Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir mig og ég hef ekki talað mikið um það opinberlega. En ég er komin rúma 7 mánuði á leið og á að eiga lítinn dreng í byrjun september. Að ganga með barn fer rosalega misvel í konur eins og mæður þarna úti vita, og fyrir mig sem var komin í besta form lífs míns, með endalaust af orku og heilbrigða rútínu sem gaf mér gleði og kraft, var erfitt að missa þetta allt niður, verða orkulaus, hætta að geta hreyft mig eins og ég var vön og fylgjast með líkamanum breytast. 

Þessi mynd var tekin í desember 2015, stuttu áður en ég komst að því að ég væri ófrsík

Þessi mynd var tekin í desember 2015, stuttu áður en ég komst að því að ég væri ófrísk. (inná Instagram: sarab_hiitfit)

 

Ég veit hins vegar að þetta er bara stutt tímabil á lífsleiðinni og hlakka ótrúlega mikið til að fá nýjan einstakling í hendurnar í haust. Ég er staðráðin í að koma mér aftur á þann stað sem ég var fyrir meðgönguna og langar að leyfa þér að fylgjast betur með. Ég veit að það er margar mæður sem lesa bloggið og jafnvel einhverjar sem eru að ganga í gegnum það sama og ég.

Ég ætla því að opna fyrir Snapchat aðgang (sem áður var bara fyrir vini og fjölskyldu) og deila nánar þeim skrefum sem ég ætla að taka fyrir og eftir meðgöngu. Allt sem snýr að mataræði, hreyfingu, hugarfari og heilbrigðum lífsstíl og hvernig ég tækla allt það sem fylgir því að vera vinnandi móðir, með heimili, félagslíf og sérstaklega mikla ást á súkkulaði. Góðir og slæmir dagar, ég lofa engar glansmyndir og rugl. 

Fyrir áhugasama er notendanafnið mitt: sarabarddal 

sarabarddal (1)

Einnig mun ég halda áfram að senda út fréttabréf 2 sinnum í mánuði og deila með þér hollráðum að heilbrigðum lífsstíl. Síðan verður þjálfunin vinsæla “Sterkari á 16” ennþá á sínum stað eftir nokkra mánaða pásu og nýjar og spennandi þjálfanir eru einnig í pípunum. En ég mun líklega bæta við meiri áherslu á hugarfar og hugarvinnu, því ég hef séð það aftur og aftur að ef hausinn er ekki á réttum stað þá gerist ekki neitt og ég vil að þú lærir að þekkja þínar eigin hindranir og af hverju þér tekst ekki að ná markmiðum þínum (ef það á við þig).

Ef þú ert ekki nú þegar á póstlista, skráðu þig hérna neðst á síðunni og fáðu sendar 5 heimaæfingar sem keyra upp púlsinn og kveikja á fitubrennslu á leiðinni

Ég hlakka síðan til að sjá þig á Snapchat

Þangað til næst

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi