Í dag langar mig að deila með þér nokkrum hollráðum sem styðja við aukin efnaskipti í líkamanum, semsagt brennsluna þína. Ég hef tekið eftir því að margir kvarta sáran yfir því að púla í ræktinni 6 sinnum í viku og ekkert gerist og pirra sig yfir því hvað árangurinn kemur seint.

En málið er að þetta byrjar allt innan frá og í rauninni skiptir mun meira máli hvað þú setur ofaní þig, frekar en hversu oft þú hreyfir þig, þó það sé líka partur af þessu öllu saman. Við erum að sjálfsögðu öll einstök og sumir fá hægari brennslu í vöggugjöf (ég veit, því miður) en það þýðir samt ekki að við höfum enga stjórn á líkama okkar, því val okkar og það sem við gerum daglega hefur mest áhrif á líkama okkar og líf.

.

6 hollráð að hraðari brennslu og auknu þyngdartapi

bigstock-Food-fish-Unsaturated-Fats-52226848

.
Borðaðu meiri fitu

Hefur þú einhvertímann borðað máltíð og ert strax orðin svöng eftir 1 klst? Ég veit að margir kannast við þetta og getur þetta verið mjög pirrandi því þá langar manni strax í eitthvað að borða og er alltaf sí leitandi eða nartandi. Fita gefur okkur þessa seddu tilfinningu og heldur okkur fullnægðum lengur og kemur því í veg fyrir þetta.

Mikilvægt er að velja réttu fituna frá óunnum og hreinum mat, t.d avókadó, hnetum, fræjum og feitum fisk, en rannsókn sýndi að með því að auka inntöku frá fitugjöfum frekar en kolvetnum þá jókst brennsla hjá þátttakendum um 100 kcal á dag.

Ég mæli einnig með kókosolíu, en hún inniheldur svokallaðar meðallangar keðjur fitusýra sem styðja betur við brennslu þar sem líkaminn á auðveldara með að nýta hana sem orku, en t.d langar keðjur fitusýra (e. long-chain fatty acids).

 

Slepptu hvíta dótinu

Einn af helstu skaðvöldum á heilsu okkar í dag er hvíti sykurinn, og stöðugt koma út fleiri rannsóknir sem styðja við það. 

Með því að skjóta hratt upp blóðsykrinum setur það mikið álag á allt kerfið, truflar brennslu og þú fellur fljótt niður í orku. Sykur og hvítt hveiti hefur einnig slæm áhrif á meltingarkerfið hjá þér og hvetur til bólgumyndunar í líkamanum. En það er sífellt að koma meira og meira í ljós hversu mikil áhrif það hefur á heilsu þína og þróun algengra sjúkdóma. 

 

bigstock-Heart-shaped-food-69442888-1

.
Borðaðu meira grænmeti

Margt er enn óvíst og umdeilt á sviði mataræðis og fæðuvals og sífellt eru nýjar rannsóknir og upplýsingar að koma fram. En eitt af því fáa sem næringarfræðingar og aðrir vísindamenn á þessu sviði eru þó sammála um er að meira grænmeti í mataræðinu gerir okkur öllum gott. Það er stútfullt af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum sem styðja við líkama okkar og brennslu, þau innihalda einnig hátt hlutfall trefja sem heldur okkur söddum lengur.

Þetta er því miður eitt af því sem vantar í daglegt mataræði hjá mörgum þannig ég hvet þig til þess að finna leiðir til að auka grænmetisinntöku, boost eru ein af mínum uppáhalds leiðum og fæ ég mér yfirleitt einn drykk á dag

 

Passaðu að borða ekki of lítið

Algengt er að fólk falli í þessa gryfju, því í gamla daga var fólki í yfirþyngd sagt að það ætti bara að borða minna og þá grenntist það, einfalt?. En þetta gæti ekki verið fjarri sannleikanum, því ef að líkaminn skynjar að þú sért að halda aftur frá honum næringu þá hægir hann á öllu kerfinu og brennslunni í leiðinni og fer í svokallað svelt ástand.

Þegar við viðhöldum síðan þessu ástandi í ákveðinn tíma og ætlum að vera “hörð” við okkur, á sama tíma að upplifa skort og langanir aukum við líkurnar á að springa á limminu og detta rækilega í það með tilheyrandi afleiðingum og sitja þá eftir með sárt enni og samviskubit með að hafa “fallið” enn eina ferðina.

Þú ert því ekki að gera þér neina greiða með því að borða minna, heldur þarftu að borða rétt, hér eru gæði og hlutföll lykillinn.

 

Passaðu uppá svefninn

Rannsóknir sýna að of lítill svefn ýtir undir bólgumyndun, truflar ónæmiskerfið og hefur slæm áhrif á blóðsykurstjórnun og brennsluna. 

Vertu því viss um að fá þína 7-8 klst af svefn

 

Hreyfðu þig reglulega – og hraðar

Rannsóknir sýna að svokölluð lotuþjálfun (HiiT þjálfun) auki brennsluna þína, Ekki aðeins brennir þú fleiri kaloríum meðan á æfingunni stendur heldur er eftirbruninn mun meiri næstu 24 klst. Einnig hefur komið fram að ekki tapast jafn mikill vöðvamassi og þegar þú stundar langar þolæfingar, þannig þú heldur þínum vöðvum á sama tíma og þú tryggir að þyngdartapið komi frá fitubirgðunum.  Allir vinna! 🙂

En þetta er ein af þeim mörgu ástæðum sem ég elska HiiT æfingarnar. Ef þú ert ekki nú þegar búin að prófa æfingarnar frá mér, þá skora ég á þig að ná í viku prógram sem þú getur gert heima hjá þér hér.

Untitled design (17)

Ég vona að þessi hollráð komi sér vel, segðu mér endilega frá ef þú ert með önnur hollráð sem hafa nýst þér og ekki væri verra ef þú deildir með vinum ef þér fannst greinin áhugaverð 🙂

Þangað til næst…

Heilsukveðja

Sara Barðdal ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi