Færðu stundum sykurlanganir?

Ég held að ég geti nokkurn vegin fullyrt að við höfum öll upplifað það einhvertímann á ævinni.

Þó svo að ég hafi lært á líkama minn þannig að ég veit hvernig ég á að borða til þess að útrýma þessum löngunum þá koma þær stundum upp ef ég hef ekki verið nært hann nægilega þann daginn.

Og stundum langar manni bara að gera sér dagamun og fá sér eitthvað gott með kaffinu, það er ekkert að því 😉

 

Þannig í dag ætla ég að deila með þér dásamlegri og sykurlausri uppskrift af kókoskúlum sem allir elska. Þú finnur engan mun á þessum og þeim “hefðbundnu” og satt að segja finnst mér þær miklu betri og maður getur borðað þær án þess að fá í magann eða detta niður í orku.

Ég rakst á svipaða uppskrift einhversstaðar á netinu en ég hef uppfært hana og breytt eftir þörfum.

Í dag bý ég hana reglulega til með syni mínum, honum finnst svo gaman að setja innihaldsefnin í matvinnsluvélina og hjálpa til, og sérstaklega elskar hann að næla sér í smá smakk á meðan við búum til kúlurnar.

 

banner

.

Hollar og sykurlausar kókoskúlur sem allir elska

  • 12 ferskar döðlur (þessar stóru og góðu sem fást í kæli)**
  • 1 bolli valhnetur
  • 2 msk kókosmjöl (+ smá til viðbótar til þess að dýfa kúlum í eftirá)
  • 2 msk kókoshveiti
  • 2 msk kókosolía*
  • 2 msk hreint kakó
  • 1 msk chia fræ (val)
  1. Settu valhneturnar í matvinnsluvél og blandaðu í nokkrar sekúndur þangað til þær eru muldar vel niður. Mér finnst gott að hafa þær ekki alveg eins og hveiti, smá “crunchy”.
  2. Bættu restinni saman við og blandaðu þangað til allt er vel blandað saman og nægilega blautt til þess að búa til kúlur.
  3. Mótaðu kúlurnar og rúllaðu uppúr kókosmjöli. Geymist inní ísskáp í nokkra daga.

 

*Stundum þarf að bæta smá kókosolíu við ef innihaldsefnin eru ekki nægilega blaut. Gott getur verið að rífa döðlurnar aðeins niður til að “hjálpa” matvinnsluvélinni að blanda öllu saman og passa að fjarlægja steininn ef hann er ennþá inní döðlunni.

**Ath ef þú átt aðeins þurrkaðar döðlur þá gætir þú þurft að nota fleiri og jafnvel leggja þær aðeins í bleyti til að mýkja þær.

 

Ég vona að þú prófir og nýtir uppskriftina þegar sykurpúkinn læðist að þér.

Láttu mig endilega vita hvernig smakkast hér að neðan 😉

 

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

P.s Þekkirðu einhvern sem sækist í sykur? Deildu með honum á facebook 😉