vissum við hversu djúp vinátta myndi myndast við þá ákvörðun 😍 með kærleik, virðingu og trausti. 

Búandi i sitthvoru landi stoppaði okkur ekki en alltaf er hægt að finna lausnir. 

Að mynda og halda djúpum tengingum eru ein af okkar þörfum sem manneskjur og oft ekki nægur fókus settur þangað. 

Við fókusum á að mynda þær, i samfélaginu, með LIVE viðburðum, hlýju og stuðning og allar i samfélaginu standa saman á ferðalaginu. Samfélagið samanstendur að konum með sama fókus, á velliðan, á sjalfsumhyggju, á heilsu!

Taktu þetta með okkur 🙏
Gerum þetta saman ❤️
Instagram post 17857752986109014 Ertu nokkuð að berja þig niður yfir því að hafa "misst" allt niður í sumar? ⠀
Það er svo mikilvægt að hugsa um heilbrigðan lífsstíl sem síbreytilegan. Hann getur ekki verið eins allt árið um kring. Því málið er að lífið er síbreytilegt, rútínan okkar breytist, við förum í gegnum breytingar, við förum í ferðalög, sumarfrí, við göngum í gegnum erfiða tíma, áföll, missi, byrjum í nýjum vinnum, förum í nám, eignumst börn. Allir þessir hlutir hafa áhrif og við þurfum að finna nýtt jafnvægi á hverjum tímapunkti fyrir sig. ⠀
Hefurðu verið að hugsa heilbrigðan lífsstíl sem⠀
❌5-6 æfingar á viku⠀
❌100% mataræði 6-7 daga vikunnar ⠀
❌Halda fullkomnu plani alltaf⠀
Ef svo er þá viljum við hvetja þig til þess að sleppa þeim hugsunarhætti. Því það er alls ekki raunhæft og vinnur í rauninni gegn þér. Við bjóðum þér að horfa á heilbrigði á eftirfarandi hátt. ⠀
✅Gerðu þitt besta í hreyfingu á hverjum tímapunkti fyrir sig. Stundum nærðu að hreyfa þig 5 sinnum í viku, stundum 2. Frábært! ⠀
✅Reyndu að halda eins miklu af ferskum og góðum mat inní rútínunni. Stundum nærðu að borða hreinan og næringarríkan mat alla vikuna. Stundum nærðu 2 boostum og 1 salati. Gerðu þitt besta og vertu meðvituð um valið þitt að hverju sinni. ⠀
✅Stundum erum við í rútínu, stundum ekki. Stundum koma uppákomur sem við ráðum ekki við, stundum ekki. Við verðum að vera viðbúnar að lífið er ekki alltaf í föstum skorðum og þá er mikilvægt að forgangsraða hvað þú vilt leggja áherslu á og finna nýtt jafnvægi. ⠀
⠀
Við höfum heldur betur fundið fyrir þessu síðustu vikurnar þar sem það er búið að vera lítið rútína og miklar breytingar. En við einblínum á litlu skrefin, komum inn einhverri hreyfingu í staðinn fyrir engri. Veljum yfirleitt betri kostinn sé hann fyrir hendi og munum að þetta er bara tímabundið. Ert þú tilbúin að hugsa hlutina öðruvísi og kveðja þennan "all or nothing" hugsunarhátt? Tvíklikkaðu á myndina ef þú ert til! ❤️❤️