Er ekki flestum sem finnst frábært að gæða sér á góðum ís þegar sólin lætur sjá sig? Mikið af ís sem er í boði er þó stútfullur af sykri og fer oft ekki sérstaklega vel í maga.

Því er æðislegt að geta gripið í hollan og frískandi íspinna úr frystinum heima sem ótrúlega einfalt er að gera!

 

Innihald:

  • 1 bolli haframjólk
  • 2-3 msk rjómi (val)
  • 1 bolli frosin jarðaber – eða fersk ef þú átt þau til
  • 2 bananar
  • 1-2 msk hnetusmjör/möndlusmjör

 

Aðferð:

  1. Allt er sett í blandara eða matvinnsluvél og mixað vel saman! Blöndunni er hellt í íspinnaform sem er svo sett í frystinn.

Þú getur svo aðlagað uppskriftina að þínu uppáhaldi eða því sem þú átt til heima! Þetta þarf nefnilega ekki að vera flókið! Þú getur notað aðra ávexti, haft nokkra ávaxtabita í ísnum, notað aðra hnetumjólk, jafnvel bætt smá kakói við, kókosmjöli, hnetum eða bara hverju því sem þér dettur í hug!

Njóttu svo íssins og gefðu börnunum með þér! Ekkert vera að bíða eftir sólinni – ísinn er líka frábær á rigningardegi 🙂


Á þennan hátt gefurðu þér og þeim gleðina af ís án alls viðbætta hvíta sykursins!

 

 

Viltu fleiri hollar og góðar sumaruppskriftir?

Smelltu hér til að vera með í Valkyrjusamfélaginu!

 

 

 

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!