Ég hjálpa uppteknum konum komast í sitt besta form á aðeins 20 mín á dag, þannig að þær verði sterkari, orkumeiri og glaðari einstaklingar sem elska lífsstílinn sinn, án allra öfga, boða og banna.
Nokkrir hlutir sem HiiTFiT.is leggur áherslu á
Þú þarft ekki að eyða mörgum klukkutímum í ræktinni til þess að komast í form.
Hver sagði að 60 mínútur væri sá tími sem þú þarft að hreyfa þig til þess að komast í form? Stuttar en kraftmiklar æfingar gera ótrúlega mikið fyrir þig. Sjáðu hvað rannsóknir hafa verið að sýna hér. Mottóið okkar er að þú færð það sem þú leggur út og þess vegna þýðir EKKI að framkvæma æfingarnar í rólegheitum. Þú þarft virkilega að leggja þig fram.
Þú þarft ekki lyftingarsal eða dýr tæki og tól til að komast í form.
Bara nokkrir einfaldir hlutir eins og æfingardýna kemur þér af stað. Það er ótrúlega árangursríkt að nota eigin líkamsþyngd og þú kemst langt áfram með smá hugmyndaflugi. Einföld og ódýr tól eins og teygja, bolti eða lóð geta síðan hjálpað til við að þyngja æfingarnar og gert þær meira krefjandi.
Lykillinn að því að komast í form og vera í formi er að hætta ekki og gefast aldrei upp.
Leiðin að betri lífsstíl er aldrei bein, ef það koma upp bakslög, byrjaðu aftur og haltu áfram. Þú getur allt ef þú virkilega vilt það.
Ég trúi því að allir eigi að geta fundið tíma og hreyfingu sem hentar þeim. Hér leggjum við áherslu á stuttar en kraftmiklar æfingar sem þú getur gert hvar og hvenær sem er. Ef það er eitthvað sem heillar þig, vertu endilega með okkur í HiitFit samfélaginu þar sem við hreyfum okkur heilsunnar vegna og höldum okkur saman í formi.
Ert þú tilbúin að breyta um lífsstíl??
Komstu að því með því að svara þessum 10 spurningum
HiiT stendur fyrir high intensity interval training, þetta er æfingarkerfi sem byggir á hugmyndafræðinni um breytilegt álag. Við keyrum okkur áfram í stuttum áköfum lotum og minnkum síðan álagið inná milli eða hvílum. Þetta er ein besta brennsluaðferð sem til er þar sem Hiit æfingar keyra upp grunnbrennslu líkamans. Sýnt hefur verið fram á að þetta er mun árangursríkari aðferð en langar æfingar á litlu eða meðalálagi. Þetta er líka svo miklu skemmtilegra, hver nennir að hanga á hlaupabrettinu í klukkutíma?
Hér finnur þú æfingar sem þú getur gert hvar og hvenær sem er, þær taka ekki mikinn tíma úr deginum þínum og það eru því engar afsakanir fyrir að hreyfa sig ekki. Ég býð einnig upp á persónulega þjálfun í gegnum netið í gegnum spennandi þjálfun sem heitir „Sterkari á 16„. En hún er fyrir þá sem vilja styrkja sig og bæta þol á skömmum tíma, án þess að þurfa kort í ræktina.
En núna vil ég hvetja til að byrja að hreyfa þig núna og verða þannig hraustari og heilbrigðari (er það ekki eitthvað sem við viljum öll?).
Byrjaðu strax í dag með því að taka prófið!