Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir elskar góða sjónvarpsþætti og kýs oftar en ekki þægindarammann heimavið til afslöppunar þar sem henni finnst yndislegt að njóta tíma með fjölskyldunni og föndra. Sigurrós Sandra, sem er 33 ára, er fædd og uppalin á Grundarfirði og eftir að hafa lokið námi og prufað búsetu annarsstaðar á landinu, sneri hún aftur í heimahagana í fjörðinn góða með manninum sínum en síðan eru liðin þrjú börn sem eru á aldrinum tveggja, fimm og sex ára.

Sigurrós Sandra er með BA gráðu í sagnfræði og M.Ed gráðu í kennslufræðum grunn- og framhaldsskóla en í dag starfar hún einmitt sem kennari við Grunnskólann í Grundarfirði. Hún hefur í gegnum tíðina verið frekar lokuð persóna, að eigin sögn, en ákvað fyrir nokkrum vikum síðan að taka stórt skref og bjóða sig fram í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum.

Þrátt fyrir að vera mikið ein heima með börnin þar sem maðurinn hennar er sjómaður, vera grunnskólakennari í 100% starfi og taka þátt í sveitastjórnarpólitíkinni finnur Sigurrós samt tíma til þess að huga að mataræðinu og styrkja sig andlega og líkamlega með Valkyrjunum.

 

Afhverju HiiTFiT þjálfun?

Ég var ótrúlega dugleg að mæta í ræktina 2015 og vera með í bjöllutímum, en varð svo ólétt af þriðja barninu og datt þá bara alveg út. Með þrjú lítil börn heima, fann ég engan veginn tímann í að vera að mæta í skipulagða tíma í ræktinni, alltaf að redda pössun þegar börnin voru búin að vera 8 tíma á dag í leikskólanum – mér fannst það eiginlega bara ekki hægt. Síðar var ég búin að setja fullt af sniðugum æfingarforritum í símann hjá mér en vantaði alltaf sparkið til að koma mér af stað, ég var alltaf að fara að byrja á morgun.

Þegar nemendur mínir voru farnir að spá í því hvenær barnið sem ég væri með í maganum ætti að fara að koma þá fannst mér nóg komið. Ég sá Sterkari á 16 námskeiðið mikið auglýst í desember og ákvað að láta slag standa því það heillaði mig svo mikið að geta gert æfingarnar heima, hafa aðhald í mataræði og fá hvatninguna. Og vá, ég sé svo alls ekki eftir því! Ég hélt svo áfram í Valkyrjunum þar sem mér leið svo mikið betur eftir Sterkari á 16. Ég alveg elska allar þessar æfingar, mataræðið er komið í góðan farveg og ég hef til dæmis ekki drukkið kók síðan 11.janúar, en ég gerði það á hverjum einasta degi fyrir það.

 

Hverjar eru helstu jákvæðu breytingarnar sem þú hefur fundið fyrir eftir að þú byrjaðir í þjálfun hjá HiiTFiT/Valkyrjunum?

Ég hef tileinkað mér gott aðhald í mataræðinu sem mér finnst ótrúlega góð breyting. Einnig jákvæðni í sambandi við svo margt og þorið að koma mér út úr húsi og prufa eitthvað nýtt. Ég hef oft dottið í niður í þunglyndi og átt mjög erfitt með það, en ég finn mjög mikinn mun á mér andlega eftir að ég byrjaði.

Það var því stórt skref fyrir mig að ákveða að bjóða mig fram á lista í sveitarstjórnarkosningunum sem voru núna síðustu helgi. Ég var í 7. sæti lista og mun því nú, ásamt 100% vinnu, vera í nefnd á vegum sveitarfélagsins og gera allt sem ég get til þess að vinna vel fyrir sveitarfélagið mitt.

Það eru ótrúlega margar spennandi og skemmtilegar hugmyndir í kollinum á mér sem ég hefði örugglega ekki farið að velta fyrir mér ef ég hefði ekki byrjað hjá Söru. Hugaræfingarnar eru alveg ótrúlega stór partur af því að koma sér af stað, og ég eiginlega trúði því ekki hvað þær höfðu mikil áhrif. Æfingarnar eru líka svo góðar, en finnst verst hvað ég hef ótrúlega lítið geta hoppað jafnmikið í æfingu eins og ég vildi þar sem það hefur undanfarið verið nánast full dagskrá frá morgni til kvölds.

Varðandi mataræðið þá hafði ég rosalega sjaldan borðað salat og til dæmis aldrei borðað avokadó eða hnetusmjör, en nú er avokadó orðið nánast daglegur hluti af mínu mataræði.

 

Hverjir eru þínir uppáhalds ávinningar sem þú hefur upplifað með þjálfuninni?

Heilbrigðara mataræði, lítil sem engin sykurlöngun og það að hætta að drekka kók er bara ótrúlega stórt skref. Allt sem ég hef breytt í mínu mataræði hefur verið mér til góðs; líkamlega, andlega og útlitslega. Ég sé mikinn mun á mér líkamlega og þegar ég sá mynd af mér um daginn sem ég tók þegar ég byrjaði í janúar þá blöskraði mér eiginlega og var bara ekki alveg að trúa því að ég hafi verið svona.

Orkan og jákvæðnin er komin til að vera, ég mun sko ekki fara tilbaka.

 

Hver er þinn uppáhalds æfingastaður?

Frá því að ég byrjaði, hef ég alltaf æft í stofunni hjá mér. Ég er með stóra stofu og það hefur gengið mjög vel – er bara búin að setja allt æfingardótið mitt í eitt hornið og svo er það bara dregið fram þegar ég smelli í æfingu.

 

Ertu með einhver æfingatips sem hafa reynst þér vel?

Það hefur hjálpað mér við að halda mér við efnið að gefast ekki upp þó tíminn sé ekki til staðar – það kemur dagur eftur þennan dag og þá verður bara tekið vel á því. Ef ég hef ákveðið að taka æfingu þá fer það ekki úr huganum á mér fyrr en ég skelli í eina, þó hún sé ekki nákvæmlega eftir planinu, það skiptir bara aðalmáli að ég taki æfingu en sleppi ekki því sem ég hef lofað mér.

Ég hef verið að drekka Saw fyrir hverja æfingu, það er fæðubótaefni sem hjálpar til við brennslu og á að neyta þrjátíu mínútum fyrir æfingu. Mér hefur alveg fundist það hjálpa mér að halda orkunni út æfinguna en  svo er ég alltaf með góðan vatnsbrúsa við höndina. Ef það hefur komið fyrir að orkan hefur þrotið í miðri æfingum þá hef ég stundum gripið mér eitt soðið egg og borðað og haldið áfram. Það alveg svínvirkar fyrir snöggt orkubúst!

Mitt mottó er að aukaæfingin sé það sem kemur mér lengst, svo ég reyni alltaf að gera pínu auka eftir hverja æfingu!

 

Eru einhverjar æfingar sem þér finnst erfiðari en aðrar og þarft að aðlaga?

Ég á rosalega erfitt með að liggja/sitja á hnjánum en hnén á mér hafa alltaf verið mjög erfið í þeirri stöðu. Það er ein æfing þar sem á að fara niður á hnén og upp aftur og hún er bara alveg off, of erfið fyrir mig.

Fyrst þegar ég byrjaði var ekki séns að ég gæti gert hliðarplanka án þess að gera hann niðri á hnjánum, enda mjaðmagrindin enn að jafna sig eftir mikla grindargliðnun eftir þrjár meðgöngur á fjóru og hálfu ári. Var með svakalega grindargliðnun í öll skiptin sem ágerðist bara. Auk þess gat ég alls ekki gert armbeygjur á tánum, en nú finn ég sko þvílíkan mun og get alveg gert nokkrar í einu.

 

Er einhver æfing í sérstöku uppáhaldi?

Ég elska hnébeygjur – allar hnébeygjuæfingar. Einnig elska ég æfingar sem taka vel á core.

 

Hvaða áhrif hefur HiiTFiT-þjálfunin haft á mataræðið þitt?

Ég er nánast algjörlega hætt að borða brauð og mjólkurvörur á meðan salat og hreinni fæða er orðin stór hluti af mínu mataræði, til dæmis fæ ég mér avókadó nánast daglega. Annar hluti af minni daglegu rútínu er grænn og góður morgunbúst, og tek ég blandarann með mér upp í bústað til þess að geta fengið mér bústið þar líka. En það sem mér finnst best er að hafa hætt alveg að drekka kók, hef ekki fengið mér síðan 11.janúar!

Ef snarlþörfin gerir vart við sig finnst mér gott að grípa í harðfisk, gulrót, soðið egg og epli með hnetusmjöri fyrir snögga orku.

 

Hvað myndir þú segja við stelpur og konur sem eru búnar að vera að hugsa um að breyta lífsstíl sínum en eiga erfitt með að taka fyrsta skrefið?

Bara ekki hugsa um það heldur framkvæma, þetta er eitt það besta sem ákvað að gera í lífinu! Ég hélt einmitt lofræðu við mágkonu mína um það hversu frábært þetta var sem gerði það að verkum að hún skráði sig í Valkyrjurnar. Það er svo gott pepp, aðhald, mataræði og æfingarnar eru frábærar, og auðvelt að aðlaga þetta allt að uppteknum heimilum.

 

Að lokum – einhver uppáhalds HiiTFiT-þjálfunar minning sem þú vilt deila?

Mér finnst alltaf frábært þegar að börnin ákveða að taka þátt og taka virkan þátt. Maður er til dæmis að drepast við að gera einhverja æfingu því manni finnst hún svo erfið en 6 ára guttinn er svo við hliðina á mér og hrópar upp að þetta sé nú ekkert mál og gerir æfinguna, pís of keik! Það er líka alltaf jafn gaman að taka æfingu og yngsta barnið skríður undir mann í plankanum eða klifrar ofan á mann þegar maður er að taka á því!

 

 

 

 

 

 

Vilt þú vera með í Valkyrju samfélaginu? Nú er sumartilboð í gangi í takmarkaðan tíma, mánuðurinn á AÐEINS 8.000 kr.!

Ef þú ert með einhverjar spurningar, ekki hika við að senda okkur línu á netfangið hiitfit@hiitfit.is

 

Smelltu hér til þess að tryggja þér sumartilboðið