Guðný er 33 ára sauðfjárbóndi með þrjú börn á aldrinum átján mánaða til átta ára og nýjasta verkefnið hennar er að koma á laggirnar fullvinnslu á kjötinu þeirra. Það að vera sauðfjárbóndi þýðir aukavinna ofan á aukavinnu ásamt búskapnum, en heppilega er það einnig hennar helsta áhugamál. Það er ótrúlega mikill tími sem fer í búskapinn og því nánast ómögulegt að standa í því ef það er ekki það sem maður hefur brennandi áhuga á og gefur manni lífsfyllingu. Þess fyrir utan hefur hún unnið sem ráðgjafi fyrir bændur, sem þýðir enn eina aukavinnuna, en að þessu sinni í kyrrsetu á skrifstofu.

Því miður virðast klukkustundirnar í sólarhringnum oftar en ekki vera of fáar en Guðný hefur með Valkyrjunum fundið tíma til þess að taka mataræðið í gegn ásamt því að koma hreyfingu inn í reglulega rútínu.

 

Kannastu við að vilja forgangsraða hreyfingu og heilsu framar en þú gerir nú þegar, hefur löngunina til að taka þig á og breyta um lífstíl en finnst erfitt að finna tímann til að byrja – skráðu þig þá í 10 daga ókeypis HiiTFiT áskorun sem hefst í næstu viku!!

Smelltu HÉR til að skrá þig!

 

 

Afhverju HiiTFiT þjálfun?

Ég byrjaði í Sterkari á 16 í janúar 2018 vegna þess að ég þurfti nauðsynlega að koma mér af stað í líkamsrækt. Ég kom aldrei neinni hreyfingu að yfirleitt voru það alltaf afsaknir og vesen sem urðu ofan á. Sterkari á 16 hentaði mér hinsvegar fullkomlega; æfingarnar voru stuttar en aðhaldið og aðstoðin var það sem kom mér á bragðið! Síðan hefur ekki verið aftur snúið, sem betur fer!

 

Hvernig hefur þátttakan í Valkyrjunum haft áhrif á hversdaginn þinn?

Markviss og regluleg hreyfing er loksins orðin að lífstíl hjá mér, ekki tímabundnu átaki! Svo er meira af grænmeti og ávöxtum í daglegu mataræði í stað brauðmetis.

 

Hvaða helstu jákvæðu breytingum og ávinningum tekurðu eftir, eftir að þú byrjaðir í Valkyrjunum?

Ég er miklu orkumeiri núna ásamt því að mér þykir bara mun vænna um líkama minn en áður. Andleg vellíðan er líka miklu meiri. Ég var að glíma við stoðkerfavandamál vegna skrifstofusetu og síðan syrpuvinnu í búskapnum, en það hefur batnað til muna eftir að ég byrjaði í Valkyrjunum. Þar að auki er ég miklu betri fyrirmynd fyrir stelpurnar mínar sem eru að alast upp í samfélagi þar sem ímynd líkamans er ekki alltaf birt á sem jákvæðastan og heilbrigðastan hátt.

 

Hver er þinn uppáhalds æfingastaður?

Æfingarnar eru yfirleitt gerðar á stofugólfinu með krakkagormana einhversstaðar í nálægð við mig. Ég hef einnig tekið nokkrar æðislegar æfingar úti undir berum himni þar sem veðrið hefur leikið býsna vel við okkur hér fyrir austan í sumar.

 

Ertu með einhver æfingatips sem hafa reynst þér vel?

Ég er enn að vinna að almennilegu skipulagi hjá mér en ég finn hvað föst rútína gerir mikið og er nauðsynleg til að æfingin detti ekki upp fyrir. Ég er nefnilega alls engin morgunhæna sem getur byrjað daginn á æfingu. Því miður!

 

Grænmetiskassi frá Bændur í bænum

Eru einhverjar æfingar sem þér finnst erfiðari en aðrar og þarft að aðlaga?

ÖFUG BURPEES er ómöguleg! Að standa upp er ekki fræðilegur möguleiki í 40 sekúndur. Bara fyrstu tvö til þrjú skiptin!

En það er svolítið hvetjandi að geta ekki gert alltaf allar æfingar, það tendrar upp í þrjóskunni hjá manni sem hvetur mann til að halda áfram svo þessi æfing verði sigruð einn daginn! Það að uppgötva að maður geti allt í einu gert tíu venjulegar burpees á 40 sekúndum í stað þriggja, eins og maður gerði í upphafi, þá springur maður úr stolti yfir sjálfri sér!

 

Er einhver æfing/challenge í sérstöku uppáhaldi?

Mér finnst handstöðu míni-kúrsinn alveg geggjaður! Ég er enn á þeim stað að vera að byggja upp kjarkinn til að sparka mér upp að veggnum, en með því að þjálfa mig markvisst samkvæmt planinu hennar Söru mun ég ná því einn daginn og er það frábær tilfinning.

Einnig er sumarskjalið svo hvetjandi í sumarfríinu þegar skipulagið heima er ekki það besta – börnin þrjú heima og heyskapurinn í fullum gangi, gestagangur, allskonar fjölbreyttar uppákomur og fleira sem erfitt er að sjá fyrir.

Ég er þó enn að finna út úr því hvernig ég get látið lítið súkkulaðistykki duga en háma ekki í mig allan pakkann sama kvöldið …eða þá allan nammiskápinn ef svo ber undir.

 

Grænmetisgrýturéttur með hundasúrum, að hætti Guðnýjar

Hvernig er með markmið í mataræðinu?

Ég er að setja mér markmið í mataræðinu og stefni með fullum krafti á sykurleysi!

Ég hef samt fyrir reglu að það fari eitthvað grænt inn fyrir mínar varir hvern dag! Einn daginn átti ég þó alls ekki neitt grænt. Það var allt búið í kotinu en eina sem ég átti til voru afgangar af grýturétt með fullt af grænmeti í, en samt engu grænu. Þá notaði ég lausnamiðuðu hugsunina, stökk út og týndi nokkrar hundasúrur! Þær hafa líka oft ratað í bústana hjá mér í sumar og það er alveg meiriháttar gott!

Ég stefni einnig á að halda áfram að auka meira grænt í mínu mataræði. Ég gerðist áskrifandi að kössum frá Bændur í bænum sem er alveg lífsnauðsynlegt hérna í sveitinni. Á alltaf eitthvað grænmeti til núna og fæ oft eitthvað sem ég annars hefði aldrei keypt. Þetta hristir upp í matseldinni hjá mér og gefur mér hugmyndir, sem er frelsandi.

Matarinnkaupin eru orðin allt öðruvísi hjá mér og brauðmeti er eitthvað sem hefur minnkað til muna. Ég finn miklu betur núna hve mikil áhrif góð og heilnæm næring hefur. Ásamt því að vera í núinu þegar maður borðar. Það skiptir bara öllu.

 

Hvaða áhrif hefur Valkyrjulífið haft á fólkið í kringum þig?

Fjölskyldulífið er auðveldara! Því mamman er ekki eins pirruð og áður og betur í stakk búin til að takast á við dagana í félagsskap með börnunum.

 

Hvaða ávinning finnur þú af hugaræfingunum?

Hugaræfingarnar skipta öllu máli. Ef hugurinn er ekki með manni í þessu þá gengur þetta ekki neitt.

 

Hvaða hindrunum eða erfiðleikum hefur þú lent í og hvernig hefur þú komist yfir það?

Ég hef bæði lent í því að skipulagið hefur ekkert hjálpað – suma daga er ekki hægt að skipuleggja í sveitinni og þjálfunin því stundum lent á hakanum. En þá er óhefðbundnari hvatning eins og sumarskjalið mjög mikilvæg!

Þetta kemur allt með æfingunni, finna mismunandi leiðir og nýta möguleg tækifæri til að taka æfingu. Líkt og að skella sér með einn 15 kg þungan á háhest í klukkutíma göngutúr upp á við. Eða hendast bara í æfingu og taka þá 8 ára með sem „hefur ekkert að gera“ í sumarfríinu sínu.

 

Hvað myndir þú segja við stelpur og konur sem eru búnar að vera að hugsa um að breyta lífsstíl sínum en eiga erfitt með að taka fyrsta skrefið?

Að horfa til framtíðar, sjá sig fyrir sér sem ömmu og spyrja: Hvernig vilt þú geta sinnt barnabörnunum þínum? Viltu geta gert það sem þig lystir með þeim, leikið við þau og fylgt þeim eftir? Því áður en maður veit af er maður kominn á þann stað og getur ekkert gert ef heilsan hefur brugðist manni. En við getum gert eitthvað í því núna sem nýtist okkur líka NÚNA!

Einnig skiptir svo miklu máli að umlykja sig þeim sem eru að hugsa eins og maður sjálfur og gera það sama – þá eru Valkyrjurnar algjörlega málið! Þar er maður á sínum eigin forsendum og getur sótt þangað hvatningu og heilræði sem eru ómissandi.

 

Hver er þín framtíðarsýn?

Mín framtíðarsýn er að ná líkamlegu og andlegu jafnvægi í lífinu!

Líkamlegu jafnvægi: Þar sem ég get auðveldlega sinnt bústörfunum, rúið, smalað og allt það án þess að fá líkamlega verki! Andlegu jafnvægi: Þunglyndi hefur hrjáð mig í nokkurn tíma og ég finn að hreyfing og gott mataræði hjálpar helling til með það.

Svo er það auðvitað jafnvægið í heimilislífinu sem fæst með mömmu sem er í góðu jafnvægi.

 

 

 

 

Ertu tilbúin í HiiTFiT áskorun?

Smelltu HÉR og vertu með!!