Breyttu hugarfarinu, sigraðu hindranirnar og vertu ástfangin af líkama þínum aftur

Þú ert ekki ein með þessi markmið – svo ekki standa í þessu ein!

Vertu með í samfélaginu, fáðu stuðninginn og njóttu nýja lífsstílsins!

Ég trúi því að innan í okkur öllum sofi valkyrja

– ástríðufull, kröftug og sterk kona. Þegar hún tekur stjórnina þá lætur hún ekkert stoppa sig!

…en fyrst þurfum við að vekja hana innra með okkur!

  • Er þreyta og orkuleysi hluti af þínum hefðbundna degi?
  • Fær hreyfing og líkamsrækt að sitja á hakanum í amstri dagsins?
  • Langar þig að bæta mataræðið en njóta þess á sama tíma að borða bragðgóðan mat?
  • Viltu gera heilbrigðan lífsstíl að þínum varanlega lífsstíl?
  • Viltu losna við sykurlanganir og nartþörf?
  • Ertu aftarlega í þinni eigin forgangsröðun?

 

„Mér finnst svo sorglegt að lifa ekki lífinu til fulls og geta ekki notið alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Ég var sjálf í mörg ár að finna mitt jafnvægi, þennan lífsstíl sem ég elska og í dag er hugarfarið mitt allt annað. Ég hreyfi mig því ég vil rækta líkama minn og verða sterkari. Ég vel mat sem gefur mér holla og góða næringu sem ég veit að hentar mínum líkama og gefur mér næga orku til að fást við verkefni dagsins og njóta þeirra. Það tekur tíma að breyta gömlum venjum og til þess þarf mikla hugarvinnu, það þarf plan til þess að vinna eftir, hvatningu til þess að halda sér við efnið og stuðning til þess að ná næsta skrefi.

Til þess að ná langtíma árangri þarf maður að gefa sér tíma, en ég hef einnig lært að þú þarft ekki endilega mörg ár til þess að byrja að ná góðum árangri. Ef þú færð strax réttu tólin og áætlunina til að fylgja, samfélagið sem styður við þig og hvetur þig áfram verður ferðalagið þitt að árangri bæði styttra og skemmtilegra“.

Valkyrjurnar skiptast í fimm mismunandi flokka – Hreyfingu, mataræði, hugarfar, hugleiðslur og samfélag.

Heilbrigð sál veitir grunn til að byggja upp hraustan og sterkan líkama, hollt og gott mataræði sem hægt er að njóta og lifandi samfélag sem styður við þig og þín markmið.

Valkyrjulífsstílinn er heilbrigður lífsstíl sem þú heldur út til frambúðar!

Hugarfar!

  • Sýndu sjálfri þér umhyggju í stað þess að vinna gegn þér
  • Settu þér markmið og náðu þeim
  • Styrktu andlegu hliðina
  • Tileinkaðu þér jákvætt hugarfar

Hvers virði er æfingaplan þegar hugurinn vinnur í sífellu gegn þér?

Sterkt og jákvætt hugarfar er lykill að árangri en yfirleitt er stærsta hindrunin þú sjálf. Við leggjum mikla áherslu á að skapa þennan grunn með nákvæmri hugarvinnu. Við sigrumst á hindrununum sem eru í veginum og kveðjum afsakanirnar sem halda aftur af okkur. Saman sköpum við nýjan veruleika – nýjan og varanlegan lífsstíl – þar sem þú ert sterk, hamingjusöm og í jafnvægi!

Sterkur og heilbrigður líkami!

  • Styrktu líkamann og auktu úthaldið
  • Horfðu í spegilinn og vertu stolt af því sem þú sérð
  • Elskaðu líkama þinn eins og hann er núna
  • Vertu úthaldsmeiri og sterkari í daglegum störfum
  • Finndu meiri líkamlega vellíðan

Alla dreymir um langt og innihaldsríkt líf. En ef heilsan bregst, hvað þá?

Þegar kemur að líkamlegri heilsu spila hreyfing og mataræði stærstu hlutverkin. Í Valkyrjunum viljum við styrkja líkamann og halda honum hraustum, en á sama tíma njóta þess að hreyfa okkur og finna vellíðanina sem kemur með heilbrigðum lífsstíl.

Hollt mataræði!

  • Njóttu þess að borða hollan og góðan mat
  • Finndu jafnvægið í mataræðinu – engin boð eða bönn
  • Minnkaðu sykurlöngunina og fáðu meiri orku
  • Finndu út hvaða matur styður best við þinn einstaka líkama

Gefðu líkamanum þínum besta mögulega eldsneytið til þess að hann starfi sem best. Slepptu megruninni og byrjaðu að borða fyrir heilsuna þína. Engar öfgar, boð eða bönn. Bara hreinn og góður matur sem styður við fitubrennslu, vöðvauppbyggingu og aukna orku.

Lifandi samfélag!

  • Fáðu daglegan stuðning og hvatningu
  • Vertu í heilbrigðum félagsskap sem heldur þér við efnið
  • Finndu styrkinn í að gera hlutina með öðrum sem deila svipuðum markmiðum

Umhverfið skiptir öllu máli! Þinn eigin viljastyrkur er mikilvægur en til þess að komast lengra er enn mikilvægara að umlykja sig með þeim sem styðja mann og hvetja áfram. Við þurfum stuðning og samfélag til þess að komast yfir hindranir, í gegnum slæmu dagana og til að peppa okkur áfram þegar við missum móðinn.

Mánaðarleg Valkyrjuáskrift inniheldur:

>>>

Hugarfar

  • Hugaræfingar í hverjum mánuði sem hjálpa þér að komast lengra
  • Kennsluupptökur þar sem við vinnum með þitt hugarfar og verkefni sem hjálpa þér að breyta því
  • Hugaræfingar sem byggja upp sjálfstraust og sjálfsumhyggju
  • Slökunaræfingar og hugleiðslur
  • Aðstoð við markmiðasetningu

>>>

Sterkur líkami

  • Fljótlegar og áhrifaríkar HiiT heimaæfingar sem þú getur gert hvar og hvenær sem er á innan við 30 mínútum
  • Nýtt æfingaplan í hverjum mánuði
  • Sérstakar æfingar með áherslu á að styrkja einstaka líkamshluta: rass, core, efri og neðri hluta líkamans svo dæmi séu nefnd.
  • Teygjuæfingar og yogamyndbönd fyrir slökun og aukinn liðleika
  • Sérstakar upphitunaræfingar
  • Styrktaræfingar með eða án lóða
  • Power æfingar – extra stuttar æfingar þegar þú hefur enn minni tíma
  • Áskorun mánaðarins

>>>

Hollt mataræði

  • Ítarlega matseðla með einföldum skrefum sem minnka sykurlöngun og auka vellíðan
  • Uppskriftir að hreinum og hollum réttum
  • Fræðslu og leiðbeiningar varðandi fjölbreytt og hollt mataræði svo þú getir viðhaldið heilbrigðum lífsstíl til lengdar
  • Nýjan fróðleik og nýjar uppskriftir í hverjum mánuði

>>>

Lifandi samfélag

  • Lokaðan og lifandi Facebook hóp með öðrum stelpum og konum sem eru að gera nákvæmlega það sama og þú
  • Stuðning og hvatningu í gegnum Facebook, heimasvæði og tölvupóst
  • Ótakmarkaðan aðgang að þjálfara og stuðningsfulltrúa í gegnum Facebook og tölvupóst
  • Regluleg verðlaun fyrir virkar Valkyrjur
  • LIVE kennslur og viðburðir reglulega

Allt hér að ofan og mun fleiri nýjungar í framtíðinni

  •  

„Í dag vel ég að hreyfa mig til þess að halda góðri heilsu og geta verið til staðar fyrir strákana mína. Ég vil vera sterk og hraust. Ég elska þennan lífsstíl og er svo sjúklega þakklát fyrir þennan hóp og stuðninginn sem í honum er. Peppið sem við fáum er svo frábært og ég lít ekki á þetta sem einhverja skyndilausn þar sem ég vil styrkja mig og grennast núna strax heldur ætla ég að gera þetta á heilsusaman hátt og líða vel á meðan – það er alveg nýtt fyrir mér!“

Hafdís Gunnarsdóttir

NÝTT og UPPFÆRT heimasvæði stútfullt af heimaæfingum, uppskriftum, fræðslu, hugaræfingum og hugleiðslum.

 

 

 

Við vorum að uppfæra heimasvæðið fyrir Valkyrjurnar og núna getur þú nálgast allt efnið þitt í gegnum app líka! Nálgastu fræðslu, hvatningu og tól fyrir heilsuna hvert sem þú ferð.

 

 


 

 

 

„Við breytum ekki gömlum venjum með því að breyta einhverju í nokkur skipti, það krefst endurtekningar og að halda sér við efnið. Aðalatriðið fyrir góðan langtímaárangur er að umkringja sig fólki sem hvetur mann til þess að halda áfram og bæta sig. Ef þú vilt vera heilbrigð og sterk, vertu þá í félagsskap sem ýtir undir þá eiginleika og skapaðu nýjan lífsstíl sem endist“.

 

Það breytist ekkert nema ÞÚ breytir því sjálf!

Taktu skrefið í dag og vertu með í stuðningsríku og hvetjandi samfélagi!

 

 

Lokað er fyrir skráningar í samfélagið að þessu sinni, vertu fyrst til að frétta hvenær við opnum á ný.

[et_bloom_inline optin_id=“optin_20″]

Nálgast fyrri styrk eftir brjósklosaðgerð

Katrín Waagfjörð

38 ára

35 kílóum léttari og keppir í þríþraut

Hrund

39 ára

Frá þunglyndi

í framboð

Sigurrós Sandra

33 ára

„Ég skapaði Valkyrjurnar svo þú gætir náð þínum markmiðum á raunhæfan hátt. Ég veit að tíminn er oft naumur en það þarf ekki að taka langan tíma á degi hverjum að hugsa vel um heilsuna. Valkyrjusamfélagið heldur þér svo við efnið og kemur þér enn lengra – þú leggur ekki í langt ferðalag ein og stuðningslaus.“

Sara Barðdal, ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi