Í dag langar mig að deila með þér nokkrum hugmyndum sem ég nýti mér á hverjum degi sem hjálpa mér að halda orkunni og vellíðan í hámarki.
Ef þú upplifir stundum eins og þig vanti hugmyndir eða að þér detti ekkert í hug nema að grípa þér brauðsneið með smjöri og osti, þá ættir þú að lesa áfram.
Ef þetta er eitthvað sem þú kannast við þá skil ég þig svo vel! Ég fann mig oft hugmyndasnauða og óvissa með hvað ég ætti að borða og hvernig ég gæti valið þann mat sem virkilega gefur mér orku og lætur mér líða vel.
En ég vil helst ekki að hlutirnir séu flóknir og taki endalausan tíma og ég elska því að borða eitthvað fljótlegt, þægilegt og hollt.
Ég hef séð að það skiptir öllu máli að eiga ákveðinn grunn af matvælum heima sem ég get alltaf gripið í ef svengdin kemur upp. Að sjálfsögðu þarf ég að eiga meira til til þess að útbúa stærri máltíðir, en þetta reddar mér alltaf í gegnum daginn og gefur mér góð millimál til þess að hafa orku allan daginn
En þessir hlutir eru:
- Avocadó
- Banani
- Möndlumjólk (ósæt)
- Lífrænt spínat (eða grænkál)
- Chia fræ
- Lífræn epli
- Möndlusmjör eða hnetusmjör
- Hafrar
- Egg
- Frosnir ávextir
Hvað er svo hægt að gera við þetta?
Ég elska að búa mér til grauta! chiagrauta eða hafragrauta. En tilvalin grautur úr þessum innihaldsefnum væri:
Chiahafragrautur
1 bolli hafrar
2-3 msk chia fræ
2 bollar möndlumjólk
1 niðurskorið epli (eða aðrir ávextir)
1 tsk möndlusmjör (val)
Læt liggja yfir nótt og borða um morguninn, sjá dæmi um graut sem ég geri mér reglulega hér
Ég bý mér til 1 grænan boost á hverjum degi, þetta er eitt af því sem skiptir sköpun í heilbrigðum lífsstíl og ég veit að er eitt af því sem gefur mér orku og vellíðan yfir daginn. Hér er einn góður
Einn góður og grænn
1/2 banani
1/2 avocadó
1-2 lúkur af spínati
1 bolli frosnir ávextir
1 bolli möndlumjólk
Smá vatn
Einnig er alltaf klassískt að fá sér niðurskorið lífrænt epli með örlítið af sykurlausu hnetusmjöri eða egg og avokadó.
Þetta er allt hugmyndir sem taka enga stund að græja.
Prófaðu endilega og láttu mig vita hvernig smakkast
Áttu vini sem gætu hagnast á fleiri millimálshugmyndum? Deildu með þeim á facebook! 🙂
Heilsukveðja
Sara ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi