Á páskunum finnst okkur í HiiTFiT teyminu rosalega gott að fá okkur smá súkkulaði og þeirri venju finnst okkur algjör óþarfi að breyta, enda getum við búið til ljúffeng og holl “páskaegg“ . Hér ætlum við að deila með ykkur einni gómsætri uppskrift.
Það er jafnvægið sem skiptir máli. Lífið er skemmtilegra ef við veljum hollari kostinn þegar hægt er, heldur en ef við bönnum okkur að borða hitt og þetta. Við vegum og metum kosti og galla, og tökum ákvarðanir út frá því.
Að því sögðu, vindum við okkur í uppskriftina af þessum girnilegu páskaeggjum. Njótið vel!
Holl og dásamleg döðlu ‘páskaegg’
Innihaldsefni
- 1 bolli döðlur (steinlausar)
- ½ bolli af valhnetur
- ½ bolli möndlur
- ½ bolli kókosmjöl
- ¼ bolli sólblómafræ
- 2 matskeiðar hrátt kakó
- 1 teskeið kanill
- ¼ teskeið salt
- 1 matskeið hrátt hunang
- ¼ bolli vatn
- ½ bolli Haframjölshveiti ( haframjöl sett í matvinnsluvél)
- ¼ bolli kakóduft eða kókosmjöl (til að rúlla kúlunum uppúr í lokin)
Leiðbeiningar
- Settu döðlurnar, hneturnar, kókosmjöl, fræin, kakóið, kanilinn og saltið í matvinnsluvél og blandaðu því vel.
- Bættu við hunangi, vatni og haframjöli og blandaðu því í uþb 30 sekúndur.
- Búðu svo til kúlur úr blöndunni (eða ”kúluegg”). Rúllaðu þeim svo uppúr t.d. kakódufti og/eða kókosdufti og setttu þær í ísskáp í 30 mínútur áður en þær eru bornar fram.
- Njóttu þess að fá þér ljúffeng ”páskaegg” á páskunum með góðri samvisku og nóg af orku. Ef þú vilt ekki sleppa hefðbundna páskaegginu geturðu líka fengið þér svolítið af páskaeggi með. Það skiptir ekki eingöngu máli hvað þú borðar, heldur líka hversu mikið þú borðar af hverri fæðutegund.
Deildu síðan endilega með okkur hvernig páskanammið smakkast!
Heilsukveðja frá HiiFit teyminu!
Hugmynd af uppskrift var fengin af https://www.livingandloving.co.za