Finnst þér þú alltaf vera að byrja og hætta þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl og ertu kannski búin að missa alla trú á sjálfri þér?
Öll glímum við við áskoranir í lífinu og sumum tekst betur en öðrum að komast í gegnum þær.
Þær geta haldið þér frá markmiðum þínum og hindrað að þú komist á þann stað í lífinu sem þú virkilega þráir að komast á.
Ég vil því deila með þér 4 hlutum sem halda okkur föstum í sama farinu til að hjálpa þér að brjótast í gegnum hindranir sem þú gætir verið að lenda á.
1. Að hika og fresta
Flestir kannast við að fresta hlutunum, en þeir sem fresta, tapa. Það gerist ekkert nema þú gerir eitthvað.
Alltof margir eru að bíða, bíða eftir rétta tímanum, bíða eftir að ná ákveðnum stað í lífinu, bíða eftir að klára þetta verkefni, bíða eftir að börnin verði eldri. Bíða, bíða bíða…
En málið er, að lífið er núna, og þú átt að njóta dagsins í dag. Það mun aldrei koma hinn fullkomni tími til þess að byrja á markmiðunum þínum, eða að vinna að draumunum þínum, þú þarft að taka skref í dag.
Lífið þitt að röð af ákvörðunum sem þú hefur tekið í fortíðinni. Hvaða ákvörðun ætlar þú að taka í dag?
“Only put off until tomorrow what you are willing to die having left undone.” – Pablo Picasso
2. Aðgerðaleysi og leti
Sem manneskjur er heilinn okkar víraður til þess að lifa af, það er okkar grundvallar þörf, sem hefur nýst okkur vel í gegnum aldirnar, en í nútímasamfélagi þar sem flestir fá sínum þörfum mætt, getur þetta unnið gegn okkar eigin árangri.
Þægindi geta verið morðingi árangurs, því af hverju ættum við að framkvæma og leggja á okkur vinnu ef við getum sætt okkur við staðinn sem við erum á?
Ef öllum okkar þörfum er mætt þá getum við upplifað stöðnun og hætt að færast áfram.
Of mikil afslöppun getur verið hættuleg. Ég er ekki að segja að þægindi og slökun sé alfarið slæm, en það þarf að vera jafnvægi og ekki of mikið af henni.
Hafðu kósý kvöld uppí sófa þegar þú veist að þú átt það skilið, án þess að breytast í algjöra sófakartöflu.
Því hvernig ætlar þú að ná markmiðum þínum ef þú ert ekki að standa upp og vinna að því að vera besta útgáfan af sjálfri þér?
- Hvernig ætlar þú að vera fyrirmynd fyrir börnin þín?
- Hvernig ætlar þú að koma hugmyndum þínum fram til heimsins?
- Hvernig ætlar þú að gefa af þér til samfélagsins?
Þarna er næring og heilbrigður lífsstíl lykilatriði, sem við förum meðal annars yfir í „Sterkari á 16″
3. Slæm tímastjórnun
Það er samasemmerki á milli þess að stjórna tíma sínum illa og að missa af tækifærum. Tíminn bíður ekki eftir neinum, hann mun líða hvað sem þú gerir við hann.
Við höfum öll sömu 24 klst í sólarhringnum, sem þýðir að þú hefur jafn mikinn tíma og allir aðrir. Að komast í form og líða vel í sterkum líkama gerist ekki af sjálfum sér. Þeir sem sinna líkama sínum og heilsu gefa sér tíma í það, þeir skipuleggja það inn í daginn sinn og forgangsraða sjálfum sér framarlega.
Góð þumalputtaregla er að ef þér er boðið í að gera eitthvað og það er ekki 100% já, þá er það 1000% NEI. Því ef þú ert að segja já við einhverju sem er ekki að þjóna þér, þá ertu líklega að segja nei við einhverju öðru, sem þú ættir að vera gera í staðinn.
Lífið okkar er stútfullt af truflunum og það er svo margt sem getur verið að stela frá þér dýrmætum tíma þar sem þú getur t.d verið að hreyfa líkamann, skipuleggja mataræðið þitt eða undirbúa í eldhúsinu.
Ég veit að flestir hafa mikið á sinni könnu og fólk er yfirleitt að reyna gera alltof mikið í einu, en þess vegna elska ég HiiT æfingarnar, því þær þurfa ekki að taka nema 20 mínútur og ég veit að allir eiga að geta fundið þann tíma fyrir sig!
Nýjustu rannsóknir á HiiT æfingum eru að gera vísindamenn agndofa, en Dr. Martin Gabala prófessor við McMaster Háskólann í Hamilton fann það út í einni af rannsókn sinni að 20 sekúndna hjólasprettir af mikilli ákefð í aðeins 10 mínútur þrisvar sinnum í viku væru að gefa sama ávinning og 150 mínútur á viku af hefðbundinni meðalálags þolæfingum þegar kemur að því að bæta súrefnisupptöku líkamans, þol, vöðva og áhættu gegn sjúkdómum.
En þetta eru einmitt æfingarnar sem við erum að gera í “Sterkari á 16″ þjálfuninni sem er að hefjast þann 12 janúar. Smelltu hér til að skrá þig og taka þátt.
4. Að efast um sjálfan sig
Efi getur tekið yfir lífið þitt, þú getur efast um sjálfa þig og þína eigin getu.
Meira að segja fólkið sem upplifir mikla velgengni í lífinu efast um sjálfan sig, frægt fólk, listamenn, leikarar og jafnvel forsetar. En málið er að þau staldra ekki við efann eða láta hann stoppa sig. Þau brjótast í gegnum hann og framkvæma.
Ef þú trúir að þú getir það ekki, þá er það líklega satt.
Þú getur aldrei orðið meira en þú hefur trú á, það er aðeins þú sem heldur aftur af þér og þínum möguleikum. Til þess að brjótast út úr fangelsi efasemda getur þú gert eftirfarandi:
- Gerðu hlutinn samt, framkvæmdu þrátt fyrir óttann
- Fáðu vini til þess að hjálpa og styðja þig
- Hugsaðu upp á nýtt það sem þú segir við sjálfan þig, notaðu jákvæð orð og aldrei aldrei tala niður til þín.
- Umkringdu þig af hvetjandi fólki sem hefur jákvæð áhrif á þig og er heilbrigt.
Breyttu umhverfinu þínu, breyttu lífi þínu
Margir eru að bíða eftir að einhver komi og lagi sig, að einhver utanaðkomandi bjargi þeim úr aðstæðum, en málið er að þetta þarf alltaf að koma frá sjálfri þér. Þú þarft að taka ákvörðun innra með þér og standa með henni, sama hvað.
Finndu út nákvæmlega hvað þú vilt, skrifaðu niður skýr markmið, ákveddu innra með þér að þetta sé eitthvað sem þú ætlir að gera (ég vil ekki heyra orðið reyna) og framkvæmdu!
Ef þig vantar stuðning við að komast af stað í átt að heilbrigðari lífsstíl væri frábært að hafa þig með í „Sterkari á 16“ þjálfun sem ég er að halda þann 12 janúar, en þar munum við fókusa á stuttar og krefjandi heimaæfingar, fara yfir heilbrigt mataræði og hugsunarhátt sem kemur þér lengra.
Smelltu hér til að kynna þér málið
Ég vonast til þess að sjá þig, ef ekki, eigðu góðan dag
Heilsukveðja
Sara Barðdal
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi