BLÓMSTRAÐU

– 4 vikna umbreytingaþjálfun –

Góður og persónulegur stuðningur er mikilvægur til að geta vaxið og þroskast, brotist í gegnum þær ósýnilegu hömlur sem þú hefur byggt í kringum líf þitt og árangur.

Undirmeðvitundin þín, viðhorf og lífssýn eru ekki eitthvað sem varð til í gær, heldur hafa þessir hlutir mótast frá barnæsku. Oft þarf að fara dýpra inn í undirmeðvitundina og vinna í hlutum sem ná langt aftur til að losna undan takmarkandi viðhorfum sem vinna gegn árangrinum þínum og draumum. Þessi viðhorf geta verið ástæða þess að okkur finnst við föst á sama stað og náum ekki að komast í áfram.

 

Umbreytingaþjálfunin Blómstraðu er hönnuð með það í huga að hjálpa þér við að vaxa, brjótast í gegnum þínar eigin hömlur og blómstra á öllum sviðum lífs þíns. Þú getur viljað bæta heilsuna, verða sjálfsöruggari í leik og starfi, geta gefið betur af þér til fjölskyldu og vina eða bara verið sterkari og sáttari í eigin skinni.

Hvað sem það er – Blómstraðu getur aðstoðað þig við að komast þangað; vaxa, dafna og blómstra!

Ertu tilbúin að taka skref í átt að draumum þínum?

Hvað er Blómstraðu?

Blómstraðu er persónulegasta þjálfunin sem í boði er og er hún algjörlega sniðin út frá þeim stað sem þú ert á í dag, með þín markmið og þarfir að leiðarljósi. Þjálfunin byggist á því að gera langtímabreytingar á þínum venjum, sem hefur sannað sig að virkar,  þar sem þú færð allan þann stuðning sem þú þarft á að halda, hvatningu, innsýn, þekkingu og tól til að sigrast á þínum helstu hindrunum.

Í upphafi kynnistu sjálfri þér upp á nýtt og með þjálfaranum þínum skoðarðu þær leiðir þú hefur valið hingað til. Í kjölfarið setjið þið niður markmið og skref sem byggja upp lífsstíl sem leiðir til þinna draumum. Þjálfunin tryggir að þú sért alltaf að vaxa og þroskast, bæði líkamlega og andlega, þar sem þú styrkist, upplifir aukna vellíðan og kemst yfir þær hindranir sem standa í veginum.

Blómstraðu fer fram á internetinu, með hjálp forritsins Zoom. Þú færð fjögur 60 mínútna þjálfunarsímtöl með þjálfaranum þínum ásamt náinni eftirfylgni í gegnum tölvupóst og heimaverkefni sem hjálpa þér að fylgja breytingunum eftir.

Hvað er innifalið?
  • 4 x 60 mínútna persónuleg þjálfunarsímtöl, sérsniðin að þínum þörfum og markmiðum
  • 4 vikna stuðningur og persónuleg eftirfylgni
  • Vikuleg heimaverkefni og skýr skref í átt að árangri
  • Ótakmarkaður aðgangur að Sylvíu þjálfara
  • Ný tæki og tól sem hjálpa þér að endurhugsa og byggja upp heilbrigðan lífsstíl
  • Tól til streitustjórnunar sem auka vellíðan og minnka álag

1.tími – Framtíðarsýn og venjur 

Í upphafi er mikilvægt að þú og þjálfarinn þinn kynnist vel og myndið sameiginlega tengingu. Þið teiknið upp framtíðarsýnina þína, skerpið á henni og tilgreinið skýra drauma og markmið. Að því loknu skoðið þið þitt vanalega hegðunarmynstur með hliðsjón af því hvort það sé að hjálpa þér í rétta átt.

Í þessum tíma er kafað djúpt ofan í núverandi stöðu og líf og teiknuð leið í átt að draumum þínum.. Þú velur annaðhvort að halda áfram með núverandi stefnu, eða tekur nýja stefnu í lífinu, og með aðstoð þjálfarans ákveðið þið þau skref sem mikilvægt er að taka til þess að framtíðarsýnin verði að veruleika. Í lok tímans færðu í hendurnar hjálpartól og heimaverkefni til að halda áfram vinnunni fyrir næsta símtal.

2.tími – Innri hvatning og takmarkandi viðhorf

Í öðrum tímanum staldrarðu við þær hindranir sem þú hefur persónulega þurft að takast á við í fortíðinni. Með aðstoð þjálfarans horfir þú í augu við eigin ótta og ferð að byggja upp hugrekki og fyrirhyggju. Þið skerpið á markmiðunum þínum og takið út þær venjur sem þú gætir þurft að skilja eftir til að komast áfram. Þú kveður þar með takmarkandi viðhorf sem stoppa þig af sem halda þér fastri á sama stað.

Efnið sem þú færð í þessum tíma miðast að því að þú getir sjálf viðhaldið þinni innri hvatningu með aðstoð núvitundar og komið í veg fyrir að metnaðurinn dvíni á langri leið.

3. tími – Orka, hugsanir, stress og þakklæti

Kraftur hugans er ótrúlegur og ef þú hefur góða stjórn á honum getur hann komið þér ansi langt í átt að framtíðarsýninni. í þriðja tímanum skoðið þið hvernig stress, streita og álag getur haft slæm áhrif á þennan innri kraft og minnkað orkuna sem þú hefur og er nauðsynleg til að ná árangri. Með aðstoð þjálfarans seturðu niður skref hvernig þú getur hámarkað þína orku út frá þínum persónulegu aðstæðum.

Þá færðu tól sem miðast að því að þú getir upplifað algjöran innri frið, haldið líðan þinni í jafnvægi og aukið vellíðan á kostnað streitu og orkuleysis, en þetta eru lykilatriði þegar kemur að því að byggja upp það líf sem þú átt skilið.

4. tími – Gildin þín og jafnvægi

Stundum geturðu upplifað hlutina og umhverfið þitt eins og eitthvað sé „off“ án þess að geta nákvæmlega bent á hvað það er. Oftar en ekki er þá um að ræða einhverskonar ójafnvægi sem þú ert að upplifa eins og að þú sért ekki að lifa eftir þeim gildum sem innra með þér búa, án þess að taka endilega eftir þeim. Gildin þín hafa gríðarlega mikil áhrif á þína líðan og upplifun og því er mikilvægt að þekkja þau og vita hver þau eru.

Í fjórða tímanum er það einmitt planið, finna hver þín innri gildi eru og hvernig eða hvort þú sért að lifa eftir þeim á öllum sviðum lífs þíns. Með aðstoð þjálfarans skoðarðu hvort það sé að finna ójafnvægi á milli gilda og þeirra skrefa sem þú ert að taka og þið í sameiningu ákveðið hvaða breytingar hægt er að gera svo þú getur upplifað jafnvægi og vellíðan.

Í lokin skoðið þið leiðina þína hingað til og aðlagið næstu skref svo þú getir haldið áfram að gera breytingar sem munu bæta lífið þitt til frambúðar.

Um þjálfarann þinn

Sylvía er móðir, einkaþjálfari, heilsu- og breytingarþjálfi ásamt því að vera með vottorð í streitustjórnun. Hún er mikil áhugamanneskja um allt sem tengist heildrænni nálgun á heilsu. Sylvía elskar náttúruna og útivist, fjölbreytta hreyfingu eins og jóga og crossfit, hollan og gómsætan mat, hugleiðslu, uppbyggjandi bækur, hlaðvörp og að iðka núvitund. Hún starfar sem þjálfari hjá HIITFIT og hjálpar til við að umbreyta lífum fólks en það er fátt sem gleður hana jafn mikið eins og að sjá aðra blómstra.

Hennar ferðalag byrjaði með heilsu hugans og fljótlega fylgdi mataræðið með. Það var ekki fyrr en þá að hreyfingin hófst fyrir alvöru og þá byrjaði boltinn að rúlla hratt og margt breyst síðan þá. „Hugur, líkami og sál“ er hennar mottó og vill hún vera hluti af því að hjálpa öðrum, gera breytingar, og styðja konur í að sjá tækifærin og möguleikana sem í þeim býr!

Blómstaðu er fyrir þig ef þú:
  • Vilt upplifa meiri hamingju, sjálfstraust, orku og kraft til þess að lifa lífinu til fulls og upplifa draumana þína
  • Finnur að þú vilt fá meira út úr lífinu, finna meiri hamingju og meiri gleði
  • Vilt vaxa meira, þroskast, skora á sjálfa þig og brjótast út úr þægindahringnum
  • Vilt taka stjórnina í lífinu þínu og standa uppi sem sigurvegari
  • Vilt vera besta fyrirmyndin fyrir börnin þína og fjölskyldu
  • Vilt finna meira jafnvægi, innri frið og öryggi um að þú sért að gera rétt
  • Hefur upplifað þig fasta á sama stað í langan tíma en langar að brjótast út og verða þín besta útgáfa
  • Vilt fá verkfærin til þess að komast í gegnum erfiðu tímabilin án þess að gefast upp
  • Verða enn sterkari, öruggari og hamingjusamari
  • Finnurðu þessi orð og þetta ferli kalla á þig?
  • Langar þig að gera stórar og umfangsmiklar breytingar í átt að betra lífi en hefur ekki tekið af skarið?

Í hversu mörg ár ertu tilbúin að sitja og bíða eftir breytingum?

Það breytist nefnilega ekkert nema þú takir sjálf ákvörðun um að breyta því!

Fjárfestu í því mikilvægasta sem þú hefur, heilsunni þinni. 

 

Vertu ein af þeim sem tekur flugið og blómstrar í lífinu. Skapaðu draumalífsstílinn þinn og fáðu allt út úr lífinu sem það hefur upp á að bjóða.

Tíminn líður nefnilega allt of hratt og lífið er styttra en við gerum okkur grein fyrir –  Ekki bíða með að setja þig í forgang!

Þessi tími hefur verið ótrúleg vitundarvakning hjá mér. Fékk mig til að skilja mikilvægi þess að vinna í rót vandamàla frá fyrri tíð sem orsaka kannski hvernig ég hef hegðað mér undir vissum kringumstæðum og hvað það skiptir miklu máli að læra að fyrirgefa og sleppa tökum á því liðna til að geta lagað og unnið með nýja og betri sjálfsmynd. Ég áttaði mig á því hvað hugarvinnan væri ótrúlega mikilvæg á allan hátt og því meðvitaðri sem við erum um hugsanir okkar því sterkari og betri einstaklingar verðum við. Sylvía er mjög mikill fagmaður í þessu námskeiði og fann strax í fyrsta tímanum hvaða skref við ættum að taka til að vinna í því sem ég vildi leggja áherslu á og kom með fullt af tækjum og tólum sem ég gat unnið með í gegnum námskeiðið sem hjálpuðu mér að vera meðvitaðri um mína hegðun og hugsunarmynstur. Ég uppgötvaði hvernig ég er og hvað það er sem skiptir mig miklu máli. Sylvía líka með eindæmum jákvæð og björt, alveg rosalega gott að vinna með henni.

Ég mæli sko með Blómstraðu námskeiðinu fyrir alla sem eru tilbúnir að leggja á sig þessa vinnu í að vera betri og sterkari einstaklingar. Sylvía í góðum samskiptum við mig yfir vikuna og ég sendi henni verkefnin sem ég vann á milli tímana til að við myndum nýta tímana sem best. Já með öðrum og styttri orðum fannst mér þetta námskeið æðislegt í alla staði, erfitt á köflum þegar maður var að komast að rótinni en svo vel þess virði eftir á.

Takk kærlega fyrir mig

Hanna Kristín

Fyrir þjálfun var ég týnd og yfirþyrmd yfir breytingunum sem ég vildi gera í lífinu mínu en Sylvía hjálpaði mér að finna mójó-ið mitt aftur með því að einblína á réttu hlutina. Eftir hjálp Sylvíu hefur heilsan mín og líf tekið stórt stökk uppávið, hvatningin hennar og jákvæðni hafa smitandi áhrif og ég hef ekki litið til baka síðan. Ég er sterkari, grennri, orkumeiri og í miklu meira jafnvægi, ég mæli svo mikið með Sylvíu sem heilsumarkþjálfa, hún hefur hjálpað mér að snúa lífinu mínu til betri vegar. 

Heather M

Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði. Hindranir mínar voru aðallega skipulagsleysi og freistingar. Með hjálp Sylvíu náði ég að vinna í sjálfri mér. Þetta er svo mikil hugarvinna og ég þurfti að finna út hvað hentaði mér. Ég er mun skipulagðari með matarræði og hef kynnst leiðum til að takast á við freistingar. Ég hef meiri trú á sjálfri mér og er öruggari með sjálfa mig. Sylvía gat látið mig virkilega kafa djúpt og kynnast sjálfri mér betur. Ég elskaði þessa innri vinnu. það er grunnurinn að velgengi og hvernig maður tekst á við lífið. Ég veit að ég á eftir að nýta mér það áfram.

Sigrún Elva

Ég ákvað að slá til og fara pínu útfyrir þægindarramman og fara í „blómstraðu“ prógrammið hjá Sylvíu. Ég sé sko alls ekki eftir því! Sylvía leiðir mann í gegn um prógrammið, heldur utan um að allt sem fram fer í viðtölunum og sér til þess að maður segi ekki bara hlutina heldur muni eftir því líka daginn eftir og daginn þar á eftir. Hún áttaði sig fljótt á, á hvaða stað ég var og hvaða verkefni eða podköst henntaðu mér í hvert skiptið.  Ég sé ýmsa hluti í lífi mínu í öðru ljósi en fyrir nokkrum vikum síðan og vil halda áfram að vinna í sjálfri mér og takast á við lífið með það að leiðarljósi að treysta sjálfri mér og lífinu

Stella Stefánsdóttir