Langar þig að æfa á morgnanna en hefur átt erfitt með að vakna?

Ég elska að hreyfa mig á morgnanna, það gefur svo góða byrjun inn í daginn og hjálpar mikið við matarræðið því þegar maður æfir þá kallar líkaminn á hollari næringu og er miklu orkumeiri fyrir vikið.

Þetta er því ekki spurning að mínu mati, en margir eiga erfitt við að koma sér á fætur og vinnur snooze takkinn oft baráttuna!

Í dag langar mig að deila með þér 9 hollráðum sem gætu hjálpað þér við að standa við gefin loforð gangvart sjálfri þér.

 

1. Sjáðu fyrir þér morguninn fyrirfram!

Ímyndaðu þér sjálfan þig vakna fulla af orku, taka æfingu og upplifðu ánægjuna og stoltið sem þú finnur þegar þú ert búin. Fókusaðu á að upplifa þig sem manneskju sem nýtur þess að æfa á morgnanna og gerðu það síðan að veruleika.

 

2. Undirbúðu morguninn svo að hlutirnir gangi vel upp

Vertu búin að setja æfingarfötin fram, vertu búin að ákveða hvað þú ætlar að fá þér í morgunmat, hvaða æfingu þú ætlar að taka og gerðu allt tilbúið eins vel og þú getur. Það auðveldar mér alveg helling að þurfa ekki að fara út úr húsi, heldur bara skella dýnu á stofugólfið og hefjast handa.

3. Gerðu það sem þú þarft til þess að vakna!

Settu síman eða vekjaraklukkuna hinu megin í herbergið þannig þú þarft að standa upp til þess að slökkva á henni. Kveiktu síðan ljósið og jafnvel á tónlist til þess að koma þér í gírinn.

 

4. Skrifaðu sjálfri þér skilaboð!

Skrifaðu niður setningar á miða sem þú setur á spegilinn, vegginn eða þar sem þú sérð hann strax á morgnanna sem gefa þér hvatningu til þess að standa við heilsumarkmiðin þín. Hér koma nokkur dæmi:

  • “There is no one giant step that does it, it´s a lot of little steps”
  • “Your only limit is you”
  • “Only you can make it happen”
  • “Three months from now you will thank yourself”

 

5. Settu bensín á tankinn

Fáðu þér smá að borða og stórt vatnglas og lofaðu sjálfri þér góðum morgunmat þegar þú ert búin. Það er ekki gott að borða of mikið fyrir æfingu, en mér finnst gott að fá mér 1/2 banana (sumir nota smá hnetusmjör með fyrir auka orku), eða lítinn skammt af höfrum eða chia graut sem gefur mér orkuna til þess að keyra mig vel áfram. 

 

6. Ekki sætta þig við misheppnaða tilraun

Ekki leyfa neinu rugli að koma í veg fyrir æfinguna þína. Segðu sjálfri þér að snooze sé ekki í boði lengur og vertu ákveðin þegar vekjaraklukkan hringir.

 

7. Farðu snemma að sofa

Það þýðir ekki að hanga yfir sjónvarpinu langt fram eftir kvöldi ef þú ætlar að vakna kl. sex daginn eftir. Ekki skemma fyrir sjálfri þér fyrirfram og kvarta yfir þreytu ef þú ert síðan að hanga yfir þáttum fram að miðnætti. Farðu að sofa um tíu á kvöldin þannig að þú náir þínum 8 tímum.

“Þrátt fyrir tæplega 15 tíma vinnudag í gær þá vaknaði ég á undan klukkunni í morgun & gat ekki hugsað mér að sleppa æfingu – held að æfingin bjargi mér (geðheilsunni) í þessari vinnutörn!”

8.Finndu hreyfingu sem þér þykir skemmtileg

Það er ekki skrítið að það sé erfitt að vakna ef maður er að fara gera eitthvað sem manni þykir leiðinlegt. Mikilvægt er að finna hreyfingu sem þú nýtur og hlakkar til þess að gera.

Svo margar stelpur sem hafa aldrei fundið sig í líkamsrækt deila með mér hvað þær elska að gera æfingarnar í þjálfun og þær séu svo glaðar að hafa fundið eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt.

“Þetta prógram hentar mér svo vel að ég bara elska það!! Hef oft farið í hópleikfimi og tel niður mínúturnar þar til tíminn er búinn….en ekki núna mig hlakkar til að gera æfingarnar mínar”

“Æfingarnar eru allar skemmtilegar, fjölbreyttar og krefjandi, mig hlakkar til að gera nýja æfingu á hverjum degi og finn að um helgar kallar líkaminn á að ég hreyfi mig sem er náttúrulega bara frábært ? mig hlakkar til að halda áfram og auka styrk, orku”

 

9. Mundu að berja þig ekki niður

Það er í raun engin “besti” tími til þess að æfa. Það sem skiptir máli er að þú finnir það sem hentar þér best og þú heldur þig við. Morgnarnir henta mér best því þá er ég orkumest, en það þýðir ekki að það henti þér endilega.

Ef þú varst ekki búin að heyra þá er búið að opna fyrir skráningu í “Sterkari á 16” þjálfun, þetta er námskeið sem hefur heldur betur slegið í gegn og vakið mikla lukku. Ef þú upplifir tímaleysi, langar að hreyfa þig reglulega, upplifa meiri orku og vellíðan þá er þetta þjálfun fyrir þig.

Sjáðu hvað stelpurnar sem hafa tekið námskeiðið hafa að segja:

 

Í fyrsta skipti í langan tíma á ég verka lausa daga og vá hvað er dásamlegt!

„Það sem stendur uppúr er líkamleg og andleg líðan sem hefur aukist svo mikið. Svo skemmir ekki hvað æfingarnar eru allar skemmtilegar, fjölbreyttar og krefjandi, mig hlakkar til að gera nýja æfingu á hverjum degi og finn að um helgar kallar líkaminn á að ég hreyfi mig sem er náttúrulega bara frábært ? mig hlakkar til að halda áfram og auka styrk, orku og einnig vinna í þessu andlega…sem hefur svo mikið að segja. Þakklæti og jákvæðni hefur klárlega hjálpað mér í gegnum þetta.

Þegar ég byrjaði þá langaði mig til að grennast (sem væri auðvitað æðislegt) en eftir að ég byrjaði að gera æfingarnar, bæði líkamlegu og andlegu þá er ég bara svo sátt með hvað mér líður vel. Í fyrsta skipti í langan tíma á ég verka lausa daga og vá hvað er dásamlegt! Þetta er sko komið til að vera í mínu lífi og ef ég léttist samhliða þá er það plús ???-„ Ásta Rut

 

Ég get ekki líst ánægju minni, þvílík snilld sem þessi þjálfun er

„Ég er í sjöunda himni með muninn á mér, ætli ég leyfi mér ekki að kalla það árangur, bæði líkamlegur og andlegur☺️ Þvílík snilld sem þessi þjálfun er. Ég get ekki líst ánægju minni … það er bara eins og skvampið (líkaml. &andl.) renni af manni og ég veigra mér ekki lengur við að skreppa í hjólatúr með fjölsk. hoppa í snúsnú með dótturinni eða taka verulega á því í garðinum. Þetta gerði ég allt um helgina en hefði líklegast aldrei annars náð að gera þetta allt á einu ári áður en ég byrjaði í þessari þjálfun? Ég átti svo erfitt með að koma mér í gang. Nú er ég aldeilis komin í gang – ætli það sé ekki það sem stendur upp úr í gegnum þjálfunina – lífið er núna???-“ Dagbjört Drífa Thorlacius

 

Langar að halda endalaust áfram

„Ég finn gríðarlegan mun á þoli og styrk. Ég er mun frískari yfir daginn, auðveldara að vakna og ég finn þvílíkan mun á fötunum mínum, en mér reiknast til að það séu farnir séu ca 15 cm og 7 kg frá því að prógramið byrjaði. Ég er alveg mega sátt og langar að halda þessu endalaust áfram! Vill bara segja takk Sara því þetta prógram hjá þér er snilld og hentar mér gífurlega vel! ? “ Þórunn Benný

 

Ef þú vilt kynna þér málið, smelltu hér og sjáðu hvað er innifalið í þjálfun!

 

Ef þú ert með einhverjar spurningar, ekki hika við að senda mér línu á sara@hiitfit.is 

 

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!