Mikið hefur verið að gerast hérna bakvið tjöldin hjá HiiTFiT.is.

Fyrsti “Sterkari á 16” hópur ársins kláraði þjálfun núna í febrúar og náðu stelpurnar rosalega flottum árangri. Sjáðu hvað Dagný (2 barna móðir) og Sigrún (3 barna móðir) stóðu sig vel, þær tóku þetta alla leið og uppskáru heldur betur.

Ummæli um þjálfun:

„Finnst frábært hvað þetta eru öflugar æfingar sem taka samt stuttan tíma, ég er orkumeiri og líkaminn er að mótast. Hlakka til að takast á við hvern dag með nýrri áskorun. Það er svo mikilvægt að vinna með líkama og sál því þetta þarf allt að spila saman til þess að árangur náist. Það er klárlega gert í Sterkari á 16!!“ -Valgý Arna Eiríksdóttir

 

Upplifun mín af þjálfuninni er frábær. Góðar og fjölbreyttar æfingar. Gott að geta gert æfingar heima þegar ég á lausa stund. Ég er mikið orkumeiri, hef meira úthald, styrkurinn er búinn að aukast töluvert og líkamleg líðan mikið betri.“ -Guðlaug Erla Ágústsdóttir

 

Þessa dagana er ég á fullu að undirbúa framhaldsnámskeið fyrir stelpurnar sem ætla að halda áfram, taka upp ný myndbönd og margt fleira, ásamt því að hugsa um litla 6 mánaða kútinn minn. Í næstu viku fer ég síðan út til Los Angeles að hitta einn þann besta í bransanum, Tony Robbins á Unleash the power within, það er því nóg að gera. Ef þú vilt fylgjast með þá er ég með opið snapp (sarabarddal) og er þér velkomið að adda mér hér.

 

 

Vegna eftirspurnar mun ég síðan halda nýtt “Sterkari á 16 námskeið núna í byrjun maí! Þannig ef þú ætlar að vera með, skráðu þig þá á biðlistann hér. En þjálfunin er aðeins haldin 2-3 sinnum á ári, þannig það er um að gera að tryggja sér sæti fyrir sumarið og mæta sterkari, orkumeiri og glaðari í sumarfríið.

Hér kemur síðan ein hrikalega góð æfing sem ég skora á þig til þess að prófa, ásamt myndböndum. Stilltu tímann þinn á 30 sek keyrslu og 10 sek hvíld (ég nota appið Interval timer) og gerðu 2-4 umferðir af eftirfarandi æfingum, 2 ef þú ert byrjandi, 4 ef þú ert vön. Þessi æfing ætti virkilega að kíla upp púlsinn hjá þér og taka vel á öllum líkamanum, sérstaklega lærum og kvið.

Smelltu á nafnið á æfingunni til þess að sjá myndbandið

  1. Snowboarder jumps
  2. Cross lunge
  3. Snowboarder jumps
  4. Tuck með bolta/handklæði
  5. Snowboarder jumps
  6. L staða við vegg
  7. Snowboarder jumps 
  8. Bátur með kreppu

 

Gangi þér vel, láttu mig endilega vita hvernig gekk hér að neðan í kommentum 😉

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!