Mig langaði að deila með þér ávinningunum sem þú getur upplifað við að setja hreyfingu sem forgangsatriði í lífinu þínu. 

Eins og flestir vita þá hjálpar hreyfing manni að vera í betra formi, maður verður sterkari, fær betra þol, lítur betur út og líður betur. “Journal of Physiology” gaf meira að segja út að þátttakendur sem æfðu HiiT æfingar í 8 vikur höfðu náð að tvöfalda vegalengdina sem þau gátu hjólað á sama ákafa og áður. Það er ekkert smá góður árangur!

Við vitum einnig að hreyfing hjálpar okkur að grennast, en rannsókn sýndi að 15 mínútur af HiiT æfingu brenndi jafn margar kalóríur og að skokka á hlaupabretta í 1 klst! Vá talandi um tímasparnað!

En hvaða áhrif hefur hreyfing líka á?

1. Jú hún heldur þér líka ungri. Hreyfing eykur magn súrefnis til líkama þíns á æfingu. Að bæta loftháðu getu þína um aðeins 15 til 25 prósent er eins og að taka 10 til 20 ár af aldri þínum.

Þú styrkir ekki aðeins vöðvana og hjarta- og æðakerfið, heldur dregur þú einnig úr hættu á að fá sjúkdóma, örvar vöxt nýrra frumna í heilanum og bætir árum við líf þitt.

2. Dregur úr sýkingum. Æfingar styrkja tímabundið ónæmiskerfið með því að auka getu ónæmisfrumna. Það kann að útskýra hvers vegna fólk sem æfir fær sjaldnar kvef. 

3. Kemur í veg fyrir hjartaáföll. Æfingar hækka ekki aðeins „góða“ HDL kólesterólið og lækka blóðþrýsting, heldur sýna nýjar rannsóknir að þær draga úr bólgum í slagæðum, annar áhættuþáttur fyrir hjartaáföll og heilablóðföll. 

4. Róar asma. Ný sönnunargögn sýna að æfingar fyrir efri líkamann og öndunaræfingar geta dregið úr nauðsyn þess að nota púst í vægjum tilfellum af astma. 

5. Betri stjórn blóðsykurs. Hreyfing hjálpar við að viðhalda góðum blóðsykurstuðli með því að auka insúlínnæmi frumna og með því að stjórna þyngd. Hröð ganga getur verulega minnkað hættu á að þróa með sér sykursýki af gerð 2. 

6. Verndun gegn krabbameini. Hreyfing getur dregið úr hættu á ristil krabbameini með því að flýta fyrir úrgangi í gegnum meltingarveginn og minnka insúlínmagnið. Hún getur einnig minnkað áhættu gegn brjóstakrabbameini og krabbameini í blöðruhálskirtli með betra jafnvægi í hormónabúskap líkamans.  

7. Betri streitustjórnun. Regluleg þolþjálfun lækkar magn streitu hormóna. Fyrir marga hjálpar hreyfing gegn þunglyndi á jafn áhrifaríkan hátt og þunglyndislyf. 

8. Minnka hitakóf. Meiri hreyfing og betra þol dregur úr tíðahvarfseinkennum, eins og hitakófi og nætursvita 

9. Verndar heilsu karla. Æfingar geta komið í veg fyrir ristruflanir og hugsanlega góðkynja blöðruhálskirtlastækkun, sem er algeng orsök á þvaglátatruflunum.

10. Lengra líf. Rannsóknir til margra ára hafa ítrekað sýnt að hreyfing minnkar hættu á ótímabærum dauða um allt að 50 prósent hjá körlum og konum. 

Vá! Ég veit ekki með þig, en fyrir mig er þetta ekki spurning! Þetta er atriði sem ætti að vera efst á forgangslistanum þínum. Því ef þú ert í góðum málum þá ertu svo miklu betur stödd til þess að díla við öll hin verkefnin sem þú þarft að sinna. 

Þú gefur meira af þér, tekur á áskorununum og streitu í betra jafnvægi og hefur meiri þolinmæði gagnvart þínum nánustu! 

Ég vona að þú sért að hreyfa þig reglulega, ef ekki, þá vona ég að þú byrjir strax í dag. Ef þig vantar stuðninginn þá er þjálfun að byrja núna 12 janúar! 

Þar tökum við stuttar og áhrifaríkar HiiT æfingar heima í stofunni, ég veit að þú getur fundið 20 mínútur í deginum fyrir sjálfan þig. Ef ekki, þá þarftu að fara endurskoða hlutina. 😉

 

Smelltu hér og tryggðu þér sæti

 

Ég hlakka til að byrja á föstudaginn! 

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi