„Sé ekki eftir að hafa skráð mig í þetta“

„Þjálfun er frábær. Mikið aðhald ef maður vill og mikil fræðsla. En maður getur samt gert þetta á eigin hraða. Er bara allt önnur manneskja og held ég hafi sjaldan verið eins verkjalítil í svona langan tíma í einu! Sé sko ekki eftir að hafa skráð mig í þetta! Engin löngun í neitt óhollt sem ég eiginlega trúi ekki!“  – Dóra Hrund Gunnarsdóttir

 „Orkumeiri og leið betur andlega. ekki skemmdi að ég missti nokkur kíló í leiðinni“

Fyrir þjálfun var ég ekki í miklu formi, var alltaf á fullu og þvílíkt orkulaus. Mig langaði að prófa því mér finnst gaman að hreyfa mig en hafði ekki tíma til að eyða rúmlega 2 tímum á dag til að koma mér í ræktina. Ég upplifði æfingarnar mjög vel, þær voru krefjandi og skemmtilegar og stuðningurinn góður.

Eftir þjálfun leið mér mun betur, var orkumeiri og leið betur andlega. ekki skemmdi að ég missti nokkur kíló í leiðinni 🙂 Mér fannst best við þjálfun að geta tekið hana þegar mér hentaði og það fór þægilega stuttur tími í hana. – Svandís Lilja

“Þjálfun frábær, mikið pepp og stuðningur”

„Fyrir þjálfun kom ég mér ekki af stað og fann mér afsaknir. Mig langar að vera í góðu formi en langar ekki að setja barnið mitt í barnapössun í líkamsræktarstöð eftir að hún hefur verið í leikskólanum allan daginn. Því þótti mér góð hugmynd að skrá mig.

Þjálfunin var að mínu mati frábær og ég er mjög ánægð með hana. Sara gaf manni mikið pepp og jákvæðan stuðning. Mataræðið hefur verið á góðu róli hjá mér og ég mönsa lítið sem er æði. Finnst best að hægt sé að gera þetta heima, allt peppið og leiðbeiningar með mataræði.

Þetta hefur haft áhrif á mig og mína líðan. Ég er ekki hætt ég ætla mér að halda áfram og mig langar að verða flott og ánægð með mig til framtíðar og gera þetta að mínum lífsstíl. Takk fyrir mig <3 

“Kom hreyfingu inní rútínu dagsins”

Fyrir þjálfun var ég að byrja aftur eftir langa pásu og ég kom mér aldrei af stað í ræktina þannig mér fannst svo flott að geta tekið á því heima.Ávinningar í þjálfun voru að ég kom hreyfingu inn í rútínu dagsins, æfingarnar voru krefjandi, góðar og skemmtilegar og stuðningurinn góður. Uppsetningin var einföld sem hentaði mér mjög vel og mér fannst best að geta æft heima þegar stelpan er sofandi.  – Sigurrós Jónsdóttir

“Fannst best að geta æft heima”

„Fyrir þjálfun var ég rosalega þreytt en mig langaði að prófa þjálfun því hún tekur svo stuttan tíma. Mér fannst þægilegt að æfa heima og þjálfunin var erfið en skemmtileg og stuðningurinn góður og mér fannst best að geta æft heima.“  – Þyri Þorsteinsdóttir

“Fékk góðar harðsperrur”

„Ég var ekki búin að hreyfa mig lengi þar sem að ég aldrei fann rétta tímann. Dóttir mín er 1 1/2 árs og ég er í fullri vinnu, þannig að þar var erfitt að réttlæta að fara út að hlaupa eða í ræktina þá fáu tíma sem ég fæ með henni á dag. Æfingarnar voru mjög góðar og mér fannst þær vel samsettar. Ég fékk góðar harðsperrur og fann fyrir því að þetta var vel út pælt. Mér fannst best að það er hægt að gera þær heima og að þær taka stuttan tíma.“ – Nína Baldursdóttir

Vááá ég er að elska þetta svo mikið ! ? Tók „óvart“ æfingu 3 aftur strax á eftir 5 ? .. gaat bara ekki hætt! ?- Hulda María Ásgeirsdóttir

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!