Hææ og velkomin

Í dag langar mig að deila með þér æfingu sem leggur áherslu á efri líkama, en keyrir einnig púlsinn upp með því að hoppa smá og skoppa líka.

Við ætlum að gera mikið af Burpees, ef þú veist hvað Burpess er þá er líklegt að þú sért að fussa og sveia núna… Ég veit, þetta er ekki skemmtilegast æfingin. Ég þoldi ekki að gera Burpees, en mörgum finnst hún mjög krefjandi! En málið var að ég þoldi ekki að gera hana af því ég var svo grútléleg í þeim. Ég var eins og ég veit ekki hvað, eins og algjör hlunkur. Ef þú kannast við þetta þá ættir þú einmitt að gera þessa æfingu með mér því það þýðir að þig vanti meiri styrk, og hvernig fáum við meiri styrk, jú við æfum!

Í dag er ég miklu betri í burpees (þó svo að það megi alltaf gera betur) og mér finnst í rauninni bara gaman að gera þær.

Ég vona að ég hafi náð að sannfæra þig að gera æfinguna með mér í dag 😉

Byrjaðu á því að hita upp og undirbúa þig fyrir æfingu dagsins, en hún er eftirfarandi

Æfing fyrir efri líkama og brennslu (Smelltu á æfinguna fyrir frekari leiðbeiningar)

  1. Burpees
  2. Ormurinn
  3. Burpees
  4. Þríhöfðaarmbeygjur
  5. Burpees
  6. Planki – þar sem þú ferð niður á olnboga og upp aftur 

Stilltu klukkuna (eða appið) á 30 sek keyrslu og 10 sek hlé (hvíldu í 30-60 sek á milli umferða). Endurtaktu 4 umferðir 

Þessi var rosaleg, ég náði varla andanum þarna í lokin!

Ef þú kláraðir, glæsilegt, segðu mér endilega hvernig gekk hér að neðan.

Þekkir þú einhvern sem hefði gott af því að æfa sig í Burpees? Skoraðu endilega á þá á facebook með því að deila

Þangað til næst…

Heilsukveðja

Sara Barðdal ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!