Hefurðu einhvertíma sett þér markmið og ekki náð þeim?

Ég held að við könnumst flest við það. Við setjum okkur stór áramótamarkmið um að núna skulum við loksins komast í form, að þetta verði árið sem við missum þessi 10 kg sem við fengum á síðustu meðgöngu. 

Við byrjum vel, tökum á því í nokkrar vikur en svo gerist eitthvað, við missum hvatninguna, gamall vani togar í okkur og í febrúar erum við komin í nákvæmlega sama far og fyrir áramótin. 

Þetta er ótrúlega svekkjandi og ég var algjörlega á þessum stað einu sinni og þess vegna langar mig að deila með þér 2 ástæðum sem gæti verið ástæðan fyrir því að þú sért ekki að ná markmiðunum þínum og hvað þú getur gert í því. 

 

Fórnarkostnaður

Ástæðan fyrir því að margir hætta eða byrja jafnvel aldrei á að breyta heilsuvenjum sínum er sú að viðkomandi sér aðeins fórnarkostnaðinn sem því fylgir. Fókusinn er á það sem þau þurfa að “gefa upp á bátinn” 

 

Dæmi:

“Til þess að léttast um þessi x kg þarf ég alveg að hætta að borða nammi og brauð, það er of erfitt, þannig ég ætla ekki að fara á eftir þessu markmiði”

“Til þess að komast í form þarf ég að fórna 1-2 klst á dag í hreyfingu sem bitnar þá á börnunum mínum, þannig ég ætla ekki að setja það sem forgangsatriði að hreyfa mig” 

“Mig langar ótrúlega að hætta að borða sykur, en þá get ég aldrei fengið mér neitt í veislum eða í félagslegum aðstæðum”

 

Og listinn getur haldið endalaust áfram… 

Þegar við einblínum aðeins á það sem við “missum” þá er ekkert svigrúm fyrir lausnir eða framfarir. Við sjáum aðeins vandamálin sem því fylgir að hugsa um heilsuna þannig í staðinn fyrir að hugsa hlutina öðruvísi, reyna að finna lausnir sem virka eða eitthvað jafnvægi sem gengur upp, þá gefast flestir bara upp og reyna ekki einu sinni. 

Ef þetta ert þú, þá hvet ég þig til þess að breyta hugsuninni þinn yfir í hluti sem þú FÆRÐ í staðinn fyrir að hugsa um heilsuna. Fókusaðu á allt það sem þú græðir í staðinn eins og betri líðan, sterkari og hraustari líkama, meira sjálfstraust, meiri gleði, og listinn getur haldið endalaust áfram. 

Það sem þú einblínir á VEX, og þú þarft að stjórna huganum þínum og bera ábyrgð á því hvert athyglin þín fer. 

 

 

Lágar félagslegar væntingar

 

Væntingar fólksins í kringum þig hafa áhrif á það hversu miklar væntingar þú berð til þín og þíns árangurs. Ef þú ert umkringd fólki sem í sífellu byrjar og hættir á heilbrigðum lífstíl, nær aldrei markmiðunum sínum og gefst upp þá mun það hafa áhrif á þig og þína frammistöðu. Það er því miður ekki hægt að komast hjá því.

Fólk deilir með sínum nánustu hvernig gengur að ná markmiðum sínum og þá skiptir engu hvort vel eða illa gengur. Þau sem hafa lágar væntingar til sín sjálfs deila því sinni reynslu og réttlæta oftar en ekki ósigurinn, það smitast yfir á umhverfið, svo það verður samfélagslega “í lagi” að lifa óheilbrigðu lífi.

Félagslega umhverfið í kringum þig getur því virkað sem mjög sterkt mótafl sem þú þarft að vera meðvituð um og reyna að breyta því í meðbyr.

Oft er talað um að maður sé meðaltalið af 5 manneskjunum sem maður eyðir mestum tíma með. Ég veit ekki hvort að 5 sé heilaga talan, en undirstöðuatriðið er hins vegar að fólkið sem þú umkringir þig með mun hafa áhrif á þig. Það er því undir þér komið að umkringja þig fólki sem býst við meira af þér, fólki sem hvetur þig til þess að vera betri, sem veitir þér innblástur í að taka betri ákvarðanir.

Þetta er aðeins brot af því sem við fjöllum um í komandi MASTERCLASS fyrir markmiðasetningu í Valkyrjunum í sumar, en ég veit að þessi atriði eru ótrúlega mikilvæg og valdi því að leggja mikla áherslu á markmiðasetningu næstu 3 mánuðina.

 

Við munum meðal annars fara yfir:

  • Af hverju þú ættir ALDREI að byrja á SMART markmiðum!
  • Hverju þú gætir verið að klikka á sem leiðir að uppgjöf
  • Að brjóta niður stóru markmiðin þannig að þú náir þeim
  • Settu upp daginn þannig að þú stendur uppi sem sigurvegari! 

 

Sjáðu dagskrána sem er framundan í Valkyrjunum: 

 

Ef þetta er eitthvað sem þér finnst spennandi hvet ég þig til þess að vera með í sumar, en það er sérstakt sumartilboð í gangi núna í takmarkaðan tíma, þar sem þú getur fengið mánuðinn á AÐEINS 8.000 kr. 

Ef þú ert með einhverjar spurningar, ekki hika við að senda okkur línu á netfangið hiitfit@hiitfit.is 

Smelltu hér til þess að tryggja þér sumartilboðið

 

Vonast til þess að sjá þig “hinumegin” í samfélaginu 🙂

 

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi