Vildi bara setja stutta tilkynningu inná bloggið um að ég mun líklega ekki setja inn nýtt fréttabréf alveg í bráð.

En við fjölskyldan vorum að taka á móti nýjum fjölskyldumeðlim síðasta föstudag (9.9.16) og ætla ég að taka þessar fyrstu vikur og einbeita mér 100% að honum og hlúa að mér og fjölskyldunni.

img_0679

Þetta er svo dýrmætur tími og hann er alltof fljótur að líða þannig það er um að gera að njóta hans og vera í núinu.

Ég mun hins vegar halda áfram að deila því sem ég er að gera á snappinu mínu: sarabarddal

Þannig ef þú hefur áhuga þá er þér velkomið að fylgjast með betur þar, því eins og ég hef deilt með þér áður þá er ég með stór plön um að koma mér í besta form lífs míns á ný 😉

Vonast til að sjá þig þar

Þangað til næst…

Heilsukveðja

Sara

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!