Vilt þú starfa hjá fyrirtæki sem vinnur við að hjálpa öðrum konum?

Viltu upplifa það að vinnan þín skipti máli og sé að snerta líf annarra?

Þar sem fyrirtækið er sívaxandi er ég núna að leita mér að leita að snillingi sem getur hjálpað til við dagleg störf HiiTFiT.is ásamt tilfallandi verkefnum.

Ég er að leita af einstaklingi sem er:
 • Góður í samskiptum og þjónustu við viðskiptavini – Þjónustumiðuð 
 • Jákvæð, skipulögð og sjálfstæð í vinnubrögðum
 • Hefur áhuga á heilsu og þekkir eitthvað til á því sviði
 • Er klár í tækni og ekki hrædd við forrit eða nýjungar
 • Kann sig til í kringum vefsíður og önnur algeng forrit sem notaðar eru hjá netfyrirtækjum
 • Er fljót að læra og er óhrædd við að koma með hugmyndir
 • Með þekkingu á samfélagsmiðlum og eða áhuga á markaðssetningu á netinu
 • Með gott auga fyrir hönnun og stafrænni uppsetningu
 • Metnaðarfull, drifin og finnst skipta máli af skila af sér vönduðum vinnubrögðum

 

 

Verkefnin sem viðkomandi tæki að sér væri m.a:
 • Svara tölvupóstum frá viðskiptavinum og öðrum fyrirspurnum
 • Huga að þjónustu og verkefnum í kringum Valkyrjur (lifandi samfélag HiiTFiT.is)
 • Hvetja og svara inná Facebook síðu fyrirtækisins og hópum sem tilheyra HiiTFiT.is 
 • Vinna með efni fyrir samfélagsmiðla
 • Aðstoða við sköpun og uppsetningu efnis fyrir þjálfanir
 • Skrifa fréttabréf, hjálpa við hugmyndaöflun og uppsetningu
 • Aðstoða við tilfallandi verkefni sem koma upp

 

Tímaskuldbinding:

Um er að ræða hlutastarf sem verktaki og þarf viðkomandi að geta verið til staðar 1-2 klst á dag og meira á álagstímum. 

 

Kostir við að vinna hjá mér eru m.a að þú færð:
 • Sveigjanlegan vinnutíma og tækifæri á að stjórna tíma þínum sjálf
 • Möguleika á að vinna hvar sem er á fartölvunni þinni
 • Að vinna hjá fyrirtæki sem hjálpar öðrum konum
 • Tækifæri til að láta gott að þér leiða
 • Aðgang að öllu efni í þjálfun
 • Tækifæri á að taka þátt í nýsköpun hjá nýju og vaxandi fyrirtæki 

 

Ef þú ert með reynslu eða þekkingu á eftirfarandi sviðum er það kostur:
 • Þekkingu eða hafa áhuga á heilsu (mataræði, hreyfing og heilbrigð hugsun)
 • Þekking eða menntun í markaðsfræði
 • Reynslu við þjónustu við viðskiptavini í gegnum tölvupóst eða annan miðil. 
 • Reynslu við uppsetningu á texta, skjölum eða greinum.  
 • Reynslu eða þekkingu á stafrænni hönnun 

 

Ef þú þekkir einhvern sem gæti haft áhuga deildu þessu endilega áfram ! 

Umsóknarfrestur er til 21 mars. 

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!