Ég var að enda við LIVE spjall á Facebook hópnum hjá Valkyrjunum og langaði bara að láta þig vita af þessari nýjustu viðbót í samfélaginu okkar.
Nú ætlum við að taka lifandi Facebook hóp Valkyrjanna upp á næsta level og bæta við mánaðarlegri LIVE þjálfun! Þar mun ég, Sara, svara ykkar spurningum beint og fara dýpra í þá hluti sem við ætlum að tækla þann mánuðinn. Einnig færðu tækifæri til að spjalla beint við mig og færð þannig stuðninginn og aðstoðina sem þú þarft á að halda.
LIVE þjálfunin er til viðbótar við allt glæsilega og glænýja efnið sem þú færð í hverjum mánuði í tengslum við hugann, matarræðið og heimaæfingarnar!
Pæling dagsins…
- Af hverju erum við svona margar að ströggla við heilbrigðan lífsstíl?
- Af hverju virðumst við alltaf detta í sama, gamla farið og enda á byrjunarreitnum AFTUR – eftir síendurteknar tilraunir?
Það eru yfirleitt þrjú atriði sem standa í vegi fyrir að við náum langvarandi árangri.
- Við vinnum ekki með líkama og huga saman
- Við fylgjum ekki neinu plani og setjum okkur ekki rétt markmið
- Við leitum ekki eftir stuðningi til að halda ótrauð áfram með þjálfunina
Eða með öðrum orðum…
Fólk veit ekki hvað aðferðum það á að beita, það fær ekki nýjar hugmyndir eða aðstoð við val á æfingum og vantar þjálfara og stuðning til að halda sér á réttu róli og við efnið.
Ég gæti trúað að þú vitir hvað ég er að tala um..
Það skiptir mig miklu máli að þú náir að breyta þínum venjum, hætta að ströggla og fáir réttu tólin í hendurnar til þess að ná alvöru árangri. Allt þetta gerir þér kleift að lifa sem sterka og heilbrigða konan sem ég veit að við getum allar verið.
Málið er bara að stundum festumst við í gamalli rútínu, í gamla þægindahringnum, og það er erfitt að rífa sig upp úr því fari.
Treystu mér – ég þekki þetta svo vel sjálf, því ég var á þessum stað einu sinni. Ég veit alveg hvernig það er að ströggla, vera alltaf á byrjunarreit, púla í ræktinni án þess að upplifa neinn ávinning og vera allt í einu komin með risa nammipoka í hendurnar og gúffa honum í mig án umhugsunar. Sitja síðan eftir með sárt ennið og magaverk.
Það var ekki fyrr en ég fór að hugsa hlutina algjörlega upp á nýtt og byrjaði að vinna með hugann og leita leiða sem hentuðu mínum lífsstíl – með starfsframa, börn, vini, hreyfingu, áhugamál og allt sem ég vildi koma fyrir í dagskránni!
Þetta er allt hægt – þú ert bara einni ákvörðun frá því að taka skrefið og hefja þitt ferðalag!
Við fengum þessa frábæru umsögn frá einni Valkyrjunni okkar í október:
„TAKK! Síðustu ár hafa tekið mjög á og þá hefur ekki alltaf verið auðvelt að hafa sig af stað. Þegar ég hlustaði á síðustu hugaræfingu kom það mér á óvart hvað ég er virkilega komin langt á síðustu mánuðum í sjálfsvinnu. Allt ykkur að þakka! Margir hlutir sem drógu mig niður og höfðu áhrif á mig eru ekki til staðar lengur. Er öruggari með mig og þori að standa með sjálfri mér! TAKK!“
Mig langar að bjóða þér að vera með okkur í Valkyrjunum núna í nóvember – en við byrjum nýjan mánuð á morgun!
Ekki bíða eftir nýju ári til þess að geta sett þér enn eitt áramótaheitið varðandi nýjan lífsstíl, það eru tveir heilir mánuðir þangað til og af hverju ekki að nýta þann tíma sem best!
Í nóvember ætlum við m.a. að:
- Spara tíma – elda sjaldan – nýta holla matinn betur og koma matarskipulaginu á hreint – ekki seinna vænna áður en desember, með öllum sínum hraða, gengur í garð!
- Byggja okkur betur upp og sýna meiri umhyggju í garð okkar sjálfra –markmiðið er að verða betri í að taka skref út fyrir þægindahringinn.
- Taka stuttar og kraftmiklar HiiT-æfingar, hvar og hvenær sem okkur hentar, sem gera okkur sterkari og heilbrigðari – en alls ekki gleyma slökuninni sem er mikilvægur partur af líkamlegri vellíðan.
- Deila sigrum – hvetja hvora aðra – kynnast betur og hafa gaman í Valkyrjusamfélaginu okkar!
Lífið er núna!
Njóttu þess sem best með því ekki gleyma ekki því mikilvægasta sem þú hefur
– heilsunni þinni!
Vertu með í dag og fáðu skipulagið, holla mataræðið, æfingarnar, félagsskapinn og LIVE þjálfunina í nóvember!
Ég vonast til þess að sjá þig með okkur í Valkyrju samfélaginu!
Heilsukveðja,
Sara Barðdal
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi
og HIITFIT teymið
„Ég hafði prófað allskonar megrunarkúra en þeir virkuðu aldrei. Ég endaði alltaf á sama stað. Eftir að ég kynntist HiiTFiT og Valkyrjunum þá breyttist líf mitt og mér hefur aldrei liðið jafn vel og mér líður í dag.
Ég elska æfingarnar ykkar, félagsskapinn, utanumhaldið og allt saman hjá HiiTFiT – ég hugsa að ég geti aldrei verið án ykkar!“ – Hrund Jafetsdóttir