Ertu komin með nóg af því að byrja og hætta í ræktinni og vilt finna eitthvað sem þú heldur út?

 

Upplifir þú oft tímaleysi og nærð ekki að sinna hreyfingu eins og þú vildir?

 

Ef þú ert tilbúin að koma þér í form og taka heilsuna í gegn á nýjan hátt þá langar mig að hvetja þig til þess að vera með í mánaða þjálfuninni “Sterkari á sextán”. Ef þú kannast við að hafa lítinn tíma til að sinna heilsunni, hreyfingu eða sjálfri þér þá er þetta þjálfun fyrir þig!

 

Er komin tími til þess að prófa eitthvað nýtt, eitthvað sem virkar fyrir þig?

 • Finnst þér erfitt að komast af stað og vantar sparkið í rassinn til að byrja að hreyfa þig?
 • Langar þig að verða sterkari, líða betur og komast í form?
 • Upplifir þú mikið tímaleysi í amstri dags og getur ekki notað 1-2 klst á dag í ræktina?
 • Viltu nýta tíma með börnunum eftir vinnu og hefur ekki samviskuna í að setja þau aftur í barnapössun eða vera fjarri þeim?
 • Vilt þú finna eitthvað sem virkar fyrir þig og þú heldur út?
 • Upplifir þú orkuleysi og langar jafnvel ekki að æfa í ræktinni?

Ég skil þig svo vel, þetta er einmitt það sem ég hef upplifað sjálf í gegnum tíðina þegar ég var að byrja á mínu heilsuferðalagi. Ekki örvænta því það eru til aðrar leiðir en að keyra sig áfram í ræktinni 6 sinnum í viku til þess að komast í form og líða vel.

Eftir að ég átti son minn fór ég að leita mér leiða sem hentuðu mér í fæðingarorlofinu. Þar sem ég hafði ekki alltaf tök á að fara út og æfa á ákveðnum tímum fór ég að prófa mig áfram heima. Það kom mér fyrst á óvart hvað hægt var að ná góðum árangri með stuttum og kröftugum æfingum þar sem ég hélt alltaf að ég þyrfti að mæta á hverjum degi í ræktinni og keyra mig áfram í 1-2 klst í senn. En það eru aðrar leiðir og ef þú heldur að þetta sé eitthvað fyrir þig þá vil ég hjálpa þér að setja heilsuna í forgang með því að koma hreyfingu og góðum siðum inn í rútínuna þína með “Sterkari á 16”. 

„Orkumeiri, sterkari og jákvæðari, án samviskubits yfir fjarveru“

„Fyrir þjálfun var ég í frekar lélegu formi, upplifði tímaleysi, aðstöðuleysi og komst ekki út frá börnunum á kvöldin. Mig langaði að athuga hvort ég væri líklegri til að gefa mér tíma fyrir æfingu daglega ef þær tóku ekki langan tíma og kröfðust ekki mikillar fjarveru frá heimili og börnum. Ég upplifði þjálfunina mjög góða, æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar, það var gott feedback á facebook og almenn gleði.

Ég er orkumeiri, sterkari og jákvæðari eftir þjálfun og mér fannst best að geta alltaf fundið tíma til að gera æfingarnar. Alveg án samviskubits yfir fjarveru frá heimili og börnum. Æfingarnar voru stuttar en krefjandi, alveg eins og ég vil hafa þær“. – Hanna Sigrún Helgadóttir

„Frábær, hvetjandi og nýstárleg, ekkert mál“

Fyrir þjálfun var ég hreyfingarlaus.is, ég upplifði tímaleysi, orkuleysi og leti. Vinkona og starfsfélagi benti mér á þetta og mig langaði að prófa vegna þess að mig leist vel á þjálfarann. Ég upplifði þjálfun á mjög jákvæðan hátt! Engar þvinganir, bara jákvæð og hvetjandi viðbrögð hjá þjálfara.

Ég sá að það er ekkert mál að hreyfa sig daglega, þarf ekki að vera flókið né taka langan tíma. Æfingarnar voru krefjandi og skemmtilegar og stuðningurinn mjög góður. Uppsetningin var frábær og nýstárleg og mér fannst best hvað æfingarnar tóku ekki langan tíma og hægt var að taka tvær í einu ef maður var í stuði  – Ösp Ásgeirsdótir

„Komst loksins af stað og lærði fullt“

Fyrir þjálfun var ég í ágætu líkamlegu formi en hafði ekki æft markvisst í u.þ.b. tvö ár. og gaf mér ekki tíma í amstri dags til að æfa. Mig langaði að prófa þar sem mér leist vel á að geta gert æfingar heima. Það að vera með í svona prógrammi gefur líka ákveðið aðhald sem ég þarf á að halda.

Upplifunin var mjög góð. Mér fannst best hvað æfingarnar krefjandi, skemmtilegar og fjölbreyttar og að maður getur gert þær heima án mikils búnaðar. Líka gott að fá áminningar og hvatningu frá þjálfara í tölvupósti og Facebook. Ég komst loksins af stað og lærði fullt af nýjum æfingum sem ég get notað í framtíðinni. – Elsa Guðný Björgvinsdóttir

 

 

„Þarf ekki að djöflast í ræktinni í 90 mín 5x í viku, fékk alveg jafn mikið útúr þessu“

Fyrir þjálfun kom ég mér ekki af stað að hreyfa mig. Ég hef aldrei prófað að æfa heima, fannst þetta algjör snilld þar sem þetta var bara 16 mín og akkurat enginn afsökun til að gera þetta ekki, maður getur alltaf fundið 16 mín á hverjum degi 

Mér fannst þetta frábærar æfingar, allar, og ég sá að það þarf ekki að djöflast í ræktinni í 90 mín 5x i viku 🙂 Ég fékk alveg jafn mikið út úr þessu og því. Fannst best hvað þetta voru almennt mjög skemmtilegar æfingar, stutt, krefjandi og utanumhaldið mjög gott – Hulda María Ásgeirsdóttir

„Elskaði hvað þetta tók stuttan tíma, hvað ég gat svitnað á gólfinu heima hjá mér á no time!“

Fyrir þjálfun var ég orkulaus og hafði aldrei tíma til að æfa útaf mikilli vinnu og lærdóm. Þjálfunin var skemmtileg, oft á tíðum krefjandi en stuðningurinn mjög góður. Fannst svo æðislegt að geta tekið um 16 mínútna æfingu heima á eldhúsgólfinu og fengið bilaðar harðsperrur í rassinn daginn eftir, þurfti ekki að fara í ræktina í 60 mín til þess 😀

Ég elskaði hvað þetta tók stuttan tíma, hvað ég gat svitnað á gólfinu heima hjá mér á no time! Það var best, þetta eru snilldar æfingar 🙂 – Margrét Erla Sigríðardóttir Gourmand

„Þetta var snilld“

Fyrir þjálfun var ég á erfiðum stað og ekki með nennuna á hreinu. Mig langaði að prófa því þjálfun virkaði skilvirk og góð fyrir fólk með takmarkaðan tíma sem langar að æfa á sama tíma og sinna fjölskyldu og heimilisrekstri.

Ég upplifði þjálfun mjög vel, það var mikil fjölbreytni og æfingarnar voru krefjandi, skemmtilegar og aldrei eins. Stuðningurinn var mjög góður og Sara hugsar vel um fólkið og var virk sjálf. Uppsetningin var glæsileg og þetta var snilld!  -Kolbrún Jónsdóttir

Hverjir gætu ávinningar þínir verið:

 

 • Þyngdartap og meiri orka
 • Sterkari líkami og betra form
 • Meira þol og vellíðan
 • Jávæðari og bjartsýnni
 • Betri andleg líðan
 • Meiri tími til að sinna fjölskyldu
 • Kemur hreyfingu í rútínuna

 

Hvað er innifalið í “Sterkari á sextán” þjálfun:

 

 • 5 nýjar æfingar í hverri viku í 1 mánuð (3 mán prógram) sem þú getur gert hvar og hvenær sem er, án tækja og tóla á 16 mín.
 • Matseðil með mínum uppáhalds uppskriftum og tillögur að dagsskipulagi.
 • Aðstoð frá mér með þitt eigið mataræðið, tækifæri á að skila matardagbók og ótakmarkaður stuðningur
 • Vikuleg verkefni til þess að vinna með andlegu hliðina og hausinn
 • Markmiðaskjöl og önnur skjöl til þess að halda utanum árangur
 • Fjórar mismunandi upphitanir ásamt myndböndum
 • Myndbönd með öllum æfingunum
 • Ótakmarkaður tölvupósts stuðningur frá mér í gegnum alla þjálfun
 • Lokaður facebook hópur fyrir stuðning og hvatningu

Öll gögn eru gefin í gegnum þitt eigið heimasvæði sem þú hefur alltaf aðgang að og getur því endurtekið þjálfunina hvenær sem þú vilt.

 

ATH! Ég vil vera alveg hreinskilin við þig og þess vegna vil ég láta þig vita að þetta er ekki fyrir alla!

 

“Sterkari á sextán” er ekki fyrir þig ef:

 • Þú ert með undirliggjandi sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, of háan blóðþrýsting eða annað sem þýðir að þú þurfir á nánu eftirliti að halda
 • Þú ert að fara keppa í fitness og þarft að einangra vöðvahópa
 • Þú ætlar að taka þátt í maraþoni og þarft að þjálfa við meðal álag til lengri tíma
 • Þú glímir við mikil meiðsli og/eða getur ekki framkvæmt mikið af æfingum
 • Þú hefur aldrei æft áður og þarft á persónulegri þjálfun að halda

 

“Sterkari á sextán” er hins vegar fyrir þig ef:

 • Þig langar að komast í form á skömmum tíma og fá stuðning til að byrja
 • Þig langar að taka mataræðið í gegn og mæta nýja árinu orkumeiri
 • Þig langar að vinna með sjálfan þig, setja þér stefnu, skýr markmið og ná þeim
 • Þú hefur ekki mikinn tíma til þess að hreyfa þig og langar til þess að koma hreyfingu inn í rútínuna
 • Þig langar að styrkja þig alhliða og stuðla að betri heilsu
 • Þig langar upplifa meiri orku, hreysti og vellíðan
 • Þið langar að prófa eitthvað nýtt og hafa gaman í leiðinni
 • Þú ert heilbrigður einstaklingur yfir 18 ára
“Hefði aldrei trúað því að fjarþjálfun gæti hjálpað mér svona mikið”

Fyrir þjálfun var ekki nógu dugleg að drífa mig á stað og fann oft einhverja afsökun til að vera bara heima. Var alltaf þreytt og ég fékk mér að borða það sem var einfalt og auðvelt að grípa í og alltaf fékk ég samviskubit sem braut mig ennþá meira niður. Ég var orðin þreytt á sjálfri mér og ég vissi að ég þyrfti eitthvað til að koma mér á stað og halda mér einbeittri.

Ég hefði aldrei getað trúað því að fjarþjálfun eins og þessi gæti hjálpað mér svona mikið. Þetta var mjög þægilegt þar sem maður fær leiðbeiningar um bæði æfingar og mataræði og tala nú ekki um hvatninguna sem hélt manni gangandi.

Ég er orkumeiri núna þar sem ég hef aldrei hreyft mig jafn mikið eftir að ég átti dóttur mína. Mér líður alltaf vel eftir æfingarnar og það er engin afsökun að gera þær ekki þar sem þær taka svo stuttan tíma. Það sem stendur upp úr er hvað andleg líðan er orðin mikið betri og ég er ekki eins þreytt og stuðningurinn frá þjálfara er mjög góður sem heldur manni vel við efnið. Takk fyrir frábært námskeið 🙂  -Guðrún Hjartardóttir

“Áhugaverð og öðruvísi nálgun”

Fyrir þjálfun var ég í mjög slæmu formi líkamlega sem var farið að smita yfir í andlegu hliðina. Gat ekki gert marga hluti sem mig langaði til. Líkamlega formið var farið að setja strik í reikninginn þegar kom að ungri dóttur minni.

Mér þótti þessi nálgun áhugaverð og öðruvísi, maður notaði alltaf afsökunina „æhj ég hef ekki tíma til að fara í gymmið“ en þarna gat maður ekki sagt það, tekur enga stund og púlsinn keyrist fljótt og vel upp. Mér þykir líka afskaplega gott að sjá loksins einhvern sem leggur ekki bilaðslega áherslu á fæðubótarefni og próteindrykki.

Eftir þjálfun var ég ánægðari með sjálfa mig – stoltari af mér sjálfri. Fyrir það að hafa tekið þetta skref (að skrá mig í þjálfun) og eins eftir hverja æfingu. Það sem stendur uppúr er hvað Sara hélt vel utanum hópinn, tjékkar inn á hverjum degi og hvetur okkur áfram. Aldrei lengi að svara fyrirspurnum, Thumbs up með það. Mjög flott prógram. – Hólmfríður Pálmarsdóttir

 „Hvetjandi að sjá hversu vel var haldið utanum hópinn. Ég var að fýla þetta í botn“

Fyrir þjálfun var ég í slöppu formi og með lélegt þol. Í þjálfun byrjaði ég að finna fyrir auknum styrk í líkamanum og minni nammi löngun. Ég upplifði þjálfun skemmtilega og kom hreyfingu inn í rútínu dagsins.

Stuðningurinn var góður, uppsetningin mjög flott og mér fannst best að fá pepp á facebook, það var hvetjandi að sjá hversu vel var haldið utanum hópinn. Ég var að fýla þetta í botn-Auður Birna Snorradóttir

“Fjölbreyttar æfingar og mjög góður stuðningur”

Fyrir þjálfun hafði ég ekki æft markvist síðan mömmuleikfimin hætti síðasta sumar, ég hafði þyngst, var þreytt og verkjuð og fannst aldrei rétti tíminn til að byrja hvorki í ræktinni né breyta mataræðinu og ég upplifði mikinn tímaskort. Ávinningar úr þjálfun eru verkjaminni skrokkur, sef betur og mikið auðveldara að vakna á morgnana og stuðningurinn er mjög góður. Það besta við þjálfun eru fjölbreytni æfinga og stigvaxandi erfiðleikastig, góð og persónuleg eftirfylgni á Facebook,

Finnst annars þessar æfingar æði! Gott að taka bara stuttan tíma en ná samt að svitna helling!! Mun halda þessu áfram og er búin að draga kallinn með í þetta líka  – Fríða Guðný Birgisdóttir

Fékk aukna trú á eigin getu, þjálfun er algjör snilld

Þjálfun er algjör snilld. Endalausir kostir viđ þetta og hef ekki enn fundiđ galla. Það sem stendur uppúr er klárlega frábært pepp frá þjálfara, maður er einhvern veginn meira með hugann við þetta þegar allir eru í þessu saman, kvíði því hálfpartinn að þetta klárist, þetta hefur gengið svo vel hingað til og svo gott að vera með svona frábært utanumhald! 

Pepp frà þjàlfara og öđrum ì àskoruninni lykilatriđi ì velgengni. Ég fékk aukna trù à eigin getu, kynntist gòđum æfingum sem eg kem til međ ađ nota àfram og komst loksins af stađ ì daglega hreyfingu.“ – Björg Eyþórsdóttir

Vigtin hratt niður, sem hefur ekki gerst á svona stuttum tíma áður”

„Það sem stendur mest upp úr þessu öllu saman er eftirfylgnin og hvatningin frá þjálfara. Ótrúlegt hvað jákvæð pepp og annað getur gert, þessi hópur er líka frábær og gaman að fylgjast með öllum. Finnst hálf sorglegt að þetta sé að verða búið ? Best er einnig að þurfa ekki að redda pössun fyrir gríslingana okkar. Ég upplifi betri líkamlega og andlega líðan og Sara er dásamlegur þjálfari. Vigtin hjá mér fer líka hratt niður og það hefur bara ekki gerst á svona stuttum tíma áður. – Sara Lind Dagbjartsdóttir

Tryggðu þér fyrstu sætin ásamt skráningarbónusnum (4 auka æfingar sem þú getur byrjað á ásamt myndböndum) strax í dag, gildir aðeins til 9 apríl!

 

Námskeiðið stendur yfir frá 5 maí – 4 júní, en efni hennar er áfram í eigu þátttakenda og því alltaf hægt að endurtaka og nýta áfram

“Þetta er svo mikið frelsi, bara frábært”

„Fyrir þjálfun var ég á byrjunarreit, ekki hreyft mig sl 1 1/2 ár og andleg heilsa eftir því og orkuleysi, mataræði í óreglu og mikil sykurlöngun. Ég upplifði mikið tímaleysi og á erfitt að fara í ræktina.

Þannig þessi þjálfun var bara eins og hönnuð fyrir mig! Stuttar æfingar sem ég get gert hvar sem er, þarf ekki að fara í ræktina. Í Hiitfit veit ég að hverju ég geng, veit að ég mun klára æfinguna áður en ég byrja og það er hvetjandi. Æfingarnar eru virkilega fjölbreyttar og taka vel á.

Í dag er betri líðan, meiri styrkur, ég er farin að passa betur í fötin mín. Orka og úthald betra og mataræðið mun betra. Það besta við þjálfun voru stuttar æfingar, tékka mig inn-hvatning, Facebook hópurinn, umræðurnar og videó af öllum æfingunum.

Það er svo mikið frelsi við það að æfa heima! Það er enginn að horfa á þig, skiptir engu þótt maður sé í ósamstæðum íþróttafötum, ég æfi þegar ég hef tíma.. Þetta er bara frábært !“ – Thelma Dröfn

“Best hvað þetta tók stuttan tíma, var skemmtilegt og vel haldið utanum mann”

„Fyrir þjálfun Hreyfði mig lítið sem ekkert og upplifði orkuleysi eftir vinnu. Ég var orðin of þung og langaði að fara að hreyfa mig, en þar sem að ég er mikið ein heima með börnin þá hentar mér ekki að fara í ræktina (vil ekki setja þau i gæslu eftir langan leikskóladag) svo þjálfun var fullkomin fyrir mig, þarf ekki að fara út úr húsi eða redda pössun fyrir börnin.

Eftir þjálfun upplifi ég svo miklu meiri orku og meira þol og ég finn hvað ég er orðin mun sterkari! Mér líður svo miklu betur og sykurlöngun svo sáralítil. Æfingarnar eru krefjandi og skemmtilegar og stuðningurinn mjög góður. Mér fannst best hvað þetta tók stuttan tíma, var skemmtilegt og vel haldið utanum mann, þetta er snilld! Takk kærlega fyrir æðislegt námskeið og að hjálpa mér af stað!“ – Kolbrún Ósk Eyþórsdóttir

Finn greinilegan mun á þessum stutta tíma, bæði á vigt og cm

Mig langaði til að prófa þjálfun því ég hef ekki tíma til að fara í líkamsrækt. Mér finnst þetta vera frábært! Æfingar voru frábærar og svo þægilegt að vera bara á tásunum heima hjá sér og blasta einhverri tónlist. Miklu betra að gera stuttar æfingar þegar ég á lausan hálftíma. Líka fínt að geta verið í einhverjum fötum sem ég myndi ekki láta sjá mig í opinberlega. Og ég finn svo greinilegan mun á mér á þessum stutta tíma síðan ég byrjaði, bæði á vigt og cm.

Sara er líka svo jákvæð og dugleg að peppa okkur upp og mér finnst líka mjög hvetjandi að vera í svona hóp. Ég þekki enga af ykkur en svei mér þá, held ég eigi eftir að sakna ykkar!“  María Björk Guðmundsdóttir

Komin með nýtt viðhorf á mataræði og æfingar, sé ekki eftir þessu

Það sem stendur upp úr er hvatningin og peppið! Það er oft sem maður kemur sér ekki af stað og þá er nóg að hugsa um hvað allir eru duglegir og peppaðir inni á þessum hóp. Að geta æft hvenær sem er, útaf fyrir mig og þurfa ekki að fara útúr húsi er mesti kosturinn fyrir mig. Einnig er ég svo ánægð með hvað Sara er með heilbrigða og góða nálgun og hugsað útfrá því að þessar breytingar endist, bæði hvað varðar mataræði og hreyfingu.

Þetta hefur verið frábært og gaman að finna styrkinn og úthaldið aukast. Ekki er verra að dóttir mín er mjög spennt fyrir æfingunum – frábært að vera góð fyrirmynd.

Takk fyrir mig! Viðhorf Söru gerði mér kleift að breyta mínum viðhorfum  og hugsunum um mig sjálfa, mitt mataræði og æfingar. Sé sko ekki efir því að skrá mig í þjálfun hjá þér.– Hjördís Inga Hjörleifsdóttir

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!