Ég póstaði mynd um daginn á Instagraminu mínu af dásamlegum rétti sem ég hafði hent saman. Mér finnst mjög gaman að prófa mig áfram í eldhúsinu og nota það hráefni sem ég á til inn í ísskáp, stundum heppnast það rosalega vel og stundum kannski ekki alveg. 🙂

En í þetta skipti var ég mjög ánægð með útkomuna og fékk nokkrar beiðnir um uppskrift af réttinum. Mig langaði því að deila henni með þér í dag.

Þetta er kjötlaus réttur (vegan), en ég hef fundið að það hentar mér mjög vel að borða meira hlutfall af mat frá plönturíkinu frekar en dýraríkinu m.a því ég upplifi mun meiri orku, vellíðan og á auðveldara með að halda mér í formi. Margar rannsóknir sýna einnig að hærra hlutfall af grænmeti í fæðu og minna af dýraafurðum getur minnkað líkur á sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini t.d.

Ég tel því að við öll getum hagnast að því að borða aðeins meira frá plönturíkinu, því við vitum öll að grænmeti er stútfullt af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum sem styðja við líkama okkar og vellíðan.

Ég hvet þig því til þess að prófa þessa uppskrift og sjá hvernig þér líður.

Screenshot 2016-05-11 14.47.04

Dásamlegur karrý-kókos smjörbaunaréttur

-fyrir 2

 • 2 stórar gulrætur
 • 1/2 rauðlaukur
 • 1/3 blómkálshaus
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 dós kókosmjólk
 • 1 dós smjörbaunir
 • 2 kúfaðar tsk af karrýpaste
 • 1-2 msk grænmetiskraftur
 • 1 bolli kínóa
 1. Settu kínóað í pott á móti 2 bollum af vatni (gott er að vera búin að leggja það í bleyti í nokkra klst, eða yfir nótt- ef þú nærð því ekki, skolaðu það vel) Ég bæti oft túrmerik kryddi við pottinn líka. Leyfðu suðunni að koma upp, lækkaðu síðan hitann og láttu malla í ca. 15 mín eða þangað til kínóað er púffað og tilbúið
 2. Byrjaðu síðan á því að steikja hvítlauk og rauðlauk í nokkrar mín. á pönnu Settu síðan restina af grænmetinu á pönnu og hrærðu reglulega þangað til það mýkist.
 3. Bættu við kókosmjólk, grænmetiskrafti og karrý paste. Hrærðu í smá stund og bættu síðan við smjörbaununum. Leyfðu að malla í 5 mín, þá ætti allt að vera tilbúið.
 4. Blandaðu kínóanu saman við pottréttin og settu í skálar (hugsanlega einhver afgangur, fer eftir skammtastærðum hvers og eins)

Toppaðu síðan með avókadó og kirsuberjatómötum

Ég vona að þú prófir og líki vel við. Láttu mig endilega vita hvernig smakkast og ekki gleyma að deila með vinum 😉

 

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!