Mig langaði að deila þessari uppskrift með þér, ég gerði hana um daginn á snappinu mínu (sarabarddal) og fékk margar spurningar um hana. Hún er ótrúlega einföld og fljótleg, ásamt því að vera próteinrík, en svartar baunir innihalda 21 gr af próteini í 100 gr skammti! 🙂

En svartbaunanúðlurnar fást m.a á Gló og í heilsudeildum í matvöruverslunum.

Ég elska einnig allt með hnetusmjöri og því var hnetusósan algjör snilld með, þér er velkomið að leika þér með hlutföllin á henni, t.d ef þú fílar ekki of sterkt þá mundir þú minnka sambalið t.d.

Svartbauna núðlur með asískum blæ

Uppskrift fyrir 1

Núðlurnar:

  • Svartbaunanúðlur
  • 1 rifin gulrót
  • 1 bolli hvítkál
  • 1/2 laukur
  • 1-2 hvítlauksrif

Sósan:

  • 1 msk sykurlaust hnetusmjör
  • 2 msk tamari sósa
  • 1 tsk sambal 
  • 1/2 – 1 tsk hunang

 

  1. Settu núðlurnar í pott og eldaðu eftir leiðbeiningum á pakkanum. Ég er orðin nokkuð góð í að ca út magnið fyrir sjálfan mig, en með því að grípa með vísifingri og þumalputta utanum núðlurnar þá tek ég passlegan skammt fyrir mig.
  2. Skerðu niður hvítlauk og lauk og steiktu á pönnu í 1-2 mínútur. Bættu síðan restinni við og steiktu í 5 mín eða þangað til grænmetið er orðið mjúkt.
  3. Hrærðu saman sósuinnihaldinu í litla skál og sameinaðu síðan allt á pönnu (núðlunum líka) og hrærðu saman. Voila, þetta er tilbúið. Njóttu vel.

 

Ég vildi einnig nota tækifærið og minna á afsláttarkóðann hjá Sportvörum, en hann rennur út á mánudaginn næsta!! (13 nóv).

Ef þig langar til þess að ögra líkamanum og taka formið á næsta level með græjum þá hvet ég þig til þess að nýta 15% afsláttinn af æfingargræjum núna.

Eftir að hafa æft heima í 4 ár þá veit ég hversu mikilvægt það er að vera alltaf skora á sjálfan sig því eftir ákveðin tíma þá venst líkaminn því sem við erum að gera, og þú getur því lent á vegg þar sem þú hættir jafnvel að sjá árangur. Þess vegna mæli ég sterklega með að fjárfesta í tækjum sem hjálpa þér að styrkjast og bæta þig ennþá meira svo að þú getir náð þeim árangri sem þú vilt.

 

Smelltu hér og skoðaðu frábæra úrvalið þeirra!!

Plús að þeir senda frítt út um allt land! Sem er algjör snilld! 🙂

Afsláttarkóðinn er: hiitfit

 

Ef þú vilt fá aðstoð við að velja hvað væri besta valið fyrir þig á þeim stað sem þú ert á í dag, hvort sem þú sért byrjandi eða lengra komin, ekki hika við að senda mér línu á sara@hiitfit.is

 

Þangað til næst…

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

P.s Jólin eru einnig á næsta leyti og það er ekkert betra en að gefa öðrum gjöf fyrir betri heilsu.