Eins og þú hefur kannski tekið eftir þá er opið fyrir skráningar í Sterkari á 16 þjálfun

Ég hef spurt mig spurninguna: ,,ætti ég að leggja Sterkari á 16 námskeiðið á hilluna og taka hvíld frá því?“ 

En Sterkari á 16 var fyrsta námskeiðið sem ég setti upp. Þetta var upphaflega hugmyndin sem kom til mín sem leiddi síðan til stofnunar á HIITFIT. 

Ég var ein heima í fæðingarorlofi með eldri strákinn minn og mig langaði virkilega að koma mér í betra form eftir meðgönguna. Ég hafði sett heilsuna og hreyfingu svolítið á hold vegna verkja í grind, en fann að ég var tilbúin að koma mér aftur af stað.
Mömmuleikfimin var ekki að henta mér og byrjaði ég þess vegna að prófa mig áfram með heimaæfingar. Mér fannst líka voða þægilegt að svitna og gera æfingar innan veggja heimilisins, þar sem ég gat fókusa alfarið á sjálfa mig og ekki haft áhyggjur af neinu. En á þessum tíma var ég frekar óörugg í eigin skinni.

Einnig var það svo góð nýting á tíma að skella í eina æfingu á meðan litli kúturinn svaf inní herbergi.

Ég hugsaði á þessum tíma hvað það væri gaman að geta tengst öðrum stelpum eða mömmum sem væru í sömu aðstöðu og ég. Sem væru að æfa heima, væru að vinna í að koma sér í betra form og bæta heilsuna sína. En ég fann ekkert svoleiðis, ég googlaði og googlaði, án árangurs. 

Þá kviknaði á ljósaperunni, ,,ég skapa þetta bara sjálf!“ og ég byrjaði strax að þróa hugmyndina áfram. 

Ég varð svo peppuð við tilhugsunina að vera með hóp af stelpum sem voru að vinna að sömu markmiðum og ég. þar sem við værum að æfa saman þrátt fyrir að vera ekki endilega í sama umhverfi. Þar sem við værum að styðja hvor aðra áfram og hvetja! 

Ég fann innra með mér að þetta var eitthvað sem ég VARÐ að skapa inní heiminn! Því ég vissi að þetta væri eitthvað sem væri mikil þörf á, því varla var ég sú eina sem hafði ekki fundið taktinn í ræktinni? 

Sterkari á 16 hefur verið í þróun síðan hugmyndin kviknaði fyrst árið 2016 og hefur þjálfunin aldrei verið flottari en núna. 

En aftur að spurningunni sem ég spurði sjálfa mig fyrr á þessu ári.

Já það mun koma að því að Sterkari á 16 fari í frí, ég finn köllun að halda áfram að þróa og skapa nýja hluti.

En ástæðan fyrir því að ég vil halda áfram að halda þjálfunina er vegna stelpnanna sem fara í gegnum hana.

Þegar ég les ummælin og árangurssögurnar þá fyllist hjartað mitt svo miklu þakklæti og gleði yfir því hversu ánægðar stelpurnar eru sem hafa farið í gegnum námskeiðið. Tekið skrefin, upplifað breytinguna og virkilega breytt lífinu sínu. 

Það eru þær sem hjálpa mér að halda fókus við það sem ég er að gera. Því ég byrjaði á þessu til þess að hjálpa konum að breyta um lífsstíl, ég vildi umbreyta því hvernig fólk hugsar um heilbrigði, frá því að það sé eitthvað sem er erfitt og vesen, yfir í eitthvað sem það nýtur þess að gera og elskar að gera. 

Það er mín ástríða og ég veit hversu áhrifamikið Sterkari á 16 getur verið þegar því er fylgt eftir. Ég ákvað því að halda það í haust í óbreyttri mynd, en ég veit ekki hvenær það mun vera haldið aftur. Hugsanlega á næsta ári, en það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. 

Þannig ef þig langar til þess að prófa, hefur hugsað að þú ætlir einhvertíma að vera með, ekki bíða lengur! Því þetta gæti verið síðasta tækifærið þitt. 

Nú þegar hafa margar konur rétt upp höndina og tekið ákvörðun, verður þú ein af þeim? 

Smelltu hér og tryggðu þér sæti 

 

Hérna er brot af þeim ummælum sem hafa borist eftir Sterkari á 16.

,,Að fara í þetta námskeið er klárlega besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir sjálfa mig“

Ég hef sjaldan verið í fjarþjálfunarnámskeiði þar sem ég hef fundið svona vel fyrir nærveru þjálfaranna. Þær eru til staðar allan tímann sem mér finnst svo geggjað því manni vantar oft mikið aðhald og þær veita hann með jákvæðri hvatningu og pistlum sem þær deila með hópnum. Hugaræfingarnar setja líka svolítið tóninn þar sem Sara reynir að leiðbeina manni við að horfa réttum augum á sjálfan sig, ekki þessi eilífa gagnrýni og niðurrif. Hún fær mann til að kafa djúpt til að finna þessa innri hvöt til að verða besta útgafan af sjálfum sér. Eftir námskeiðið finn ég að ég er sterkari, ég er meðvitaðri um að hugsa þetta sem ferðalag og draga ekki úr mér þegar mér finnst allt ónýtt. og Mig virkilega langar að koma inn æfingum inní rútínuna. Að fara í þetta námskeið er klárlega besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir sjálfa mig. Lilja Rut Bech

,,Á þessu námskeiði er nálgast heilsuna á svo frábæran hátt – þetta er lífstíll en ekki átak“

Fyrir Sterkari á 16 fann ég ekki hreyfingu við mitt hæfi, var óánægð með sjálfa mig og vantaði sjálfstraust og andlegan styrk. Þetta fyrirkomulag hentar mér mjög vel. Ég er Ánægð að hafa fundið hreyfingu sem ég fíla og hentar vel 🙂 hugaræfingarnar eru æði og að hugsa mataræðið 80/20 og hafa engin boð og bönn er frábært. Að kveðja efasemdir og bjóða nýjar venjur velkomnar hefur verið yndislegt. Nýjar venjur eins og “plan trompar alltaf hvata” og að hafa grænt á disknum í 50% plús. Hefur svínvirkað fyrir mig. Á þessu námskeiði er nálgast heilsuna á svo frábæran hátt – þetta er lífstíll en ekki átak 🙂 takk fyrir mig. Anna Lilja Björnsdóttir

,,Þið hafið breytt lífi mínu, takk fyrir frábært námskeið“

Lifandi samfélag þar sem manni er mætt þar sem maður er staddur. Endalaus hvatning, ekkert niðurtal og maður fyllist endalausu stolti yfir öllu sem maður gerir.

Sterkari á 16 gaf mér tæki og tól til að gera æfingarnar heima, sem passar mér mjög vel. Hvatningin í samfélaginu er gríðarlega góð og jákvæða hugsunin sem fylgir hugaræfingunum var svo góð og nauðsynleg viðbót.
Það er ekki hægt að ætla að taka til í lífsstílnum, nema taka til í hausnum á sér fyrst. Eftir námskeiðið stend ég með sterkari líkama og óbilandi trú á mína eigin getu og vissu um að ég geti náð markmiðunum mínum.

Takk fyrir frábært námskeið og æðislegan stuðning. Þið hafið breytt lífi mínu.
Katrín Lilja Jónsdóttir

,,Ég horfi allt öðruvísi augum á hlutina, ég er hætt að gagnrýna mig“

Sterkari á 16 bjargaði mer eiginlega bara. Ég var dugleg fyrst þegar ég ákvað að grenna mig en það var ekki nóg, ég missti allan áhuga og byrjaði aftur að fá mer pizzu og svona. Þangað til að ég kynntist hiitfit, ég byrjaði í hiitfit áskorun og þaðan skráði ég mig í Sterkari á 16. Allar þessar hugaræfingar hafa hjálpað mér svo mikið, ég horfi allt öðruvísi augum á hlutina og reyni að horfa á allt í lausnum og ég horfi á heilbrigðan lífsstíl allt öðrum augum. Mér líður mun betur með sjálfa mig, ég er hætt að gagnrýna mig og rífa mig niður af ástæðulausu!

Svo hefur mataræðið mitt batnað til muna, ég horfi á mat sem minn orkugjafa og leitast eftir næringarríkum mat eftir að ég byrjaði í Sterkari á 16. Æfingarnar eru frábærar, ég finn hvað ég styrkist og líkaminn mótast við þær og líður mér ömurlega ef ég missi úr æfingu. Takk fyrir gott námskeið

Hrönn Dís Ástþórsdóttir

Tengir þú við það sem stelpurnar deila? 

Þær deildu þessu með okkur eftir aðeins 4 vikur, það er alveg magnað hvað hægt er að gera á stuttum tíma með réttu tólin og þekkinguna í höndunum.

Hvar vilt þú vera í október 2019? 

Langar þig að vera deila þinni árangurssögu með okkur? 

Ef svarið er já, þá vil ég bjóða þig innilega velkomin í HIITFIT samfélagið. Þar sem við einblínum á langtíma breytingar, vinnum með líkama og sál á sama tíma og gerum það með sjálfsumhyggju og kærleika í fyrirrúmi. 

Smelltu hér og taktu ákvörðun með sjálfri þér 

Ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi Sterkari á 16 – eða bara hvað sem er – ekki hika við að senda okkur línu á hiitfit@hiitfit.is 

 

Þangað til næst..

 

Heilsukveðja,

Sara Barðdal
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi
og HIITFIT teymið

 

Sterkari á 16 er klárlega eitt það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig. Ég sé svo margt miklu skýrara en ég gerði, ég er miklu sáttari og samviskusamari en ég hef nokkurn tíman verið.

Þúsund þakkir fyrir frábæra þjálfun Þið eruð stórkostlegar ❤ Xoxo

Ég geri æfingarnar samviskusamlega, ég vel mat eftir því hvað hann er að gefa mér næringarlega séð og ég er jákvæðari gagnvart sjálfri mér og að ég geti þetta með réttu hugarfari.“ – Kristjana Dögg Hafþórsdóttir