Hefur þú byrjað og hætt í átaki oftar en þú getur talið?

Ég veit að ég hef það, og ég kannast við þennan vítahring að ætla sér að sigra heiminn… á mánudaginn.

Á mánudaginn verður sko tekið á málunum, ekkert rugl.

 

En áður en maður veit af er vikan byrjuð og þú annað hvort komst aldrei í gang eða dettur í sukkið um helgina af því þú varst búin að vera svo dugleg alla vikuna, maður þarf nú að leyfa sér líka.

Þessi hugsunargangur hélt mér í vítahring vanlíðan og ég skildi aldrei af hverju allir aðrir gætu náð árangri, en ekki ég. Hvað var ég að gera vitlaust?

Mig langar að deila með þér 3 hlutum sem ég tileinkaði mér sem hjálpuðu mér að komast frá þessu vítahring og í réttu áttina að því að skapa mér heilbrigðan lífsstíl sem ég elska.

Það sem ég var alltaf að klikka á var:

 

1. Að fara úti öfgar og breyta öllu í einu

Ég hélt að ég þyrfti alltaf að taka allt í gegn strax og vera fullkomin, mæta á hverjum degi í ræktina, borða kjúkling og brokkolí, telja ofaní mig kalóríurnar og aldrei leyfa mér neitt. En þessi hugsunarháttur vinnur aðeins gegn manni, því boð og bönn er eitthvað sem flestir geta aldrei haldið út til lengdar og enda með því að springa og missa sig í sukkinu. Þess vegna virkar aldrei að fara í “átak” því þá ertu ekki að skapa þér lífsstíl til lengdar.

Þegar maður ætlar að breyta til, þá mæli ég með að taka lítil skref i einu. Skipta út slæmum siðum í staðinn fyrir nýja. Góðar breytingar gerast hægt og þú verður að gefa þér tíma til þess að breyta hefðum, því nýjar hefðir taka tíma að komast í rútínu og þú ert alltaf að móta lífsstíl þinn.

 

2. Að gera alltaf það sama og búast við annarri niðurstöðu

 

Stuck-Cow-Large

 

Þetta er svo mikilvægt! Af hverju endurtökum við alltaf sömu hlutina og búumst við annarri niðurstöðu? Fyrir mig t.d þá hafði ég byrjað og hætt í ræktinni frá því að ég var 17 ára svo oft að ég get ekki einu sinni talið það. Þannig af hverju var ég alltaf að kaupa mér nýtt kort og búast við því að það yrði öðruvísi í þetta skipti.

Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að þó svo að manni hafi mistekist einu sinni (eða nokkrum sinnum) þá eigi maður bara að gefast upp. En maður þarf virkilega að skoða innra með sér og finna ástæðuna fyrir því að maður hætti. Ef manni finnst bara ekki gaman að mæta í ræktina, þá á maður að finna sér eitthvað annað. Það er engin ástæða fyrir því að pína sig áfram í einhverju sem manni finnst ekki skemmtilegt, lífið er bara alltof stutt til þess.

 

“Mig langaði að athuga hvort ég væri líklegri til að gefa mér tíma fyrir æfingu daglega ef þær tóku ekki langan tíma og kröfðust ekki mikillar fjarveru frá heimili og börnum. Eftir þjálfun er ég orkumeiri, sterkari og jákvæðari og mér fannst best að geta alltaf fundið tíma til að gera æfingarnar. “ – Hanna Sigrún Helgadóttir

 

Prófaðu þig áfram og finndu það sem þér finnst skemmtilegt.

 

3. Að leita sér ekki stuðnings

Ef þú ert eins og ég var þá gæti þetta verið að stoppa þig í átt að þeim lífsstíl sem þú elskar. Ef þú finnur þig stopp og ekki að ná þeim árangri sem þú vilt þá hvet ég þig til þess að leita þér stuðnings. Það gæti verið nýtt námskeið, náinn og hjálplegur vinur, fagaðili, þjálfari eða bara hvað sem er. Þegar við erum að nýju ferðalagi þá er aldrei gott að vera einn, umkringdu þig stuðningsneti þannig að þú hámarkir líkur á árangri.

Ég legg mikið uppúr stuðningi í “Sterkari á 16” því ég veit hversu miklu máli hann skiptir þegar maður er að byrja.

 

“Stuðningurinn var mjög góður og Sara hugsar vel um fólkið og var virk sjálf. Uppsetningin var glæsileg og þetta var snilld!“ -Kolbrún Jónsdóttir

 

Ég vona að þetta hjálpi þér hvar sem þú ert stödd/staddur í þínu ferðalagi.

Skráning er opin núna í “Sterkari á 16”, ef þú tengdir við eitthvað hér að ofan, smelltu hér og kynntu þér málið!

 

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!