Við hjá HiitFit erum sammála um að heilbrigður lífsstíll ætti að vera um jákvætt val, með áherslu á matvæli sem veita okkur góða næringu og orku sem hjálpa okkur að viðhalda góðri heilsu. Það að leggja áherslu á það sem þú „getur ekki“ eða „ættir ekki“ að borða getur orðið til þess að þér finnst þú vera að missa af eða banna þér eitthvað.
Hugsaðu frekar að þú kjósir að taka betri ákvarðanir fyrir heilsuna þína af því að þú viljir það sjálf og þá byrjar þú að upplifa þinn innri kraft og færð jákvæða upplifun í leiðinni.
Bolludagurinn þarf ekki að einkennast (eingöngu) af óhollustu. Við getum oft fundið hollari valkosti ef við kjósum og prófað nýja og spennandi kosti. Þetta snýst alltaf um jafnvægi, en með því getum við upplifað meiri orku, betri líðan, betra skap og liðið frábærlega!
Í tilefni af bolludeginum vildum við deila með ykkur þessum girnilegu bollum með hollu ljúffengu heimagerðu nutella súkkulaði ef þig langar að reyna finna betra jafnvægi í dag, án þess að upplifa að þú sért að missa af bolludeginum.
Hollari brauðbollur
Undirbúningstími : 1 klst og 40 mín
Eldunartími : 20 mínútúr
Tími alls : 2 tímar
Innihaldsefni
- 2 bollar af spelt hveiti
- 2 ¼ tsk þurrger
- 1 msk lífrænn hrásykur
- ½ tsk sjávarsalt
- ½ bolli möndlumjólk
- ¼ bolli vatn
- 2 msk olívuolía
- 3 msk hafrar
Leiðbeiningar
- Setjið í stóra skál 3/4 bolli af spelt hveitinu, næringargerinu, hrásykrinum og saltinu og hrærið saman.
- Hitið möndlumjólkina, vatnið og ólívuolíuna (svipað heitt og baðvatn, ef það er of heitt drepur það gerið) og setjið í aðra skál. 3. Bætið svo blautu innihaldsefnunum við þurru innihaldsefnin og hrærið mjög vel saman, í 2 mínútur eða svo.
- Bætið við ¼ bolla af spelt hveiti og hrærið vel, færið svo deigið á stað sem þið hafið sett hveiti til að rúlla upp úr og hnoðið létt deiginu saman upp úr því þangað til það er orðið mjúkt og teygjanlegt. Setjið svo deigið aftur í skálina, setjið eitthvað yfir hana (plastfilmu eða lok) og leyfið deiginu að standa i u.þ.b. 10 mín.
- Mótið bollur úr deiginu og setjið þær á bökunarplötu (fjöldi fer eftir stærð af bollum). Setjið eitthvað yfir það (plastfilmu) og leyfið því að standa á frekar heitum stað þangað til þær hafa tvöfaldast í stærð u.þ.b.(45 mín-klst). Setjið svo hafra yfir eða “skreytið þær með höfrum”.
- Ofninn á að vera á 190°, bakið svo brauðbollurnar í 18-20 mínútur (eftir að þær hafa tvöfaldast í stærð) eða þangað til þær verða ljósbrúnar. Þú getur sett smávegis af olívuolíu á toppinn fyrir útlitið ef þú vilt.
- Leyfðu bollunum svo að kólna í nokkrar mínútur áður en þú bætir á þær hollu nutella og gæðir þér á þeim.
Upphaflega uppskrift fengin af https://minimalistbaker.com/fluffy-vegan-spelt-rolls/
Hollara Nutella!
Tími alls : 10 mín
Býr til 2 bolla
Innihaldsefni
- 2 bollar af hráum heslihnetur (240gr)
- 1 ½ msk hreint vanilla extract
- ¼ bolli kakóduft
- ¼ bolli maple sýróp eða hunang
- Val: bæta við smá af stevía
- ¼ tsk sjávarsalt
- 2 msk brædd kókosolía
- ½ bolli mjólk að eigin vali
Leiðbeiningar
- Setjið hneturnar í ofninn í 6-8 mín á 200°, þið getið nuddað þær saman eftir það svo “skinnið” dettur af þeim (það er allt í lagi ef það dettur ekki allt af). Setjið þær svo í matvinnsluvél og blandið þær þangað til þær eru orðnar að smjöri.
- Bætið öðrum innihaldsefnum við í matvinnsluvélina og blandið þangað til allt verður mjúkt og djúsí eins og Nutella.
- Smyrjið það á bollurnar og njótið vel!
Njóttu bolludagsins með góðri samvisku og nóg af orku.
Deildu síðan endilega með okkur hvernig smakkast!
Heilsukveðja frá HiiFit teyminu!