Katrín Waagfjörð eyðir miklum tíma í eldhúsinu við að prófa að elda nýja holla rétti eða gera uppáhaldsréttina sína aðeins hollari en annars hefur hún mikinn áhuga á útivist og öllu því sem tengist heilsu og hollustu. Hún er þó ekki að stíga sín fyrstu skref í hollustunni núna með Valkyrjunum því hún er íþróttafræðingur að mennt og hefur kennt við grunnskólann í Vík í Mýrdal.

 

Katrín er 38 ára og búsett á Brekkum 1 í Mýrdalnum þar sem hún rekur ásamt manninum sínum, Atla, mjólkurframleiðslu, ferðaþjónustu og nautaeldi ásamt nokkrum kindum.

Og nóg er af fjöri á heimilinu því til viðbótar við kindurnar og nautin eiga Katrín og Atli börnin Egil 11 ára, Ingólf 7 ára, Freyju Dögg 4 ára og Laufeyju 2 ára. Vegna manneklu á leikskólanum í Vík er Katrín nú með dætur sínar tvær í eigin heimaleikskóla þar sem HiiTFiT æfingar eru reglulega settar í leikskóladagskránna og hollur og heilsusamlegur matur er á borð borinn í hádeginu!

 

 

 

Afhverju HiiTFiT þjálfun?

Sem barn og unglingur var ég alltaf í íþróttum og hafði mikinn áhuga á heilsu og hollustu. Það lá því beinast við að læra íþróttafræði á Laugarvatni og fékk ég þar góðan grunn í þeim efnum. Ég var í ágætis formi eftir námið en svo tók alvara lífisins við, vinna og barnauppeldi og þá fór aðeins að halla undir fæti í heilsumálunum. Ég tók samt nokkur tímabil þar sem ég reyndi að rétta mig af en hélt mislengi út.

Í maí 2016 fékk ég heiftarlega í bakið og endaði í brjósklos aðgerð í janúar 2017. Á þessum tíma gat ég ekki gert margt af því sem ég var vön að gera og langaði að gera. Ég var upp á aðra komin með margt sem tengist daglegu lífi og fann strax að þetta var ástand sem ég ætlaði ekki að dvelja lengi í. Það þarf mikla þolinmæli til að byggja sig upp eftir svona veikindi. Það sem áður var auðvelt verður erfitt eða jafnvel útilokað. En með skrefum hefur þetta allt komið smátt og smátt.

Ég tók nokkur HiiTFiT námskeið hjá Söru og líkaði mjög vel. Æfingarnar hentuðu þó misvel til að byrja með en það er mikill kostur hvað auðvelt er að aðlaga æfingarnar, létta eða þyngja og Sara er mjög góð að aðstoða með það. Ég náði alltaf flottum árangri á námskeiðunum og ætlaði aldeilis að halda áfram en það fjaraði einhvern veginn út hjá mér og ég náði ekki að halda dampi með æfingarnar eftir að námskeiði loknu.

Ég var því fljót að skrá mig í Valkyrjurnar strax og þær byrjuðu. Þetta er svo frábært samfélag þar sem maður fær ómetalegan stuðning til að halda áfram að sinna sér og heilsunni.

 

Hvaða jákvæðu breytingum hefur HiiTFiT þjálfunin stuðlað að?

Ég hef fundið fyrir miklum jákvæðum breytingum í mínu lífi eftir að ég byrjaði í þjálfun. Ég er sterkari, með meira þol, jákvæðari, ánægðari með sjálfa mig, glaðari, á auðveldara með að setja mér markmið og ná þeim. Það er svo ótrúlega hvetjandi að fara inn á Valkyrjuhópinn þegar maður er eitthvað að missa móðinn því allar þar eru svo hvetjandi og jákvæðar. Ég hef líka tekið mataræðið meira í gegn og uppskriftirnar sem eru í Valkyrjunum finnast mér mjög góðar.

 

 

 

Hverjir eru þínir uppáhaldsávinningar sem þú hefur upplifað með þjálfuninni?

Uppáhaldsávinningurinn er sá að mér líður svo miklu betur líkamlega og andlega og ég finn að ég er smátt og smátt að ná fyrri heilsu.

 

Hver er þinn uppáhalds æfingastaður?

Ég æfi oftast inní stofu, þar er svo mikið og gott pláss, en mér finnst líka mjög gott að taka útiæfingar til tilbreytingar.

 

Ertu með einhver æfingatips sem hafa reynst þér vel?

Mér finnst gott að vera búin að kíkja á æfingarnar kvöldið áður til að vera fljót að komast í gírinn þegar ég tek æfingu daginn eftir. Þegar ég er löt hefur reynst mér vel að byrja að fara inn á Valkyrjuhópinn til að skoða hvað hinar eru búnar að vera duglegar, hugsa svo um hvað mér líður vel eftir æfingu, kveiki á góðri tónlist og dríf í þessu!

 

 

Eru einhverjar æfingar sem þér finnst erfiðari en aðrar og þarft að aðlaga?

Ég átti fyrst mjög erfitt með öll hopp og aðlagaði allar slíkar æfingar til að byrja með eða gerði aðrar æfingar í staðinn. Burpees gerði ég við stól og án hoppa en get nú gert þær eins og á að gera.

Það er ein æfing sem hefur reynst mér erfið og gerir enn en það er hamstrings æfingin á handklæðinu. Ég gat með engu móti gert hana fyrst en get nú nokkrar endurtekningar.

 

Er einhver æfing í sérstöku uppáhaldi?

Ég held að skautahlauparinn, reiði golfarinn og skógarhöggsmaðurinn séu þær sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Annars finnast mér líka æfingar með lóðum einnig mjög skemmtilegar.

 

Hvaða áhrif hefur HiiTFiT-þjálfunin haft á mataræðið þitt?

Ég hafði tekið heilmikið til í mataræðinu áður en ég byrjaði í þjálfun en tók tarnir í því eins og hreyfingunni.

En það hefur batnað heilmikið eftir að ég byrjaði í þjálfun. Ég er hætt að narta milli mála, borða mun fjölbreyttari fæðu og sjaldnar brauð svo eitthvað sé nefnt. Ég hugsa meira út í hvað ég set ofan í mig og vel oftast betri kostinn. Það hefur verið gaman að prófa hollari útgáfur af hinum ýmsu réttum eins og pizzu. Kínóa pizzabotninn finnst mér til dæmis algjör snilld

Hugaræfingarnar hjálpa líka svo mikið við að halda manni við efnið, bæði hvað varðar mataræði og þjálfun. Þegar maður setur sér markmið og hefur hugann með sér er miklu auðveldara að taka réttar ákvarðanir varðandi mat og hreyfingu.

 

Hvað myndir þú segja við stelpur og konur sem eru búnar að vera að hugsa um að breyta lífsstíl sínum en eiga erfitt með að taka fyrsta skrefið?

Taktu skrefið! Þú hefur engu að tapa heldur allt að vinna. Með bættum lífsstíl öðlastu betri heilsu sem er eitthvað það allra mikilvægasta til að geta notið lífsins sem best. Það er svo margt sem maður getur ekki þegar heilsan gefur sig. Ég mæli heilshugar með að skrá sig í Valkyrjunar þar sem maður fær allt sem maður þarf til að ná árangri.

 

Áttu þér uppáhalds HiiTFiT-þjálfunar minningu?

Við krakkarnir höfum átt margar góðar og skemmtilegar stundir saman í stofunni við æfingar! Ég finn að það er hvetjandi fyrir þau þegar ég tek æfingu og þeim finnst gaman að gera eins og mamma. Það er eitt og sér mjög hvetjandi fyrir mig í leiðinni.

Ein uppáhaldsminningin mín er þegar ég náði að sparka mér upp í handstöðu núna fyrir stuttu síðan. Þetta er eitthvað sem ég gerði oft sem krakki en þegar ég byrjaði í Valkyrjunum fannst mér þetta mjög fjarlægur draumur. Styrkurinn hefur komið ótrúlega fljótt og eru nú allir á heimilinu farnir að æfa handstöðu líka. Ég hlakka mikið til að taka þetta á næsta stig núna í sumar!

 

 

Viltu vera með í Valkyrjusamfélaginu?

Smelltu HÉR!