Er ekki frábært þegar þú sleppur við óþarfa stress og nærð að einfalda fyrir þér hlutina, en á sama tíma velja hollari kostinn? Það gerum við líka! Þessvegna völdum við lambalæri í páskaveisluna þetta árið.
Það er auðvelt að elda lambalæri fyrir stóran hóp enda er það svo matarmikið. Við viljum frekar hafa meiri tíma með fjölskyldu og vinum heldur en að standa sveitt í eldhúsinu allan daginn.
Okkur finnst þessi uppskrift alveg rosalega girnileg og alls ekki of flókin fyrir þá sem ekki eru vanir að eyða of miklum tíma í eldhúsinu.
Ómótstæðilegt lambalæri
Innihald
- U.þ.b. 2,5 kg lambalæri á beini
- 10 hvítlauksgeirar skornir í tvennt
- 2 matskeiðar ólífuolía
- 1 matskeið sjávarsalt
- ½ teskeið pipar
- ferskt rósmarín
- ferskt óreganó
- ferskt timjan (e. Thyme)
- 1/2 bolli sítrónusafi
- 1 bolli hvítvín
- 1 bolli kjúklingasoð
Aðferð
- Hitaðu ofninn í 220°C
- Skerðu u.þ.b. 20 skurði í kjötið og settu hvítlaukinn í skurðina. Nuddaðu ólífuolíu á kjötið og stráðu yfir salti og pipar.
- Settu kjötið í stórt ofnfat og bakaðu án loks á 220°C í 30 mínútúr.
- Bættu svo við í fatið lauk, timjan, rósmarín, óreganó, sítrónusafa, víni og kjúklingasoði, settu lokið yfir og bakaðu á 180°C í 3 klukkutíma. Fylgstu með síðasta klukkutímann hvort allur vökvi þorni upp. Ef það gerist bættu þá við meira soði, eins og þarf.
- Fjarlægðu svo lokið og eldaðu kjötið í 30 mínútur á 180°C eða þangað til efri hlutinn er orðinn fallega brúnn. Bættu við meira soði ef þess þarf.
- Berðu fram með sítrónum og ef þú vilt getur þú bætt við salti, pipar og sítrónusafa.
Kirsuberjakínóasalat
Þessi blanda getur eiginlega ekki klikkað. Svo verður að nefna alla þá næringu sem er í þessu girnilega salati – Algjör veisla fyrir bragðlaukana!
Ef það eru einhverjir sem borða ekki lambalæri þá er líka hægt að nota salatið sem aðalrétt og aðlaga uppskriftina að því.
Innihald:
- ¾ bolli hrísgrjón
- ½ bolli kínóa
- ¼ bolli extra virgin ólívuolía
- ¼ bolli ávaxtaedik (að eigin vali)
- ¾ tsk. salt
- ¼ tsk. pipar
- 2 bollar kirsuber, skorin í tvennt
- 2 stilkar af sellerí, skorið í bita
- ¾ bolli geitaostur skorinn í bita (eða annar ostur að eigin vali)
- ½ bolli pekanhnetur, skornar í bita (val: geta verið ristaðar á pönnu)
Aðferð
- Settu vatn í stóran pott og hitaðu þar til suðan kemur upp. Settu þá hrísgrjónin í pottinn og eldaðu í 30 mínútur. Bættu svo við kínóa og eldaðu þangað til hrísgrjónin og kínóað eru orðin mjúk, í u.þ.b. 15 mín í viðbót. Skolaðu og sigtaðu svo í köldu vatni.
- Á meðan hrísgrjónin og kínóað síður blandarðu saman ediki, salti og pipar í stóra skál. Bættu svo við hrísgrjónum, kínóa, kirsuberjum, sellerí,osti og hnetum. Blandaðu því varlega saman. Berðu salatið framvið stofuhita eða kalt.
Páskarnir eru frábær tími til að njóta saman með fjölskyldu og vinum og gæða sér á gómsætum mat. Gleðilega páska!
Njóttu páskanna með góðri samvisku og nóg af orku – Deildu síðan endilega með okkur hvernig smakkast!
Heilsukveðja frá HiiFit teyminu!
Hugmyndir af uppskriftum voru fengnar af http://everydayhealth.com og http://eatingwell.com