Kannast þú við að setja þér markmið og ná þeim ekki?

Ég held að við getum öll tengt við það að byrja af krafti og ákveðni í að breyta til hins betra, en síðan tekur lífið við og við dettum fljótlega aftur í gömlu rútínuna. Eins og ég kom aðeins inná í síðasta bloggi þá stöndum við og föllum með hausnum og hugarfari. Hann er nr. 1, 2 og 3 að mínu mati og þess vegna langaði mig að deila með þér 1 aðferð sem ég lærði og fór í gegnum sjálf um daginn.

Ég á nefnilega líka mínu slæmu daga og þarf stöðugt að minna mig á markmiðin mín og af hverju ég er að gera það sem ég geri. Þeir verða þó alltaf færri og færri með tímanum og með litlum skrefum setur maður inn nýjar venjur og heilbrigðari rútína myndast og festist í sessi.

Aðferðin heitir á ensku “How to get anything you want” og ég lærði hana frá Marie Forleo. Mér fannst hún hjálpa mér svo mikið að sjá hlutina skýrar að ég varð að fá að deila henni með þér. Ég setti hana upp á pdf fyrir þig þannig þú getir gert hana í tölvunni eða prentað út og skrifað niður. Ég mæli sterklega með því að þú prentir hana út ef þú hefur aðgang að prentara því rannsóknir hafa sýnt að með því að með því að skrifa hlutina niður þá eykur þú líkurnar á að ná þeim. 

forsiðumynd

[et_bloom_inline optin_id=“optin_8″]

Ég vona að hún nýtist vel og hjálpar þér að taka næstu skref að hamingjusamari útgáfu af þér og ekki gleyma að deila með vinum sem gætu hagnast á hugaræfingu.

Ást og kærleikur 🙂

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi