Mér finnst áramótin alltaf tákna ákveðin tímamót. Þegar ég var lítil þá skrifaði ég og mamma alltaf niður á miða eitthvað sem við vildum kveðja, brutum það saman utanum stein, fórum útá brennu um kvöldið og köstuðum því í eldinn. Þetta var mjög táknrænt og hefur mótað mína sýn á áramótin á þann veg að ég hugsa alltaf yfir farinn veg og athuga hvort að það séu siðir, venjur eða annað sem ég ætti að kveðja.
Mér finnst gott að fara yfir það sem betur mætti fara, fagna því sem vel hefur gengið og setja ný markmið fyrir árið. Ég vil ekki endilega horfa á þetta sem áramótaheit, heldur frekar sem ákvörðun um að gera aðeins betur en síðast, vera aðeins betri manneskja, reyna að eiga fleiri góðar stundir, fleiri sigra og halda áfram á ferðalaginu sem lífið er.
Ég hvet þig til þess að gera það sama, ekki setja niður kröfuhörð markmið sem þú keyrir áfram í janúar en missir svo dampinn og hættir, heldur að hugsa hvaða litlir hlutir þú getur gert til þess að gera lífið aðeins skemmtilegra, ánægjulegra og betra fyrir þig. Því breytingar gerast ekki yfir nóttu, þær gerast hægt og rólega í litlum skrefum.
Ég er að opna fyrir skráningu á glænýrri þjálfun sem heitir “Sterkari á 16”, en hún er fyrir þig ef þig vantar vinalegt spark í rassinn í hreyfingu eftir jólahátíðarnar, langar að æfa heima, prófa eitthvað nýtt, verða sterkari og hafa gaman í leiðinni.
Ég vonast innilega til að sjá þig í þjálfun, því ég trúi því að hún geti virkilega hjálpað þér að upplifa þann kraft og vellíðan sem fylgir hreyfingu.
Sendi þér hlýjar kveðjur og óska þér gleðilegs nýs árs.
Heilsukveðja
Sara Barðdal
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi