Mig langaði að deila með þér sykurlausri uppskrift sem ég bjó til fyrir ekki svo löngu. Mér finnst gaman að prófa mig áfram í eldhúsinu, sérstaklega með því að nota aðeins hreint og gott hráefni, án unnins sykurs eða hveitis. 

Þar sem ég er bý í Danmörku þá þarf ég að smyrja nesti ofaní 2 ára guttann minn daglega og var þetta ein tilraun til þess að “krydda” aðeins uppá nestisboxið hans. Við vorum bæði mjög sátt við útkomuna og er þetta tilvalið millimál sem gott er að grípa með sér fyrir alla fjölskylduna. 

 

Gómsætar sykurlausar “stangir”
-um 8-12 stangir (fer eftir stærð)

  • 2 bananar
  • 2 dl hafrar
  • 2 msk kókosolía
  • 2 msk lífrænt hnetusmjör (sykurlaust)
  • 2 msk fræ (t.d 1 msk sólblómafræ og 1 msk hörfræ)
  • 2 msk þurrkaðir ávextir (t.d 1 msk rúsínur og 1 msk berjamix/döðlur) – hægt að nota líka bara rúsínur
  1. Allt stappað saman og mótað í stangir og raðað á bökunarpappír
  2. Sett inn í ofn á 180 gr. í 15-20 mín. 

 

Ótrúlega einfalt og fljótlegt, og sérstaklega gott að narta í með kaffinu eða boostinum. 

Ég vona að þú prófir og líkir vel við 🙂

Fyrsti hópurinn sem fór af stað í janúar í “Sterkari á 16” var í þann mund að klára áskorunina! Jeij!

 

Hér eru nokkur ummæli frá þátttakendum:

“Ég upplifði þjálfunina mjög góða, æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar, það var gott feedback á facebook og almenn gleði. Ég er orkumeiri, sterkari og jákvæðari eftir þjálfun og mér fannst best að geta alltaf fundið tíma til að gera æfingarnar. Alveg án samviskubits yfir fjarveru frá heimili og börnum”  – Hanna Sigrún Helgadóttir

“Skemmtileg og krefjandi, gaman að vera hluti af þessu samfélagi og vita að maður er ekki einn og geta deilt reynslu sinni og vangaveltum með öðrum stelpum sem eru á svipuðum stað.”– Tinna Bjarnadóttir

“Upplifunin var mjög góð. Æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar. Líka gott að fá áminningar og hvatningu frá þjálfara í tölvupósti og Facebook. Ég komst af stað og lærði fullt af nýjum æfingum sem ég get notað í framtíðinni. Mér fannst best hvað æfingarnar voru fjölbreyttar og auðvelt að gera þær heima án mikils búnaðar.”  – Elsa Guðný Björgvinsdóttir

 

Ég er ótrúlega ánægð með þessar flottu stelpur sem stóðu sig frábærlega. Ég stefni á að opna skráningu fljótlega og nýr hópur mun fara af stað í mars. Ég vonast innilega til þess að sjá þig með í næstu þjálfun.

Heilsukveðja

Sara Barðdal
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi