Rannsoknir

Þú getur náð ótrúlegum árangri með Hiit æfingum og alltaf eru fleiri og fleiri rannsóknir að koma út sem sýna ávinning þeirra. 

Komið hefur í ljós að þú getir náð meiri árangri með aðeins 15 mínútna lotuæfingum (3 sinnum í viku) en að skokka í klukkutíma á hlaupabrettinu.

Rannsókn frá árinu 2006 sýndi að eftir 8 vikna Hiit æfingar, gátu þátttakendurnir hjólað tvisvar sinnum lengur á sama hraða en þeir gátu fyrir rannsóknina.

Árið 2011 kom fram rannsókn að 2 vikna ákafar Hiit æfingar bættu þolið jafn mikið og 6-8 vikna þolæfingar! Það er ekkert smá árangur!

Þú brennir líka meira! Ekki aðeins brennir þú fleiri kaloríum meðan á æfingunni stendur heldur er eftirbruninn mun meiri næstu 24 klst en t.d eftir skokk á hlaupabrettinu.

Til viðbótar við meiri fitubrennslu örva Hiit æfingar framleiðslu vaxtarhormóna allt að 450% í 24 klst eftir æfinguna. Það eru góðar fréttir þar sem vaxtarhormón hjálpa ekki aðeins við fitubrennsluna heldur hægja þau líka á öldrun.

Einnig hefur komið fram að ekki tapast jafn mikill vöðvamassi og þegar þú stundar langar þolæfingar, þannig þú heldur þínum vöðvum á sama tíma og þú tryggir að þyngdartapið komi frá fitubirgðunum. Allir græða!

Niðurstöður rannsókna hafa oft sýnt að þetta æfingarkerfi skilar betri árangri en þjálfun við meðal álag í lengri tíma, en það sem hefur komið í ljós er meðal annars:

-Betri bæting á hámarkssúrefnisupptöku

-Meira fitutap á miðjusvæðinu og öllum líkama

-Meiri styrking á hjarta- og æðakerfinu (Bætt hjartastarfsemi)

-Betri blóðsykurstjórnun hjá fólki með sykursýki 2

-Betri oxun í beinagrindavöðvum

-Bætt þol og þrek

-Hraðari efnaskipti 

Aðeins 3 Hiit æfingar á viku (minna en 10 mín af mikilli ákefð, á 30 mín æfingu, með upphitun, hvíld á milli æfinga og teygjur í lokin) hefur m.a sýnt fram á bætingu í loftháðri getu (þoli), oxunargeta beinagrindarvöðva eykst, einbeiting og vilji til þjálfunar eykst og áhættuþættir sjúkdóma lækka á aðeins nokkrum vikum, bæði hjá heilbrigðum og þeim sem hafa hjarta og æða áhættuþætti.

Það er því til mikils að vinna, skráðu þig á póstlistann og vertu með okkur, þú hefur engu að tapa!

[et_bloom_inline optin_id=“optin_1″]