Áhugi minn á mataræði og heilsu kviknaði árið 2008, um það leiti sem móðir mín greindist með brjóstakrabbamein. Ég hafði í gegnum tíðina fengið að prufa ýmislegt tengt mat, sumt sem hefði kannski talist frekar óvenjulegt á þeim tíma. En þar sem móðir mín var með mikið mataróþol voru gerðar ýmsar tilraunir.

Eftir greininguna byrjuðum við að kynna okkur ýmiskonar mataræði og gera tilraunir saman og ég fór virkilega að sjá hvernig fæðan hefur áhrif á líkamann. Ég hafði ekki trúað því að hann gæti haft þessi áhrif fyrr en ég upplifði það sjálf á þessum tíma.

Þegar ég fór að þekkja líkama minn og finna hvað hentaði honum fór mér að líða yndislega. Ég var léttari á fæti, glöð, skýr í hugsun og hafði orku allan daginn. Hárið fór að glansa, bólur sem ég hafði glímt við frá því að ég var unglingur hurfu og húðin varð slétt og glóandi. Neglurnar styrktust og hvítan í augunum varð hvítari. Á nokkrum vikum höfðu þessi síðustu 5 kíló sem margir berjast við að ná af sér horfið, og þetta var án þess að breyta neinu öðru, aðeins matnum

Það var á þessum tíma sem ég upplifði mitt “aha” augnablik þar sem ég áttaði mig á því að það sem við borðum skiptir öllu máli og að orðatiltækið “þú ert það sem þú borðar” er ekki bara eitthvað sem er sagt, það er dagsatt.

.

.

Eftir þessa upplifum var ekki aftur snúið. Ástríðan fyrir heilbrigðum lífsstíl var komin til að vera og ég vildi vita meira. Ég skráði mig því heilsumarkþjálfun í Institute of Integrative Nutrition, en það er 1 árs fjarnám. Þar lærir þú að til þess að lifa til fulls er ekki aðeins hægt að taka matarræðið í gegn heldur þarftu að hafa aðra hluti í kringum þig í lagi, svo sem samböndin í lífi þínu, starfsframann, hreyfingu, andlegt jafnvægi og fleira.

Skólinn tengir saman mismunandi kenningar um mataræði og veitir alhliða kennslu í þjálfunaraðferðum og hvernig þú átt að koma þér á framfæri. Skólinn fer yfir 100 mismunandi matarkúra og leggur áherslu á að hver og einn einstaklingur sé mismunandi.

Þú færð kennslu frá sérfræðingum um allan heim á sviði heilsu og vellíðan t.d frá Dr. Mark Hyman og David Wolfe og mörgum fleiri.

Ef þú ert áhugasöm um alhliða heilsu, fyrir þig persónulega eða til þess að hefja nýjan og spennandi starfsframa er þér velkomið að senda mér línu á sara@hiitfit.is ef þú ert með spurningar. Ég get einnig aðstoðað þig við að fá afslátt af skólagjöldunum.

Byrjaðu á því að næla þér í ókeypis sýnishorn og bækling hér að neðan og vertu síðan í bandi.

Fáðu sýniskennslu hér

Náðu í bækling hér