Ef þú ert að lesa þetta þá þýðir það líklega að þú sért tilbúin að hreyfa þig aðeins meira eða þú ert kannski bara forvitin og langar að kynna þér hvað er að gerast hér á hiitfit.is, hvað sem á við um þig, haltu áfram að lesa og prófaðu æfinguna hér að neðan. 

En ef þú vilt fá nánari upplýsingar um hvernig HiitFit virkar, byrjaðu endilega á að kíkja á heimasíðuna, skráðu þig á póstlistann, þá færðu 5 kraftmiklar æfingar sem þú getur gert strax ásamt nánum leiðbeiningum á því hvernig æfingarnar eru framkvæmdar. Það er svo mikilvægt að þú beitir þér rétt svo að við séum ekki að búa til meiðsli eða skapa óþarfa álag á líkamann. Þannig ef þú ert óviss, lestu vel leiðbeiningar og æfðu þig í speglinum til þess að fylgjast með að þú sért alveg örugglega að beita þér rétt!

Einnig vil ég að þú hitir þig upp áður en þú byrjar! Það er ótrúlega mikilvægt, svo að liðir og liðbönd séu tilbúin í átökin. Liðirnir eru ekki eins sveigjanlegir og vöðvarnir og við viljum fara vel með líkamann svo að hann endist betur og við lendum ekki í meiðslum. 

Stilltu klukkuna á 30 sekúndna keyrslu og 10 sek í hvíld. Ég nota appið „Interval timer“ sem lætur mig vita hvenær á að hvíla og hvenær að æfa. Reyndu að gera 4 umferðir af æfingunni og þá ertu búin! (ATH, hvíldu þig í 30-60 sek á milli umferða)

Þetta verður enga stund að líða, þú getur þetta. Engar afsakanir!

 

Brennsluæfing með áherslu á fætur:

  1. Hnébeygjur
  2. Burpees
  3. Há hné
  4. Framstig
  5. Hliðarstig
  6. Mountain climbers

Ég veit ekki með ykkur en það lak af mér svitinn í góðan hálftíma eftir æfinguna. Ég skal viðurkenna að síðasta umferðin var frekar erfið, en ég hvet þig til þess að klára hana, það er þess virði.

Þegar þú ert búin að gera æfinguna segðu mér endilega hvernig gekk hér að neðan.

Skoraðu á vini þína að gera æfinguna líka með því að deila á facebook!

Þangað til næst…

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!