Veistu að þú þarft á enn persónulegri stuðningi að halda, meiri fræðslu og eftirfylgni? 

Þá gæti VIP leiðin verið fyrir þig… 

Þú færð ALLT sem Sterkari á 16 hefur uppá að bjóða og mun meira til. 

 

 

Eignastu 3 nýjar heilsuvinkonur sem hvetja og styðja þig áfram

Í VIP leiðinni ertu sett saman í lítinn og náinn hóp af stelpum og vinnið þið náið saman með þjálfara allar 4 vikurnar.

Í VIP Sterkari á 16 þjálfuninni eru vikuleg þjálfunarsímtöl með hópnum þínum þar sem þú getur spjallað beint við þinn eigin heilsumarkþjálfa sem kemur þér í gegnum hindranir þínar. Þið vinnið saman með hugarfarið og setjið niður rétt skref fyrir þig miða við staðinn sem þú ert á í dag. Þið kafið djúpt ofaní viðfangsefni sem eru gríðarlega mikilvæg uppá langtíma breytingar og venjur og þú færð stuðning við að finna þá leið sem virkar fyrir þig.

Leiðin til árangurs er ekki alltaf bein uppávið og nauðsynlegt er að hafa stuðning þegar erfiðlega gengur.

Ef þú hefur byrjað og hætt oftar en þú getur talið, finnst heilbrigður lífsstíll mikið ströggl og ekki fundið réttu leiðina sem virkilega hentar þínum lífsstíl, þá er VIP leiðin fyrir þig.

Hvað er aukalega innifalið í VIP leiðinni
  • 4 x 60 mínútna þjálfunarsímtöl með stuðnings hópnum þínum í gegnum Zoom
  • 4 vikna stuðningur og persónuleg eftirfylgni
  • Vikuleg heimaverkefni og skýr skref í átt að árangri
  • Vikulegt check in og yfirlestur á markmiðum vikunnar
  • Ótakmarkaður aðgangur að Sylvíu þjálfara
  • Ný tæki og tól sem hjálpa þér að endurhugsa og byggja upp heilbrigðan lífsstíl
  • Tól til streitustjórnunar sem auka vellíðan og minnka álag

1.tími – Framtíðarsýn og venjur 

Í upphafi er mikilvægt að þið kynnist vel og myndið sameiginlega tengingu. Þú teiknar upp framtíðarsýnina þína, skerpir á henni og tilgreinið skýra drauma og markmið. Að því loknu skoðar þú vanalega hegðunarmynsturið þitt með hliðsjón af því hvort það sé að hjálpa þér í rétta átt.

Í þessum tíma er kafað djúpt ofan í núverandi stöðu og líf og teiknuð leið í átt að draumum þínum.. Þú velur annaðhvort að halda áfram með núverandi stefnu, eða tekur nýja stefnu í lífinu, og með aðstoð þjálfarans ákveðið þið þau skref sem mikilvægt er að taka til þess að framtíðarsýnin verði að veruleika. Í lok tímans færðu í hendurnar hjálpartól og heimaverkefni til að halda áfram vinnunni fyrir næsta símtal

2.tími – Innri hvatning og takmarkandi viðhorf

Í öðrum tímanum staldrarðu við þær hindranir sem þú hefur persónulega þurft að takast á við í fortíðinni. Með aðstoð þjálfarans horfir þú í augu við eigin ótta og ferð að byggja upp hugrekki og fyrirhyggju. Þið skerpið á markmiðunum þínum og takið út þær venjur sem þú gætir þurft að skilja eftir til að komast áfram. Þú kveður þar með takmarkandi viðhorf sem stoppa þig af sem halda þér fastri á sama stað.

Efnið sem þú færð í þessum tíma miðast að því að þú getir sjálf viðhaldið þinni innri hvatningu með aðstoð núvitundar og komið í veg fyrir að metnaðurinn dvíni á langri leið.

3. tími – Orka, hugsanir, stress og þakklæti

Kraftur hugans er ótrúlegur og ef þú hefur góða stjórn á honum getur hann komið þér ansi langt í átt að framtíðarsýninni. í þriðja tímanum skoðið þið hvernig stress, streita og álag getur haft slæm áhrif á þennan innri kraft og minnkað orkuna sem þú hefur og er nauðsynleg til að ná árangri. Með aðstoð þjálfarans seturðu niður skref hvernig þú getur hámarkað þína orku út frá þínum persónulegu aðstæðum.

Þá færðu tól sem miðast að því að þú getir upplifað algjöran innri frið, haldið líðan þinni í jafnvægi og aukið vellíðan á kostnað streitu og orkuleysis, en þetta eru lykilatriði þegar kemur að því að byggja upp það líf sem þú átt skilið.

4. tími – Gildin þín og jafnvægi

Stundum geturðu upplifað hlutina og umhverfið þitt eins og eitthvað sé „off“ án þess að geta nákvæmlega bent á hvað það er. Oftar en ekki er þá um að ræða einhverskonar ójafnvægi sem þú ert að upplifa eins og að þú sért ekki að lifa eftir þeim gildum sem innra með þér búa, án þess að taka endilega eftir þeim. Gildin þín hafa gríðarlega mikil áhrif á þína líðan og upplifun og því er mikilvægt að þekkja þau og vita hver þau eru.

Í fjórða tímanum er það einmitt planið, finna hver þín innri gildi eru og hvernig eða hvort þú sért að lifa eftir þeim á öllum sviðum lífs þíns. Með aðstoð þjálfarans skoðarðu hvort það sé að finna ójafnvægi á milli gilda og þeirra skrefa sem þú ert að taka og þið í sameiningu ákveðið hvaða breytingar hægt er að gera svo þú getur upplifað jafnvægi og vellíðan.

Um þjálfarann þinn 

Sylvía er móðir, einkaþjálfari, heilsu- og breytingarþjálfi ásamt því að vera með vottorð í streitustjórnun. Hún er mikil áhugamanneskja um allt sem tengist heildrænni nálgun á heilsu. Sylvía elskar náttúruna og útivist, fjölbreytta hreyfingu eins og jóga og crossfit, hollan og gómsætan mat, hugleiðslu, uppbyggjandi bækur, hlaðvörp og að iðka núvitund. Hún starfar sem þjálfari hjá HIITFIT og hjálpar til við að umbreyta lífum fólks en það er fátt sem gleður hana jafn mikið eins og að sjá aðra blómstra.

Hennar ferðalag byrjaði með heilsu hugans og fljótlega fylgdi mataræðið með. Það var ekki fyrr en þá að hreyfingin hófst fyrir alvöru og þá byrjaði boltinn að rúlla hratt og margt breyst síðan þá. „Hugur, líkami og sál“ er hennar mottó og vill hún vera hluti af því að hjálpa öðrum, gera breytingar, og styðja konur í að sjá tækifærin og möguleikana sem í þeim býr!

VIP leiðin er fyrir þig ef þú:
  • Vilt upplifa meiri hamingju, sjálfstraust, orku og kraft til þess að lifa lífinu til fulls og upplifa draumana þína
  • Finnur að þú vilt fá meira út úr lífinu, finna meiri hamingju og meiri gleði
  • Vilt vaxa meira, þroskast, skora á sjálfa þig og brjótast út úr þægindahringnum
  • Vilt taka stjórnina í lífinu þínu og standa uppi sem sigurvegari
  • Vilt vera besta fyrirmyndin fyrir börnin þína og fjölskyldu
  • Vilt finna meira jafnvægi, innri frið og öryggi um að þú sért að gera rétt
  • Hefur upplifað þig fasta á sama stað í langan tíma en langar að brjótast út og verða þín besta útgáfa
  • Vilt fá verkfærin til þess að komast í gegnum erfiðu tímabilin án þess að gefast upp
  • Verða enn sterkari, öruggari og hamingjusamari

Í hversu mörg ár ertu tilbúin að sitja og bíða eftir breytingum?

Það breytist nefnilega ekkert nema þú takir sjálf ákvörðun um að breyta því!

Fjárfestu í því mikilvægasta sem þú hefur, heilsunni þinni. 

Það eru aðeins takmörkuð pláss í VIP þjálfuninni.

Vertu ein af þeim sem tekur flugið og blómstrar í lífinu. Skapaðu draumalífsstílinn þinn og fáðu allt út úr lífinu sem það hefur upp á að bjóða.

Tíminn líður nefnilega allt of hratt og lífið er styttra en við gerum okkur grein fyrir –  Ekki bíða með að setja þig í forgang

Fyrir þjálfun var ég týnd og yfirþyrmd yfir breytingunum sem ég vildi gera í lífinu mínu en Sylvía hjálpaði mér að finna mójó-ið mitt aftur með því að einblína á réttu hlutina. Eftir hjálp Sylvíu hefur heilsan mín og líf tekið stórt stökk uppávið, hvatningin hennar og jákvæðni hafa smitandi áhrif og ég hef ekki litið til baka síðan. Ég er sterkari, grennri, orkumeiri og í miklu meira jafnvægi, ég mæli svo mikið með Sylvíu sem heilsumarkþjálfa, hún hefur hjálpað mér að snúa lífinu mínu til betri vegar. 

Heather MacInnis

Sylvía er ótrúlega góð í að koma auga á það sem er að gerast undir yfirborðinu og spyrja spurninga sem fá mann til að hugsa dýpra. Hún hefur einstakan hæfileika til að hjálpa manni að sjá hlutina í nýju ljósi. Hún er einlæg, umhyggjusöm og virkilega hvetjandi.

Halldóra

Sylvía hjálpaði mér að sjá hvar í heilsuferðalaginu mínu ég þyrfti að kafa dýpra. Hvar ég var stopp og gat komist lengra. Sylvía er mjög hvetjandi og spyr réttu spurninganna sem fá mann til að sjá markmiðin sín á skýrari hátt. Frábært að fá tækifæri til að kafa dýpra og ég er gríðarlega þakklát fyrir HIITFIT teymið og að vera búin að finna það sem hentar mér og mínum lífsstíl. Takk kærlega fyrir mig. 

Anna Lilja