Þóranna Halldórsdóttir er 38 ára og starfar sem ráðgjafi hjá Virk starfsendurhæfingu en er sem stendur í veikindaleyfi. Hún er grunnskólakennari að mennt en hefur auk þess bætt við sig táknmálsfræði, og starfað sem táknmálstúlkur, ásamt því að hafa master í verkefnastjórnun MPM.
Hún á fjögur frábær börn, það elsta 13 ára og yngsta tveggja ára, sem halda henni vel við efnið og gefa lítið svigrúm fyrir áhugamálin en hún hefur annars mikinn áhuga á öllum íþróttum. Þóranna er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og því kemur ekki á óvart að hún hafi sérstakt dálæti á fótbolta, en hún spilaði hann lengi vel þar til hún lagði skóna á hilluna og tók sér stöðu á hliðarlínunni sem diggur stuðningsmaður og æst fótboltamamma, að eigin sögn.
Afhverju HiiTFiT þjálfun?
Ég var nánast búin að prófa allt sem hægt er að prófa hvað varðar þjálfun eftir að ég hætti í boltanum, og sérstaklega eftir að ég eignaðist öll þessi dásamlegu börn varð virkilega erfitt að finna sér tíma til að losna við þessi kíló eftir meðgöngurnar, svo mér gekk frekar illa að koma mér af stað.
Á einum tímapunkti voru vinkonur mínar alltaf að senda snap af sér nýbúnar að klára HiiTFiT æfingu. Innst inni öfundaði ég þær smá en var að sama skapi mjög ánægð með hvað þær voru duglegar. Einn daginn ákvað ég bara að breyta um hugarfar og taka við öllu sem yrði kastað til mín sem myndi leiða til betri lífsstíls. Þann dag opnaði ég facebook og það fyrsta sem upp kom var HiiTFiT og Valkyrjuhópurinn og ég sló til! Og ég sé sko alls ekki eftir því, þetta prógramm og þessi frábæri hópur hentar mér einstaklega vel. Ég get gert þessar æfingar hvar sem er og hvenær sem er og það er ekkert pláss fyrir afsakanir!
Hverjar eru helstu jákvæðu breytingarnar sem þú hefur fundið fyrir eftir að þú byrjaðir í þjálfun hjá HiiTFiT/Valkyrjunum?
Bestu breytingarnar sem ég hef fundið fyrir eru aðallega tengdar andlega þættinum. Var að glíma við fæðingardepurð og óþægilega fylgifiska hennar. Það er ótrúlegt hvað smá hreyfing getur haft áhrif á andlegu hliðina. Ég er mun orkumeiri og lífið er bara miklu skemmtilegra. Þetta helst svo allt í hendur, með aukinni hreyfingu fór mataræðið að verða betra – megin uppistaðan í mínu mataræði núna er græn, því allt er vænt sem vel er grænt.
Líkamlega er ég sjálf öll stæltari og sterkari, eða eins og maðurinn minn orðaði það skemmtilega, þá er ég meira straumlínulaga. Bónusinn er svo að nokkrir sentrimetrar og einhver kíló hafa látið sig hverfa á leiðinni.
Hverjir eru þínir uppáhalds ávinningar sem þú hefur upplifað með þjálfuninni?
Ég er öll að verða líkari sjálfri mér eins og ég á að mér að vera. Mér líður betur í eigin skinni og er sáttari við sjálfa mig. Það er yndislegt að horfa á þann ávinning og þá sérstaklega hvað þessi vellíðan smitar út frá sér. Börnin mín, maki og vinir taka eftir breytingunni og allir eru mjög sáttir við að fá mig sjálfa aftur til baka. Lífið er skemmtilegra og auðveldara með smá hreyfingu. Já, og ég sver það, hrukkulínurnar á enninu á mér eru að sléttast út!
Hver er þinn uppáhalds æfingastaður?
Stofugólfið er mitt uppáhalds gólf. Þar er nóg pláss og ég hef ljómandi fallegt útsýni sem dreifir huganum þegar ég er alveg að gefast upp. Svo er frábært að vera í stofunni þegar allir eru heima því peyjarnir á heimilinu eru rosalega duglegir að hvetja mömmu sína áfram og taka æfingarnar með mér. Úti í náttúrunni er auðvitað æðislegt að gera æfingarnar líka, verst hvað það er bara oft svolítið rok hérna í Eyjum!
Ertu með einhver æfingatips sem hafa reynst þér vel?
Mér finnst æðislegt að komast í útihlaup áður en ég tek HiiTFiT æfingu en ég náði mér appið Running for Weight Loss fylgi því. Þar er líka hægt að fylgja gönguprógrammi ef fólk hefur ekki áhuga á hlaupi.
Mitt ráð er að byrja ekki of hratt og ætla sér of mikið í einu, til dæmis að ætla að hreyfa sig fimm sinnum í viku og fara auk þess tvisvar sinnum í viku jóga. Fara frekar hægt af stað og auka við sig smátt og smátt því þá hef ég trú á að maður nái að komast að markmiði sínu á þeim tíma sem lagt var upp með.
Svo finnst mér ótrúlega gott að vera bara á tásunum að gera æfingar. Hefði ekki trúað því fyrr en ég prófaði það óvart. Var alveg viss að það færi ekkert sérlega vel í stoðkerfið en svo reyndist ekki.
Eru einhverjar æfingar sem þér finnst erfiðari en aðrar og þarft að aðlaga?
Sumar magaæfingar finnst mér erfiðar þar sem ég er með einhver slit og skekkju í bakinu, en þá bara geri ég eins margar og ég get og færi mig svo í planka í 20 – 45 sek, allt eftir því hversu margar magaæfingar ég náði að gera áður. Finnst ekkert mál að skipta út æfingum sem ég á erfitt með, sem segir mér að ég hef lært mjög margt í mínu Valkyrju-ferðalagi. Já, og hver elskar ekki Burpees…. Djók.
Er einhver æfing í sérstöku uppáhaldi?
Ég elska allar útfærslur af plankanum! Finnst svo magnað að spenna svona marga vöðva í einni æfingu og finnst stundum eins og ég spenni hárið í leiðinni!
Svo finnst mér fram og afturstig skemmtileg núna, því ég er búin að ná ágætis tökum á þeim. En þær æfingar voru alls ekki í uppáhaldi hjá mér til að byrja með.
Hvaða áhrif hefur HiiTFiT-þjálfunin haft á mataræðið þitt?
Fyrst og fremst er ég miklu orku- og úthaldsmeiri. Og eins og ég nefndi hér fyrr þá er að sléttast úr hrukkunum á enninu á mér! Ég er ekki eins útþemd og finn aldrei til hungurs.
Sykurlausa vikan gerði algjört kraftaverk fyrir mig og held ég mér mjög mikið við það mataræði þó svo það komi að sjálfsögðu inn á milli dagar þar sem annað er á boðstólunum. Markmiðið er þó alltaf að velja hollari kostinn, sem er mjög gott að hafa alltaf á bak við eyrað.
Til viðbótar, þá drekk ég nú miklu meira vatn en ég gerði. Ég hef það fyrir reglu að drekka alltaf eitt glas fyrir hverja máltíð og hef svo vatn með henni. Drekk líka vel af vatni fyrir og eftir æfingar. Vatnsdrykkjan hefur haft frábær áhrif á allan minn líkama. Ég er nánast eins mjúk og barnsrass þar sem áður var ég jafn þurr og harðfiskur.
Uppáhalds-gotteríið hjá mér eru hafraklattarnir úr sykurlausu vikunni. Það er hægt að gera svo ótrúlega mikið með þeim og nota þá við fjölbreytt tækifæri, til dæmis sem eftirrétt með því að setja smá rjóma eða sykurlausan ís og ber ofaná. Mjög svo girnilegur desert!
Þín uppáhalds HiiTFiT-þjálfunar minning
Ég átti að nota lóð í einni æfingu en ég átti engin lóð svo ég setti prógrammið á pásu,hljóp inn í þvottahús og fann tóman þvottaefnisbrúsa sem ég fyllti af vatni. Notaði hann svo sem lóð í æfingunni. Það fór ekki betur en svo að ég angaði allan daginn af Ariel sensitive! Það leið ekki langur tími þar til ég var búin að fjárfesta bæði í lóðum og teygjum!
Vilt þú vera með í Valkyrju samfélaginu?
Núna getur þú tryggt þér þriggja mánaða plan á verði eins með því að skrá þig fyrir mánaðarmótin!
Ef þú ert með einhverjar spurningar, ekki hika við að senda okkur línu á netfangið hiitfit@hiitfit.is