Upplifir þú tímaleysi þegar kemur að því að hreyfa þig reglulega?

Vantar þig hvatninguna til að byrja að hreyfa þig og langar að prófa eitthvað nýtt?

 

Taktu þá þátt í 2 vikna ókeypis þjálfun og komdu þér í gang heima í stofu með snöggum og áhrifamiklum æfingum ásamt hópi af hvetjandi stelpum sem eru að gera það sama og þú

 

Ég heiti Sara Barðdal og er ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, ég vinn við að gera hreyfingu aðgengilega þannig að þú getir sinnt heilsunni hvar og hvenær sem er, án þess að það taki of mikinn tíma frá þér. Mitt markmið er að hjálpa fólki verða hraustara og komast í betra form, á skemmtilegan og einfaldan máta svo að þú getir lifað lífinu sem hamingjusamari og orkumeiri einstaklingur

Þegar ég var að taka mín fyrstu skref kom það mér á óvart hvað hægt var að ná góðum árangri með stuttum og kröftugum æfingum þar sem ég hélt alltaf að ég þyrfti að mæta á hverjum degi í ræktinni og keyra mig áfram í 1-2 klst í senn.

En það eru aðrar leiðir og ef þú heldur að þetta sé eitthvað fyrir þig þá vil ég hvetja þig til þess að vera með og leyfa mér að styðja þig í að setja heilsuna í forgang með því að koma hreyfingu og góðum siðum inn í rútínuna þína í sumar. 

 

Hvað er innifalið í FiT á 14 þjálfun:

 

  • 2 vikna plan af stuttum og góðum æfingum í hverri viku sem þú getur gert hvar og hvenær sem er, án tækja og tóla.
  • Tillögur að upphitun fyrir æfingarnar
  • 5 daga matseðill með gómsætum uppskriftum sem ég mæli með ásamt innkaupalista
  • Mikla hvatningu og fræðslu um heilsu, hugarfar og mataræði
  • Mínar ráðleggingar varðandi algengustu hindranir sem fólk lendir í tengslum við heilbrigðan lífsstíl
  • Myndbönd af öllum æfingum 
  • Lokaður facebook hópur þar sem þú getur fengið persónulega aðstoð frá mér og hvatningu
  • Skemmtilegur leikur og glæsilegir vinningar fyrir þátttakendur

Hvað græðir þú á að taka þátt?

 

Ef þú fylgir skrefunum sem ég gef þér þá veit ég að þú gætir upplifað:

 

  • Sterkari líkama, komist í betra form og aukið þolið þitt
  • Þyngdartap (ef það er markmiðið þitt) og meiri orku
  • Betri andlega líðan, meiri jákvæðni og gleði.
  • Nýjar hugmyndir í mataræði, sterkara hugarfar og nýja sýn á heilbrigðan lífsstíl
  • glæsilega vinninga

 

En fyrst og fremst verður þetta ótrúlega skemmtilegt og hvetjandi!

Ég elskaði hvað þetta tók stuttan tíma, hvað ég gat svitnað á gólfinu heima hjá mér á no time! Það var best, þetta eru snilldar æfingar ? – Margrét Erla Sigríðardóttir Gourmand

Það er svo mikið frelsi við það að æfa heima! Það er enginn að horfa á þig, skiptir engu þótt maður sé í ósamstæðum íþróttafötum, ég æfi þegar ég hef tíma.. Þetta er bara frábært !” – Thelma Dröfn

Ég upplifi betri líkamlega og andlega líðan og Sara er dásamlegur þjálfari. Vigtin hjá mér fer líka hratt niður og það hefur bara ekki gerst á svona stuttum tíma áður.“ – Sara Lind Dagbjartsdóttir

Ég er svo ánægð með hvað Sara er með heilbrigða og góða nálgun og hugsað útfrá því að þessar breytingar endist, bæði hvað varðar mataræði og hreyfingu. – Hjördís Inga Hjörleifsdóttir

FiT á 14 er lokið að þessu sinni – Skráning í „Sterkari á 16“ þjálfun er hafin

Smelltu hér að kynntu þér málið

Ég sá að það er ekkert mál að hreyfa sig daglega, þarf ekki að vera flókið né taka langan tíma. Æfingarnar voru krefjandi og skemmtilegar og stuðningurinn mjög góður. Uppsetningin var frábær og nýstárleg og mér fannst best hvað æfingarnar tóku ekki langan tíma – Ösp Ásgeirsdóttir

Ég er orkumeiri, sterkari og jákvæðari eftir þjálfun og mér fannst best að geta alltaf fundið tíma til að gera æfingarnar. Alveg án samviskubits yfir fjarveru frá heimili og börnum. Æfingarnar voru stuttar en krefjandi, alveg eins og ég vil hafa þær”. – Hanna Sigrún Helgadóttir

ATH!

Smáa en mikilvæga letrið:

Þessi áskorun er EKKI fyrir þig:

  • Ef þú ert með undirliggjandi sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, of háan blóðþrýsting eða annað sem þýðir að þú þurfir á nánu eftirliti að halda.
  • Ef þú glímir við mikil meiðsli og/eða getur ekki framkvæmt mikið af æfingum.
  • Ef þú hefur aldrei æft áður og þarft á meiri persónulegri aðstoð.

Með skráningu tekur þú sjálf/ur ábyrgð á líkama og heilsu og þarft að geta metið hvar þín eigin mörk liggja.